Það hitnaði heldur í kolunum í tengslum við lestur þessa morguns, þegar fatnaður reyndist verða meginþemað. Katrín dró fram leikmuni til útskýringar og fór á kostum við að gera sem gleggsta grein fyrir því hvernig þessu var öllu háttað í „denn“.
Hannes tók að sér hlutverk aðstoðarmanns og mátti greina örlítið glott hans, þegar lýsingar Katrínar náðu hvað mestu flugi.
Þarna kom m.a. til tals þetta setningarbrot úr Laxdælu:
... hann sagði skilit við Auði, og fann það til saka, at hon skarsk í setgeirabrækr sem karlkonur.
... hann sagði skilit við Auði, og fann það til saka, at hon skarsk í setgeirabrækr sem karlkonur.