Covid 19 - Nýjar sóttvarnarreglur/takmarkanir

 

                                   

 

Frá og með miðnætti 13. nóvember 2021 tóku gildi nýjar reglur um almennar fjöldatakmarkanir um að ekki mega fleiri en 50 manns koma saman hvort heldur inni eða utandyra í opinberum rýmum eða einkarýmum. 

Skylt er að nota grímu sé ekki hægt að virða 1 metra reglu. 

Stjórn FEBSEL hvetur alla sína félaga að virða þessar reglur ásamt því að sinna rækilega persónulegum sóttvörnum með því að þvo hendur, spritta og nota grímu eins og skylt er.  Það er augljóst að viðburðum þar sem fleiri en 50 manns sækja sé sjálfhætt á meðan þessar sóttvarnareglur  eru í gildi næstu þrjár vikur.  Viðburðum þar sem færri sækja skal gæta að 1 metra reglu og grímunotkun.  Opið hús fellur niður næstu þrjár vikur.

Enn og aftur er ýtrekað að hver og einn verður að bera ábyrgð á sjálfum sér og ákveða hvort hann sæki viðburð eða ekki. 

Nýustu fréttir, 12.11.2021, frá HSU eru að Covidsmit séu í vexti og nýjustu tölur eru að á Selfossi eru 59 í sóttkví og 29 í einangrun.  Engar upplýsingar eru um aldur.

Þorgrímur Óli Sigurðsson

formaður Félags eldri borgara Selfossi