Félagi eldri borgara á Selfossi hefur borist athyglisverður tölvupóstur frá Atla Frey Magnússyni þjóðfræðingi. Eins og fram kemur í tölvupósti hans leitar hann eftir að komast í kynni við fólk sem stunda dans, tónlist, dansstjórn og sem hefur gaman að gömlum dönsum. Endilega þeir sem þetta á við hafið samband við Atla Frey netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í mig, Þorgrím Óla, netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Það væri fjársjóður að fá einhvern í svona rannsóknarviðtal af okkar svæði.
Tölvupóstur Atla Freys
------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Góðan dag,
Atli Freyr Hjaltason heiti ég og er þjóðfræðingur. Í sumar vinn ég hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum,
við viðtalsrannsóknir á gömlu dönsunum. Ég sendi þetta bréf til FEBSEL til þess að sjá hvort þið vitið um einhverja sem stundað hafa gömlu dansana og væru ef til vill til í að hitta mig. Ég verð á ferðinni í sumar og hafði hugsað mér að heimsækja fólk ef það
er til í viðtal.
Ég leita að dönsurum, tónlistarmönnum, dansstjórum og fólki sem hefur gaman að gömlu dönsunum.
Það væri frábært ef þið vissuð um einhverja og gætuð komið mér í samband. Endilega sendið mér línu ef ég get
svarað spurningum sem kunna að vakna.
Bestu kveðjur,
Atli Freyr Hjaltason