Félagar í Félagi eldri borgara Húsavíkur og nágrennis í heimsókn.

on .

 

 

Fyrir hádegi miðvikudaginn 27. apríl 2022 komu góðir gestir í heimsókn í Mörk.  Það voru um 50 félagar í Félagi eldri borgara Húsavíkur og nágrennis sem eru þessa dagana á ferð um Suðurland og gista á Hótel Selfoss í þrjár nætur.  Tekið var á móti hópnum klukkan tíu í Grænumörk.  Farið var um húsið og aðstan skoðuð.  Síðan var starfsemi FEBSEL kynnt og sagt frá því sem væri í gangi í félagslífinu.  Gagnkvæmt sögðu gestirnir frá sinni starfsemi á Húsavík.  Fram kom að í því félagi eru nær 350 félagsmenn og blómleg starfsemi.  Ólafur Sigurðsson sagði frá fyrirkomulagi hússins og rými þess auk þess að lýsa svæðinu sem húsin standa á áður en þau voru reist en þá var þar leikvangur barnanna í Mjólkurhúshverfinu.  Að því loknu gekk hópurinn að nýbyggingu hjúkrunarheimilisins og börðu það augum utanfrá.  Kom þá rútan þeirra og gestirnir kvaddir. 

Fulltrúar framboða til sveitarstjórnar Árborgar í Opnu húsi fimmtudaginn 28. apríl kl. 14:45

on .

 

 

Opið hús í Mörk fimmtudaginn 28. apríl kl. 14:45.

FULLTRÚAR ÞEIRRA SEX FRAMBOÐA SEM BJÓÐA SIG FRAM TIL SVEITARSTJÓRNAR Í ÁRBORG KYNNA STEFNU FLOKKA SINNA Í MÁLEFNUM ELDRA FÓLKS.  HVERT FRAMBOÐ FÆR FIMM MÍNÚTUR TIL UMRÁÐA.  FLOKKARNIR ERU:  ÁFRAM ÁRBORG - FRAMSÓKNARFLOKKUR - MIÐFLOKKUR OG SJÁLFSTÆÐIR - SAMFYLKING - SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR OG VINSTRIHREYFINGIN GRÆNT FRAMBOÐ Í ÁRBORG.  EFTIR KYNNINGU FRAMBOÐANNA VERÐUR OPNAÐ FYRIR SPURNINGAR ÚR SAL.  FJÖLMENNUM OG NOTUM TÆKIFÆRIÐ TIL AÐ HLUSTA Á HVERJU ER STEFNT AÐ OG SPYRJA FRAMBOÐIN UM ÞAÐ SEM SKIPTIR OKKUR MÁLI.

KAFFI OG MEÐLÆTI KR. 1000 EÐA MOLASOPI 200 KR.  

 

 

Gangur framkvæmda við eldhúsinnréttingu í Mörk

on .

 

Staða framkvæmda í Mörk
 
Nú hyllir undir betri tíð því stjórnvöld hafa gefið í skyn hraðari afléttinga sóttvarna. Starfsemi félagsins er að taka við sér í fámennari hópunum í sölum sem tilheyra Grænumörk 5. Í byrjun janúar var farið af stað með endurbætur á eldhúsinnréttingu í salnum í Mörk sem stefnt var á að ljúka í janúarlok. Því miður gekk það ekki eftir og er nú áætlað að verkinu ljúki í næstu viku. Ástæða seinkunarinnar voru ófyrirséð tilvik. Þar má nefna að fyrirtæki sem hafði tekið að sér einn verkþátt stóð ekki við sinn hlut svo leita var til annars aðila. Þá höfðu Covid veikindi, einangranir og sóttkví þau áhrif að starfsmenn komust ekki til vinnu sinnar. Þess má geta að í janúar voru að jafnaði á milli 250 til 300 manns í einangrun á Selfossi.
 
Það hefur mætt á starfsfólki Árborgar þetta tímabil við að spila úr þeim spilum sem á hendi voru í þessu ástandi. Þó við viljum að allt gangi hratt fyrir sig þá megum við hafa eftirfarandi í huga: Kóngur vill sigla en byr hlýtur að ráða“ og það megum við að sætta okkur við.

Nýjar sóttvarnareglur taka gildi 29. janúar 2022

on .

 

Kæru félagar í Félagi eldri borgara Selfossi.

Það birtir til.  Síðastliðið miðnætti tók gildi ný reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar.  Hún felur í sér að almennar fjöldatakmarkanir fara úr 10 manns í 50.  Nándarregla fer úr 2 metrum í 1 metra.  Grímuskylda er óbreytt en tekur samt mið af nándarreglu.  Að þessu skráðu er ekkert því til fyrirstöðu að félagsstarf geti hafist eftir helgi með sama hætti og var fyrir jól þegar aðeins mátttu 50 manns koma saman.  Viðburðastjórar þurfa nú hver fyrir sig að taka afstöðu hvort þeir fara af stað með sína viðburði með þeim takmörkunum sem reglugerðin býður.

