11. stjórnarfundur 04.10.24


Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (14/2024).
Ellefti fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn fimmtudaginn 19.0.2024 í Uppsölum
í Grænumörk 5.

Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður, Elín Jónsdóttir (EJ) gjaldkeri, Guðrún Þóranna Jónsdóttir (GÞ) ritari, Ólafur Bachman (ÓB) meðstjórnandi, Ólafur Sigurðsson (ÓS) og Valdimar Bragason (VB) varamenn.
1. Fundur settur kl. 9:00
2. Fundargerð síðasta fundar lögð fram og samþykkt.
3. Kynningarfundur FebSel 19.09.24. Formaður þakkaði stjórn fyrir vinnu fyrir og á kynningarfundinum 19. september en hátt í 200 manns mættu á fundinn. Formaður stýrði fundi og fór yfir dagskrá starfsársins ásamt nokkrum stjórnendum klúbba og námskeiða.
4. Kynningarfundur Viðburðarstjórnar 26.09.24 – Viðburðarstjórn kynnti þá viðburði sem verða fram að áramótum. Einnig var það fólk sem situr í viðburðastjórn kynnt.
5. Fundur á Höfðabrekku 01.10.24. Á fundinn mættu um 30 manns frá félögum eldri borgara á Suðurlandi, fulltrúa vantaði frá tveimur félögum. – Helgi Pétursson, formaður LEB og Björn Snæbjörnsson formaður kjararáðs LEB ávörpuðu fundinn. Helgi fór yfir nefndir og ráð og sagði frá helstu verkefnum LEB og Björn fór yfir kjaramálin. Ákveðið er að hafa fund með þingmönnum kjördæmisins í vor. Tillaga kom frá FebRang um nafn á félagsskapinn FebSuð-saman. Var það samþykkt. Helgi og Björn munu einnig fara í aðra landshluta til að kynna landssambandið, kjaramálin og til að styrkja störf félagana.
6. Dansleikur 15.10.24 á Hótel Örk. Góð kynning frá Hvergerðingum á fundi FebSuð-saman. Ákveðið að hafa sætaferðir frá Selfossi ef þátttaka verður næg, ákveðið að kynna þetta í Opnu húsi og setja lista í Grænumörk. Að lámarki 15-20 manns.
7. Ráðstefna Öldungaráða 17.10.24. Þar munu koma saman öldungaráð landsins, fulltrúar eldri borgara og sveitarfélaga. Ráðstefnan verður í nýrri aðstöðu LEB sem er í Stórhöfða 31. Fulltrúar munu fara frá FebSel.
8. Nefndir FEBSEL 2024 – 2025. Uppfæra þarf skjalið frá fyrra ári. GÞ mun senda stjórn skjalið og það verður uppfært sem fyrst. Fyrirséðar breytingar á árshátíðarnefnd. Þar hættir Sigurbjörg Grétarsdóttir og inn kemur Guðrún Guðnadóttir, Elín Jónsdóttir gjaldkeri verður nefndinni til halds og trausts. Einnig hafa orðið breytingar á viðburðastjórn.
9. Afgreiðsla mála frá síðasta fundi. Tiltekt okkar í stjórn í herbergjum sem hýstu glerlist sem nú heita L3 verður þriðjudag 8. okt. 13:00, 8. okt. Gunnur sem séð hefur um myndlist er forfölluð og ákveðið að tala við Dröfn um að taka það að sér, ÓS tók það að sér. Námskeiðið Pappír-pappír fellur niður vegna lítillar þátttöku. Tálgunin sem hefur verið á þriðjudögum hefur gengið mjög vel, en nú hefur leiðbeinandinn hækkað annargjald um 100%, úr kr. 5.000 í kr. 10.000. Það verður skoðað. Postulínið hefur verið kr. 2.500 fyrir hvern tíma og þar eru margir áhugasamir þátttakendur. Skoðað verður hvort hægt er að bæta við tímum. ÓI mun athuga það. Boccia sem er í hádeginu á föstudögum er á slæmum tíma því margir borða í hádeginu í Grænumörk, erfitt að breyta því. Opna húsið sem er á fimmtudögum verður auglýst í Dagskránni vikulega á þessu starfsári, VB samdi við forsvarsmenn Dagskrárinnar um gott verð. Áttundi fundur öldungaráðs var haldinn 27. september. Þórhildur Ingvadóttir hefur verið valin nýr formaður, nýr nefndarmaður frá sveitarfélaginu er Ingvi Már Guðnason. Á fundi öldungaráðs var farið yfir: hreyfiúrræði fyrir 60+, frístundamessu Árborgar þar sem var í fyrsta skipti lögð sérstök áhersla á frístundir eldri borgara í Árborg, heilsueflingu eldra fólks í sveitarfélaginu og fræðsludagur eldri borgara í Árborg sem er 17. október.
Það vekur athygli stjórnar FebSel að það vantar fulltrúa frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á fundinn, einnig að fræðsludagur sveitarfélagsins er settur sama dag og ráðstefna öldungaráða landsins er boðuð af Landsambandi eldri borgara og sveitarfélögum.
10. Hvað er framundan? ÓB sagði frá undirbúningi árshátíðar. Það barst tilboð frá Hótel Selfoss upp á kr. 10.000 fyrir matinn. Jón Bjarnason sér um dansmúsikina. Aðventuhátíð er 4. des. á Hótel Selfossi. Hörpukórinn kemur fram á báðum hátíðum, og Leikhópur FebSel. MJM verður veislustjóri á árshátíðinni. Endurskoða þarf dagskrána frá FebSel, hún verður lagfærð og sett inn á heimasíðu félagsins.
11. Önnur mál
a) Félagar í FebSel eru nú orðnir 993, þegar sá þúsundasti gengur í félagið fær sá blómvönd. Heiðursfélagar eru fimm, þeir fái boð á árshátíð félagsins með maka.
b) Grænumörk 1 – rætt um ýmislegt varðandi húsnæðið – ákall íbúa.
c) Bingó – kaupa þarf spjöld og byrja. Stefnt á nóvember.
d) Rætt aðgengi og umferðaþunga. Þarf að skoða með tilliti til búsetu fjölda eldri borgara við Austurveginn sem sækja neysluvöru í verslanir yfir mikla umferðagötu, einnig er mikil umferð á bílastæði við verslanirnar.
12. Fundi slitið 10:35
Næsti fundur 18.10 kl. 10.30
________________________________ ________________________________
Guðrún Þóranna Jónsdóttir Magnús J. Magnússon
ritari formaður