Opið hús

Mikilvægt er að öll starfsemi myndi sterka heild og að samræmi sé á milli stuðnings sem félagið leggur fram til hvers verkefnis.

Opið hús á fimmtudögum

Á fimmtudögum er húsið opnað kl. 13:00
þá sinnir hver og einn sínum hugðarefnum fram til kl. 14:45 þá hefjast kaffiveitingar
Þá tekur viðburðarstjórn við með auglýsta dagskrá.

í viðburðarstjórn eru:
Ólafur Sigurðsson
Unnur Halldórsdóttir
Páll M. Skúlason, Guðfinna Ólafsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir

Hörpukórinn

Hörpukórinn æfir einu sinni í viku,
kórinn er sjálfstæð rekstrareining innan félagsins, en nýtur styrks frá FEB Selfossi.
Kórinn æfir á miðvikudögum í Grænumörk 5 undir stjórn Guðmundar Eiríkssonar.

 

 Ferðanefnd

Skipuleggur sumarferðir og haustferðina. Á vorfundi skal kynna ferðaáætlun og dagsetningar ferðanna. Velja skal þann ferðatíma sem gefur hagstæðustu kjör og hafa í boði fjölbreytni í ferðavali. Árlega skal meta hversu margar ferðir skulu farnar. Í auglýsingu skal koma fram verð ferðar. Nefndin hefur umsjón með fjármálum og gerir grein fyrir niðurstöðum að loknum ferðum.

Í ferðanefnd eru:

Ingibjörg Stefánsdóttir
Helgi Hermannsson

Leikhús og kynninganefnd

Nefndin skal stuðla að áhugaverðum ferðum á leiksýningar, kvikmyndir og eða að fara á söfn.

Í nefndinni eru:
Jóna S. Sigurbjartsdóttir
Magnús J. Magnússon
Guðfinna Ólafsdóttir

 Fornbókmenntir

Að höfðu samráði við leiðbeinendur leshópsins er valin ein eða fleiri af fornsögunum til kynningar og lesturs yfir veturinn. Hópurinn kemur saman í Grænumörk 5, einu sinni í viku og les saman í klukkustund .
Að loknum vetri er skipulögð ferð á viðkomandi söguslóðir.

Leiðbeinendur:
Örlygur Karlsson
Guðmundur Guðmundsson
Hannes Stefánsson

Handverk

Felur í sér glerlist, tréskurð, tálgun, leirlist, prjónaskap, perlusaumur og ýmiskonar handverk. Námskeiðin fara fram á ýmsum stöðum á Selfossi.
Umsjónarmenn skipuleggja Handverksýningu að vori á verkefnum vetrarins.

 

 

Spil

Félagsvist er spiluð einu sinni í viku í Grænumörk 5, þátttökugjald er kr. 250 sem rennur í verðlaunasjóð.

Umsjón hafa:
Hilmar Þ. Björnsson
Hrefna Kristinsdóttir
Gunndís Sigurðardóttir

Frjáls spilamennska er tvisvar í viku og Bridge er spilað tvisvar til þrisvar í viku.

Gönguferðir

Umsjónamaður velur akstursleiðir út úr bænum og síðan göngustíga með tilliti til veðurs og umferðar hverju sinni. Brottför er frá Grænumörk 5.

Umsjón með gönguferðum sem er á mánudögum hefur Ágústa Guðlaugsdóttir og á fimmtudögum hefur Þórunn Guðnadóttir umsjón og þá fylgir rúta með

 

Snoker og Bridge

Flesta daga vikunnar.

Umsjón hefur Úlfar Guðmundsson

Hreyfing

Stólaleikfimi Bochia Ringo Stólajóga Línudans Zumbadans Qigong (Kínversk lekfimi) Heilsuefling 60+ (Leikfimi með lóðum og tegjum)

Árshátíðarnefnd

Skipuleggur og velur einstök atriði, dagsetningu, staðarval, dagskrárefni og annað er tilheyrir í samráði við stjórn.

Í nefnd eru:

Ólafur Backmann
Halldór Ingi Guðmundsson
Guðbjörg Sigurðardóttir

Öndvegisrit

Bókmenntalestur að Grænumörk 5.

Undir leiðsögn:
Bryndís Guðbjartsdóttir, Jóna S. Sigurbjartsdóttir