Það er ljóst að starfið getur ekki farið í fullan gang fyrr en takmörkunum hefur verið aflétt enn frekar og vonandi að fullu um eða uppúr miðjum mars næstkomandi eins og bjartsýnir boða að geti orðið.  Stjórn félagsins mun fylgjast með og upplýsa jafnóðum. 

Að lokum skulum við vera ströng við okkur og passa vel uppá persónulegar smitvarnir.  Enn og aftur: Spritta, þvo hendur, nota grímu þegar við á, hósta í olnbogabót, ekki heilsa með handabandi og allt hitt.  Gangi okkur öllum vel við erum vön þessu og munum að leikurinn er ekki búinn fyrr en dómarinn flautar hann af, það höfum við séð undanfarið í nokkrum leikjum  Evrópumótsins í handbolta.

Þorgrímur Óli Sigurðsson

formaður FEBSEL

Í upphafi árs 2022

on .

 

Stjórn Félags eldri borgara á Selfossi óskar félagsfólki gleðilegs árs og þakkar samskipti og auðsýnda þolinmæði á liðnu ári. 

Öll skulum við vera bjartsýn og vongóð í uppafi nýs árs þrátt fyrir óáran og vonbrigði með þróun Covid 19 að undanförnu. 

„Það er ekkert sem gefur tilefni til þess að slakað verði á sóttvarnaaðgerðum í bráð“ eru orð Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá Almannavörnum, í upphafi árs 2022.  Þessi orð gefa ekki tilefni til að farið verði af stað með félagsstarf eldra fólks á vegum Félags eldri borgara á Selfossi annað árið í röð.  Stjórn FEBSEL mun funda um stöðu mála næstkomandi miðvikudag.  Niðurstaða hans verður kynnt í kjölfarið á facebook og heimasíðu félagsins.

Maður ársins hjá Stöð 2, Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, var í viðtali við Eddu Andrésdóttur á Stöð 2, þar sem hún biðlaði til þjóðarinnar að halda ró, taka einn dag í einu, eina viku út janúar.  Hún hafði fulla trú að þá yrði betur hægt að sjá fram í tímann hvað væri að gerast.  Staðan núna er hrein og klár óvissa og eina ráðið til að grípa í er að sýna, eins og við höfum gert svo vel, að vera þolinmóð og vongóð.  Um framhaldið leyfi ég mér að nota kunnulega setningu, „Það verður bara að koma í ljós“ með það. 

 

 

Covid 19 - Nýjar sóttvarnarreglur/takmarkanir

on .

 

                                   

 

Frá og með miðnætti 13. nóvember 2021 tóku gildi nýjar reglur um almennar fjöldatakmarkanir um að ekki mega fleiri en 50 manns koma saman hvort heldur inni eða utandyra í opinberum rýmum eða einkarýmum. 

Skylt er að nota grímu sé ekki hægt að virða 1 metra reglu. 

Stjórn FEBSEL hvetur alla sína félaga að virða þessar reglur ásamt því að sinna rækilega persónulegum sóttvörnum með því að þvo hendur, spritta og nota grímu eins og skylt er.  Það er augljóst að viðburðum þar sem fleiri en 50 manns sækja sé sjálfhætt á meðan þessar sóttvarnareglur  eru í gildi næstu þrjár vikur.  Viðburðum þar sem færri sækja skal gæta að 1 metra reglu og grímunotkun.  Opið hús fellur niður næstu þrjár vikur.

Enn og aftur er ýtrekað að hver og einn verður að bera ábyrgð á sjálfum sér og ákveða hvort hann sæki viðburð eða ekki. 

Nýustu fréttir, 12.11.2021, frá HSU eru að Covidsmit séu í vexti og nýjustu tölur eru að á Selfossi eru 59 í sóttkví og 29 í einangrun.  Engar upplýsingar eru um aldur.

Þorgrímur Óli Sigurðsson

formaður Félags eldri borgara Selfossi

Pútt í boði hjá Golfklúbbi Selfoss

on .

 

 

 

Pútt

Félag eldri borgara á Selfossi vekur athygli á því að Golfklúbbur Selfoss býður FEB félögum að koma í glæsilgegt húsnæði klúbbsins við Svarfhólsvöll alla þriðjudaga kl. 10:00.  Áhugafólk um pútt endilega mætið og njótið þess að pútta í frábæru húsnæði.  Umsjónamaður f.h. FEBSEL er Heiðar Alexandersson.