893 2136

febsel@febsel.is

Smella hér fyrir Facebook síðu Febsel →

Eftir að þúsundasti félaginn í FebSel hafði verið heiðraður með blómvendi (sjá hér fyrir neðan) steig fram blokkflautusveit frá Tónlistarskóla Árnessýslu. Þarna komu fram einstaklingar, minni hópar og svo allir saman. Afskaplega var þetta nú skemmtilegt.
Við þetta tækifæri gat Ólafur Sigurðsson um þá ákvörðun stjórnar félagsins, að veita tónlistarskólanum styrk að upphæð kr. 100.000, sem þakklætisvott fyrir framlag skólans og nemenda hans, á opnum húsum gegnum tíðina. Auðvitað lá þar með í loftinu óskin um að þetta samstarf fái að blómstra áfram.