Í upphafi árs 2022

 

Stjórn Félags eldri borgara á Selfossi óskar félagsfólki gleðilegs árs og þakkar samskipti og auðsýnda þolinmæði á liðnu ári. 

Öll skulum við vera bjartsýn og vongóð í uppafi nýs árs þrátt fyrir óáran og vonbrigði með þróun Covid 19 að undanförnu. 

„Það er ekkert sem gefur tilefni til þess að slakað verði á sóttvarnaaðgerðum í bráð“ eru orð Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá Almannavörnum, í upphafi árs 2022.  Þessi orð gefa ekki tilefni til að farið verði af stað með félagsstarf eldra fólks á vegum Félags eldri borgara á Selfossi annað árið í röð.  Stjórn FEBSEL mun funda um stöðu mála næstkomandi miðvikudag.  Niðurstaða hans verður kynnt í kjölfarið á facebook og heimasíðu félagsins.

Maður ársins hjá Stöð 2, Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, var í viðtali við Eddu Andrésdóttur á Stöð 2, þar sem hún biðlaði til þjóðarinnar að halda ró, taka einn dag í einu, eina viku út janúar.  Hún hafði fulla trú að þá yrði betur hægt að sjá fram í tímann hvað væri að gerast.  Staðan núna er hrein og klár óvissa og eina ráðið til að grípa í er að sýna, eins og við höfum gert svo vel, að vera þolinmóð og vongóð.  Um framhaldið leyfi ég mér að nota kunnulega setningu, „Það verður bara að koma í ljós“ með það. 

 

 

Covid 19 - Nýjar sóttvarnarreglur/takmarkanir

 

                                   

 

Frá og með miðnætti 13. nóvember 2021 tóku gildi nýjar reglur um almennar fjöldatakmarkanir um að ekki mega fleiri en 50 manns koma saman hvort heldur inni eða utandyra í opinberum rýmum eða einkarýmum. 

Skylt er að nota grímu sé ekki hægt að virða 1 metra reglu. 

Stjórn FEBSEL hvetur alla sína félaga að virða þessar reglur ásamt því að sinna rækilega persónulegum sóttvörnum með því að þvo hendur, spritta og nota grímu eins og skylt er.  Það er augljóst að viðburðum þar sem fleiri en 50 manns sækja sé sjálfhætt á meðan þessar sóttvarnareglur  eru í gildi næstu þrjár vikur.  Viðburðum þar sem færri sækja skal gæta að 1 metra reglu og grímunotkun.  Opið hús fellur niður næstu þrjár vikur.

Enn og aftur er ýtrekað að hver og einn verður að bera ábyrgð á sjálfum sér og ákveða hvort hann sæki viðburð eða ekki. 

Nýustu fréttir, 12.11.2021, frá HSU eru að Covidsmit séu í vexti og nýjustu tölur eru að á Selfossi eru 59 í sóttkví og 29 í einangrun.  Engar upplýsingar eru um aldur.

Þorgrímur Óli Sigurðsson

formaður Félags eldri borgara Selfossi

Pútt í boði hjá Golfklúbbi Selfoss

 

 

 

Pútt

Félag eldri borgara á Selfossi vekur athygli á því að Golfklúbbur Selfoss býður FEB félögum að koma í glæsilgegt húsnæði klúbbsins við Svarfhólsvöll alla þriðjudaga kl. 10:00.  Áhugafólk um pútt endilega mætið og njótið þess að pútta í frábæru húsnæði.  Umsjónamaður f.h. FEBSEL er Heiðar Alexandersson. 

17. júní kvöldvaka fyrir eldri borgara

 

17. júní 

-KVÖLDVAKA ELDRI BORGARA Í MÖRKINNI SELFOSSI KL. 20:00 – 21:30

-Stefán Helgi Islandus jr. ásamt Helga Má, leika og syngja

-Sigurjón frá Skollagróf

-Félagar úr Harmonikkufélagi Selfoss mæta með nikkurnar

-Fjöldasöngur undir stjórn Guðmundar Eiríkssonar píanóleikara

-Kynnir Valdimar Bragason

-Allir eldri borgarar velkomnir og frítt inn meðan húsrúm leyfir

-Sveitarfélagið Árborg óskar íbúum gleðilegrar hátíðar

Til áhugfólks um dans, tónlist, dansstjórn.

 

 

Félagi eldri borgara á Selfossi hefur borist athyglisverður tölvupóstur frá Atla Frey Magnússyni þjóðfræðingi. Eins og fram kemur í tölvupósti hans leitar hann eftir að komast í kynni við fólk sem stunda dans, tónlist, dansstjórn og sem hefur gaman að gömlum dönsum. Endilega þeir sem þetta á við hafið samband við Atla Frey netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í mig, Þorgrím Óla, netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Það væri fjársjóður að fá einhvern í svona rannsóknarviðtal af okkar svæði.
Tölvupóstur Atla Freys

------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Góðan dag,

Atli Freyr Hjaltason heiti ég og er þjóðfræðingur. Í sumar vinn ég hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum,
við viðtalsrannsóknir á gömlu dönsunum. Ég sendi þetta bréf til FEBSEL til þess að sjá hvort þið vitið um einhverja sem stundað hafa gömlu dansana og væru ef til vill til í að hitta mig. Ég verð á ferðinni í sumar og hafði hugsað mér að heimsækja fólk ef það
er til í viðtal.

Ég leita að dönsurum, tónlistarmönnum, dansstjórum og fólki sem hefur gaman að gömlu dönsunum.

Það væri frábært ef þið vissuð um einhverja og gætuð komið mér í samband. Endilega sendið mér línu ef ég get
svarað spurningum sem kunna að vakna.

Bestu kveðjur,

Atli Freyr Hjaltason

Nýr bótaflokkur hjá Tryggingastofnun ríkisins um félagslegan stuðning við aldraða

Úrræðinu er ætlað að styrkja framfærslu 67 ára og eldri sem búsettir eru hér á landi og eiga engin eða takmörkuð lífeyrisréttindi í almannatryggingum. Félagslegur viðbótarstuðningur getur að hámarki numið 231.110 kr. á mánuði. Þessi upphæð er 90% af fullum ellilífeyri almannatrygginga á árinu 2020. Þeir sem búa einir og eru einir um heimilisrekstur geta til viðbótar átt rétt á allt að 90% af heimilisuppbót sem er 58.400 kr. á mánuði á árinu 2020.