893 2136

febsel@febsel.is

Smella hér fyrir Facebook síðu Febsel →

06. stjórnarfundur

24.maí 2024

Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (9/2024).
sjötti fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn kl. 10:30 föstudaginn 24.05. 2024 í Uppsölum í Grænumörk 5.

Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður, Elín Jónsdóttir (EJ) gjaldkeri, Guðrún Þóranna Jónsdóttir (GÞ) ritari, Ólafur Bachman (ÓB) meðstjórnandi, Ólafur Sigurðsson (ÓS) og Valdimar Bragason (VB) varamenn.

1. Fundarsetning Formaður setti fund kl. 10:30
2. Fundargerð síðasta fundar lögð fram og samþykkt.
3. Landsfundur LEB. Fjórir fulltrúar sóttu fundinn frá FebSel. Tvær ályktanir samþykktar um kjaramál og húsnæðismál. Fulltrúar sammála um að þetta hefði verið góður landsfundur.
4. Ísfirðingar 08.06 / Létt móttaka. Það verður 60 manna hópur Ísfirðinga á ferð um Suðurland 8. – 16. júní. Þau koma á Selfoss 8. júní og mun viðlátið stjórnarfólk og jafnvel fleiri félagsmenn taka á móti þeim í Grænumörk og sýna og kynna aðstöðu FebSel.
5. 17. júní 2024. Ákveðið að stjórnin hittist 14. júní til að stilla upp salnum fyrir hátíðahöldin sem verði að kvöldi 17. júní. Félagið mun bjóða upp á gos og vatn og lítilræði með.
6. Námskeið veturinn 2024 – 2025. Þau verði svipuð og verið hafa í vetur, gott væri að ná aftur inn námskeiði í gleri. Guðrún Guðnadóttir fv. gjaldkeri verður beðin að hafa samband við Einar Sumarliðason. EJ kynnti bréf frá Helgu jógakennara þar sem hún býður fram ýmiss konar jóga. Þar sem Bryndís Guðmundsdóttir er með jóga einu sinni í viku var ákveðið að afþakka það nema um væri að ræða jógaæfingar í vatni. EJ mun vera í sambandi við Helgu.

7. Önnur mál
a) Blaðaútburður, LEB – blaðið. Stjórnin mun hittast og merkja blöðin, ákveðið að vita hvort Guðrún Guðna. væri fáanleg til að leggja lið, hefur hennar liðveisla verið mjög góð undanfarin ár.
b) Kjötbúrið mun taka að sér að sjá um matinn í Grænumörk frá og með 1. júní
c) Hjartastuðtæki – rætt um hvort að keypt yrði tæki eða ekki. Allir sem fara í ferðir eiga að kunna á tækið og þeir sem kenna á námskeiðum þurfa að einnig að fá kennslu og vita hvar tækið er staðsett. Ákvörðun tekin um að kaupa tæki, EJ fylgir því eftir. Ferðanefndin fái strax námskeið um leið og tækið kemur í hús. Athuga hvort komi til greina að kvenfélagið eða Oddfellow gefi tækið, GÞ og ÓI skoða það.
d) Fram kom að haft hafði verið samband við níræða konu frá velferðarþjónustu og henni tilkynnt að hún fengi framvegis mánaðarleg þrif en þau höfðu verið á tveggja vikna fresti. MJM mun kanna þetta hjá velferðarþjónustunni.
e) Samningur FebSel við Árborg er í burðarliðnum. Gert ráð fyrir endanlegum frágangi í haust.
f) EJ mun auglýsa lokun skrifstofu 1. júní – 1.sept.

8. Í fundarlok var gönguferð um svæði sem tilheyra FebSel. Í ljós kom að víða þarf tiltekt og forsvarsmenn námskeiða þurfa að ganga betur frá þeim svæðum sem tilheyra þeim. Endurnýja þarf blek í ljósritanum, MJM mun sjá um það, í þeirri kompu þarf einnig að taka til, henda þarf ónothæfum tækjum og fleiru. Bókastafli var komin í hillu í miðrými og voru þær færðar inn á austurgang og einnig var farið yfir gler- og postulínsstofur. Ákveðið að taka þær í gegn í haust og athuga með að reyna að fá leiðbeinanda til að sinna glerinu. Einnig var nefnt bókband þar á austurgangi ef áhugi væri fyrir því.

Fundi slitið 12:15
Næsti fundur 09.08.24 kl. 10:30 verður boðaður með dagskrá.

________________________________ ________________________________
Guðrún Þóranna Jónsdóttir Magnús J. Magnússon
ritari formaður

Eldri stjórnarfundir

05. stjórnarfundur

05. stjórnarfundur 10.maí 2024 Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (8/2024).fimmti fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn föstudaginn 10.05.2024 í Uppsölumí Grænumörk 5. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður,...

04. stjórnarfundur

04. stjórnarfundur 19.apríl 2024 Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (7/2024).Fjórði fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn föstudaginn 19.04.2024 í Uppsölum í Grænumörk 5. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður,...

03. stjórnarfundur

03. stjórnarfundur 5.apríl 2024 Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (6/2024).Þriðji fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn föstudaginn 05.04.2024 í Uppsölum í Grænumörk 5. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Guðrún Þóranna Jónsdóttir (GÞ) ritari,...

02. stjórnarfundur

02. stjórnarfundur 22.mars 2024 Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (5/2024).Annar fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn föstudaginn 22.03.2024, kl. 9:00í Uppsölum í Grænumörk 5. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI)...

01. stjórnarfundur

01. stjórnarfundur 1.mars 2024 Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (4/2024).Fyrsti fundur nýkjörinnar stjórnar Feb Selfossi, haldinn föstudaginn 01.03.2024 í Uppsölum í Grænumörk 5. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Elín Jónsdóttir (EJ)...

Aðalfundur Félags eldri borgara Selfossi

Aðalfundur Félags eldri borgara Selfossi  22.febrúar 2024 FUNDARGERÐ Fundarsetning Formaður félagsins setti fund og bauð alla velkomna. Hann lagði til að Jóna S. Sigurbjartsdóttir yrði fundarstjóri og Örlygur Karlsson og Margrét Jónsdóttir yrðu ritarar. Var það...

Fungargerð aðalfundar Febsel 2023

Fundargerð aðalfundar FEBSEL 2023  22.febrúar 2023 Fundargerð aðalfundar FEBSEL 2023. Aðalfundur Félags eldriborgara Selfossi, haldinn 23. febrúar 2023 kl. 14:00 í félagsmiðstöðinni Mörk, Selfossi.   Fundur settur. Þorgrímur Óli Sigurðsson formaður setti fundinn og...