OPIÐ HÚS 02.11.23 // ÁRSHÁTÍÐ 09.11.23

on .

 

Minnum á OPIÐ HÚS fimmtudaginn 02. nóvember frá kl. 14.45 - 16.00.

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Árshátíð FebSel verður fimmtudaginn 9. nóvember í Hótel Selfoss. Skráningarlistar liggja frammi í Grænumörkinni. Almennar upplýsingar á FB síðunni.

 

 

OPIÐ HÚS 28.09.23

on .

 

Fimmtudaginn 28.09 er OPIÐ HÚS. Viðburðarstjórn fer í gegnum dagskrána í OPNUM HÚSUM næstu fimmtudaga. Kaffiveitingar!

Kynningarfundur 21. september kl. 14.45

on .

 

Kynningarfundur á starfi vetrarins 2023 - 2024 verður í Mörk fimmtudaginn 21, september kl. 14.45. Farið verður yfir þau námskeið og viðburði sem verða í vetur. Félagar, fjölmennum!

Opið hús

on .

 

Fimmtudaginn 22. september kl. 14:45 fer fram kynning á þeim viðburðum sem Félaga eldri borgara Selfossi, FEBSEL, hefur sett saman fyrir veturinn 2022 - 2023.  Boðið verður uppá þriðja tug viðburða af ýmsum toga eins og hreyfingu, handavinnu, spil, lestur og ýmislegt fleira.

Félagsvist

on .


Félagsvist, Félags eldri borgara á Selfossi, hefst þriðjudaginn 6. Sept. kl. 13:00

Nú er bara að drífa sig í spilamennskuna kæru félagar.

Ferðanefnd FEBSEL býður upp á Rangárþing 17. ágúst 2022

on .


 

 

 Lagt af stað frá Grænumörkinn kl 11:00 og ekið sem leið liggur upp Holtin og síðan í hádegis- mat hjá Hótel Stracta þar sem boðið er upp á súpu og fisk dagsins.  Ökum síðan upp Rangár- velli að torfbænum Keldum, þar sem okkur er boðið upp á  að skoða bæinn í 15-20 manna hollum, við kíkjum síðan kanski á Gunnarsstein sem stendur við Rangá skammt frá Keldum, þar sem einn frægasti bardagi Njálu fór fram. Á heimleið fáum við okkur kannski ís á góðum stað.  Fararstjóri okkar í þessari ferð er Hannes Stefánsson. 

Verð pr mann er kr. 10.000,-. 

Aðeins ein rúta verður í ferðinni og þar af leiðandi takmarkast fjöldi farþega, fyrstir koma fyrstir fá. 

Nefndin bendir á, að hver og einn þátttakandi er á eigin ábyrgð.

Bókanir í ferðina eru hjá nefndinni og í Grænumörk 5. 

Sirrý                s. 863 7133

Helgi               s. 860 7032

Ingibjörg        s. 864 2972

 

FRÆÐSLUNETIÐ SÍMENNT Á SUÐURLANDI KYNNIR NÁMSKEIÐ Í TÖLVU- OG MIÐLALÆSI FYRIR 60 ÁRA OG ELDRI.

on .

 

Fræðslunetið heldur námskeið í tölvu- og miðlalæsi fyrir 60 ára og eldri.  Námskeiðin verða haldin um allt Suðurland og eru þátttakendum að kostnaðarlausu.  Miðað er við að þátttakendur noti eigin spjaldtölvur eða snjallsíma á námskeiðinu. 

 

Markmiðið er að þátttakendur: 

Þjálfist í að nota tölvupóst og þjónustur á vefsíðum og að nota rafræn skilríki, s.s. vegna Heilsuveru, Skattsins, heimabanka o.fl. 

Læri að versla á netinu og að nota bókunarsíður fyrir viðburði og samgöngur. 

Læri að nota samfélagsmiðla og efnisveitur, s.s. Facebook, Netflix o.fl.

Lögð verður áhersla  á verklega kennslu sem miðast við hvern og einn.

Tímasetning og staðsetning (4 skipti hvert námskeið)

  1. Námskeið:Fjölheimar Selfossi: Þriðjudag og fimmtudag 10. – 19. maí kl. 10-12.
  2. Námskeið:Fjölheimar Selfossi: Þriðjudag og fimmtudag 10. – 19. maí kl. 14-16.

Leiðbeinandi: Bjarni Ásbjörnsson, tölvunarfræðingur.

Skráning:  (síma 560 2030 eða á netfanginu: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Frambjóðendur lista í Árborg kynntu stefnu sína í málefnum eldra fólks í Árborg

on .

 

Í Opnu húsi í Mörk í gær mættu fulltrúar þeirra 6 lista sem bjóða fram til bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar.  Mæting var vægast sagt frábær en á annað hundrað gestir sóttu samkomuna. 

Frambjóðendum gafst kostur á fara á milli borða og ræða við fólkið og var ekki annað að sjá en það hafi verið öllum gagnlegt og gleðin var mikil. Kjötbúrið sá um veitingar sem gestir gerðu góð skil.

Fyrirkomulag kynningarinnar var með þeim hætti að dregið var um í hvaða röð listarnir kynntu stefnu sína í málefnum eldra fólks.  Fyrst kom Sigurður Torfi Sigurðsson og talaði fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð, Kjartan Björnson kom næst og talaði fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Arna Ýr Gunnarsdóttir talaði fyrir Samfylkingu, Álfheiður Eymarsdóttir talaði fyrir Bæjarmálafélagið Áfram Árborg, Tómas Ellert Tómasson talaði fyrir Miðflokk og Sjálfstæða og Arnar Freyr Ólafsson fyrir Framsóknarflokk.  Hver listi fékk 5 mínútur til umráða.  Gestum var gefinn kostur á að bera upp spurningar í lok kynningar og hver listi fékk 1 mínútu til svara.  Valdimar Bragason stýrði athöfninni af skörungsskap, Anna Þóra Einarsdóttir var tímavörður og undirritaður sá um að veifa gula og rauðaspjaldinu þegar tíminn var að renna út. 

Mitt mat er að fulltrúar listanna hafi flutt mál sitt á skýran og rökstuddan hátt og verið til sóma og ekki er ég í vafa um að allt það fólk sem mun veljast í bæjarstjórn vinni þétt saman um þau málefni sem mestu skiptir fyrir okkur eldra fólkið.  Það skipti miklu máli að svo margir mættu í Opið hús í gær sem er vítamín fyrir okkar brýnustu mál.  Í lokin vil ég þakka stjórnendum Opins hús þeim Önnu Þóru Einarsdóttur og Magnúsi J. Magnússyni fyrir þetta framtak og stjórnarfólki í FEBSEL fyrir aðkomu þess. 

Þorgrímur Óli Sigurðsson 

formaðul Félags eldri borgara Selfossi