Ferðanefnd FEBSEL býður upp á Rangárþing 17. ágúst 2022


 

 

 Lagt af stað frá Grænumörkinn kl 11:00 og ekið sem leið liggur upp Holtin og síðan í hádegis- mat hjá Hótel Stracta þar sem boðið er upp á súpu og fisk dagsins.  Ökum síðan upp Rangár- velli að torfbænum Keldum, þar sem okkur er boðið upp á  að skoða bæinn í 15-20 manna hollum, við kíkjum síðan kanski á Gunnarsstein sem stendur við Rangá skammt frá Keldum, þar sem einn frægasti bardagi Njálu fór fram. Á heimleið fáum við okkur kannski ís á góðum stað.  Fararstjóri okkar í þessari ferð er Hannes Stefánsson. 

Verð pr mann er kr. 10.000,-. 

Aðeins ein rúta verður í ferðinni og þar af leiðandi takmarkast fjöldi farþega, fyrstir koma fyrstir fá. 

Nefndin bendir á, að hver og einn þátttakandi er á eigin ábyrgð.

Bókanir í ferðina eru hjá nefndinni og í Grænumörk 5. 

Sirrý                s. 863 7133

Helgi               s. 860 7032

Ingibjörg        s. 864 2972