893 2136

febsel@febsel.is

Smella hér fyrir Facebook síðu Febsel →

08. stjórnarfundur

23.ágúst 2024

Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (11/2024).
Áttundi fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn föstudaginn 23.08.2024 í Uppsölum
í Grænumörk 5.

Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður, Elín Jónsdóttir (EJ) gjaldkeri, Guðrún Þóranna Jónsdóttir (GÞ) ritari, Ólafur Bachman (ÓB) meðstjórnandi, Ólafur Sigurðsson (ÓS) og Valdimar Bragason (VB) varamenn.

1. Fundur settur 10:30

2. Fundargerð síðasta fundar lögð fram, hún var samþykkt samhljóða.

3. Frístundamessa 31.08.24 í Selfosshöllinni. Sveitarfélagið Árborg mun standa fyrir árlegri frístundamessu í haust þar sem kynning verður á vetrarstarfi stofnanna og félaga sveitarfélagsins. FebSel hefur verið boðið að taka þátt í viðburðinum og mun þiggja að mæta og kynna starf félagsins. Þeir stjórnarmenn munu mæta sem eiga heimangengt.

4. Efni frá síðasta fundi. EJ hafði samband við yfirmann sundlaugarinnar og hann býður upp á einn tíma, 13:30 á fimmtudögum. Jógakennarinn mun skoða það. Varðandi dansinn hefur kennarinn ekki svarað, er trúlega að koma úr fríi. Farið yfir námskeiðin frá því í fyrra, flest heldur áfram á sama stað og sama tíma. Rætt um að fá námskeið í bridge fyrir áhugasama. MJM mun reifa þá hugmynd við forsvarsmann Bridgefélagsins á Selfossi. Það þarf að flytja postulínsnámskeiðið inn á austurganginn ÓI verður í sambandi við kennarann. GÞ mun tala við Einar Sumarliðason sem var með glernámskeiðin í nokkur ár og athuga hvort hann geti verið með þau í ár eða hvort hann geti bent á annan leiðbeinanda. ÓS fór í Nytjamarkaðinn til að kanna stöðu rýmis fyrir Karla í skúrum og talaði við þann sem er að vinna að aðstöðunni. Möguleiki er að starfsemin gæti hafist í vetur, ÓS mun segja frá stöðu mála á kynningarfundinum. Formaður Jórunn Helena og nokkrar konur frá Kvenfélagi Selfoss þiggja að mæta á fund með stjórn FebSel til að ræða áframhaldandi samstarf um kaffið.

5. Önnur mál
a) Stjórnin þakkar ferðanefndinni fyrir skemmtilega og vel skipulagða ferð í Árnes þann 20. ágúst.
b) ÓB mun athuga hjá forsvarsmönnu Hótel Selfoss hvort ekki allt standi sem samið var um fyrir árshátíðina 7. nóvember.
c) Viðburðanefnd – Ólafur S., Ísleifur, Guðfinna, Páll, Jónbjörg. Það þarf að fá einn í viðbót. Hugmyndir hafa komið til nefndarinnar um að fá fróðleik um Kaldaðanes, Alviðru og að sýna myndir frá Páli Skúlasyni, en hann á mjög mikið af góðum myndum. Einnig nefndi ÓS að tónlistaratriði hefðu verið vinsæl. GÞ sagði að kona á Eyrarbakka, Esther Helga Guðmundsdóttir, hefði tekið vel í að koma og vera með erindi um matarræði eða matarfíkn.
d) Stjórn Eldri borgara í Hvergerði kom til að skoða aðstöðu hér hjá FebSel. MJM sýndi þeim hana og bauð þeim að koma á Opið hús þegar þeim hentaði einhvern fimmtudag í haust.
e) Öldungarráðsráðstefna verður á Hótel Natura á vegum Landssambands eldri borgara 1. okt. Þangað verður öllum öldungaráðum landsins boðið.
6. Fundi slitið 11:25
Næsti fundur 06.09 kl. 10.30

 

Eldri stjórnarfundir

05. stjórnarfundur

05. stjórnarfundur 10.maí 2024 Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (8/2024).fimmti fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn föstudaginn 10.05.2024 í Uppsölumí Grænumörk 5. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður,...

04. stjórnarfundur

04. stjórnarfundur 19.apríl 2024 Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (7/2024).Fjórði fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn föstudaginn 19.04.2024 í Uppsölum í Grænumörk 5. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður,...

03. stjórnarfundur

03. stjórnarfundur 5.apríl 2024 Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (6/2024).Þriðji fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn föstudaginn 05.04.2024 í Uppsölum í Grænumörk 5. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Guðrún Þóranna Jónsdóttir (GÞ) ritari,...

02. stjórnarfundur

02. stjórnarfundur 22.mars 2024 Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (5/2024).Annar fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn föstudaginn 22.03.2024, kl. 9:00í Uppsölum í Grænumörk 5. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI)...

01. stjórnarfundur

01. stjórnarfundur 1.mars 2024 Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (4/2024).Fyrsti fundur nýkjörinnar stjórnar Feb Selfossi, haldinn föstudaginn 01.03.2024 í Uppsölum í Grænumörk 5. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Elín Jónsdóttir (EJ)...

Aðalfundur Félags eldri borgara Selfossi

Aðalfundur Félags eldri borgara Selfossi  22.febrúar 2024 FUNDARGERÐ Fundarsetning Formaður félagsins setti fund og bauð alla velkomna. Hann lagði til að Jóna S. Sigurbjartsdóttir yrði fundarstjóri og Örlygur Karlsson og Margrét Jónsdóttir yrðu ritarar. Var það...

Fungargerð aðalfundar Febsel 2023

Fundargerð aðalfundar FEBSEL 2023  22.febrúar 2023 Fundargerð aðalfundar FEBSEL 2023. Aðalfundur Félags eldriborgara Selfossi, haldinn 23. febrúar 2023 kl. 14:00 í félagsmiðstöðinni Mörk, Selfossi.   Fundur settur. Þorgrímur Óli Sigurðsson formaður setti fundinn og...