Nýjar sóttvarnareglur taka gildi 29. janúar 2022

on .

 

Kæru félagar í Félagi eldri borgara Selfossi.

Það birtir til.  Síðastliðið miðnætti tók gildi ný reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar.  Hún felur í sér að almennar fjöldatakmarkanir fara úr 10 manns í 50.  Nándarregla fer úr 2 metrum í 1 metra.  Grímuskylda er óbreytt en tekur samt mið af nándarreglu.  Að þessu skráðu er ekkert því til fyrirstöðu að félagsstarf geti hafist eftir helgi með sama hætti og var fyrir jól þegar aðeins mátttu 50 manns koma saman.  Viðburðastjórar þurfa nú hver fyrir sig að taka afstöðu hvort þeir fara af stað með sína viðburði með þeim takmörkunum sem reglugerðin býður.

Það er ljóst að starfið getur ekki farið í fullan gang fyrr en takmörkunum hefur verið aflétt enn frekar og vonandi að fullu um eða uppúr miðjum mars næstkomandi eins og bjartsýnir boða að geti orðið.  Stjórn félagsins mun fylgjast með og upplýsa jafnóðum. 

Að lokum skulum við vera ströng við okkur og passa vel uppá persónulegar smitvarnir.  Enn og aftur: Spritta, þvo hendur, nota grímu þegar við á, hósta í olnbogabót, ekki heilsa með handabandi og allt hitt.  Gangi okkur öllum vel við erum vön þessu og munum að leikurinn er ekki búinn fyrr en dómarinn flautar hann af, það höfum við séð undanfarið í nokkrum leikjum  Evrópumótsins í handbolta.

Þorgrímur Óli Sigurðsson

formaður FEBSEL