Mikilvægt er að öll starfsemi myndi sterka heild og að samræmi sé á milli stuðnings sem félagið leggur fram til hvers verkefnis.
Opið hús á fimmtudögumÁ fimmtudögum er húsið opnað kl. 13:00 |
HörpukórinnHörpukórinn æfir einu sinni í viku,
|
FerðanefndSkipuleggur sumarferðir og haustferðina. Á vorfundi skal kynna ferðaáætlun og dagsetningar ferðanna. Velja skal þann ferðatíma sem gefur hagstæðustu kjör og hafa í boði fjölbreytni í ferðavali. Árlega skal meta hversu margar ferðir skulu farnar. Í auglýsingu skal koma fram verð ferðar. Nefndin hefur umsjón með fjármálum og gerir grein fyrir niðurstöðum að loknum ferðum. Í ferðanefnd eru: |
Leikhús og kynninganefndNefndin skal stuðla að áhugaverðum ferðum á leiksýningar, kvikmyndir og eða að fara á söfn. Í nefndinni eru: |
FornbókmenntirAð höfðu samráði við leiðbeinendur leshópsins er valin ein eða fleiri af fornsögunum til kynningar og lesturs yfir veturinn. Hópurinn kemur saman í Grænumörk 5, einu sinni í viku og les saman í klukkustund . Leiðbeinendur: |
HandverkFelur í sér glerlist, tréskurð, tálgun, leirlist, prjónaskap, perlusaumur og ýmiskonar handverk. Námskeiðin fara fram á ýmsum stöðum á Selfossi.
|
SpilFélagsvist er spiluð einu sinni í viku í Grænumörk 5, þátttökugjald er kr. 250 sem rennur í verðlaunasjóð. Umsjón hafa: Frjáls spilamennska er tvisvar í viku og Bridge er spilað tvisvar til þrisvar í viku. |
GönguferðirUmsjónamaður velur akstursleiðir út úr bænum og síðan göngustíga með tilliti til veðurs og umferðar hverju sinni. Brottför er frá Grænumörk 5. Umsjón með gönguferðum sem er á mánudögum hefur Ágústa Guðlaugsdóttir og á fimmtudögum hefur Þórunn Guðnadóttir umsjón og þá fylgir rúta með |
Snoker og BridgeFlesta daga vikunnar. Umsjón hefur Úlfar Guðmundsson |
HreyfingStólaleikfimi Bochia Ringo Stólajóga Línudans Zumbadans Qigong (Kínversk lekfimi) Heilsuefling 60+ (Leikfimi með lóðum og tegjum) |
ÁrshátíðarnefndSkipuleggur og velur einstök atriði, dagsetningu, staðarval, dagskrárefni og annað er tilheyrir í samráði við stjórn. Í nefnd eru: |
ÖndvegisritBókmenntalestur að Grænumörk 5. Undir leiðsögn: |
|