5. stjórnarfundur 10.05.24

 

F 

Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (8/2024).
fimmti fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn föstudaginn 10.05.2024 í Uppsölumí Grænumörk 5.

Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður, Elín Jónsdóttir (EJ) gjaldkeri, Guðrún Þóranna Jónsdóttir (GÞ) ritari, Ólafur Bachman (ÓB) meðstjórnandi, Ólafur Sigurðsson (ÓS) og Valdimar Bragason (VB) varamenn.

 

  1. Fundur settur af formann kl. 10:30.
  2. Fundargerð síðasta fundar lögð fram. Samþykkt samhljóða
  3. Drög að samningurinn við Árborg. Farið yfir samninginn sem stjórnarmenn fengu sendan og gerðar nokkrar athugasemdir. MJM mun koma þeim athugasemdum til Sigþrúðar Birtu Jónsdóttur.
  4. Af formannafundi í Vestmannaeyjum. Góður fundur, MJM, ÓI og ÓS mættu frá FebSel. Þar var meðal annars rætt um þá tillögu frá FebReng að allir eldri borgarar landsins myndu skila auðu í næstu alþingiskosningum og mæta kl. 12:00 á kjörstað. Tillagan fékk ekki hljómgrunn annarra fundarmanna en verður trúlega rædd á Landsfundi FEB 14. maí.
  5. Lista- og handverkshátíðin - Í ár voru frekar fáir sem mættu með muni. Fjöldi fólks kom þó í kaffi til að spjalla og skoða. MJM hefur þegar pantað húsið næsta ár á Vor í Árborg þá í tvo daga. Listasýningar verða auglýstar í haust á kynningafundinum og fólk á námskeiðum hvatt til að sýna afrakstur vetrarins.
  6. Leikhópurinn okkar 13.05 – verður með opna æfingu í M2 og fólk boðið velkomið kl. 14:00.
  7. Landsfundur 14.05 – Það fara fjórir fulltrúar frá félaginu en svo eru allir velkomnir með tillögurétt. Fulltrúar FebSel eru MJM, ÓI, EJ og ÓS. MJM fór yfir dagskrá fundarins.
  8. Opið hús 16.05. Boðið verður upp á harmonikkuleik, línudans og leiklestur. MJM mun slíta þessu síðasta Opna húsi FebSel í vetur og vera með lokaorð.
  9. júní 2024 – Dagskráin verður svipuð og undanfarin ár. MJM gerir tillögu um að stjórn raði upp salnum á föstudegi 14. júní.
  10. Námskeið veturinn 2024 – 2025. Bjóða fólki upp á sama tíma og ramma eins og í vetur, verður skoðað frekar í haust.
  11. Fundartímar stjórnar – stjórn var sammála um að halda því fyrirkomulagi stjórnarfunda sem hefur verið á síðasta starfsári.
  12. Önnur mál
  13. Ísfirðingar koma 8. júní. FebSel tekur á móti þeim.
  14. Plöstunarvél verður keypt fyrir félagið. EJ mun sjá um það
  15. Hjartastuðtækið – það er talið ónothæft. Nýtt tæki verður keypt. EJ mun sjá um það.
  16. Rekstrarreikningi fyrsta ársfjórðungs var dreift af EJ. Það eru 685.194 kr. í hagnað.
  17. ÓS sagði frá Uppstigningadegi í Selfosskirkju. Þar var messa á degi aldraðra. Hingað kom kór eldri borgara frá Bessastaðasókn, Garðálfar, og prestur og djákni. Hörpukórinn söng við messuna ásamt Garðálfum og tveir prestar prédikuðu með samtali. Prestur Bessastaðasóknar bauð kirkjufólki til messu í Bessastaðakirkju að ári.
  18. maí heppnaðist vel – FebSel tók þátt í kröfugöngu.
  19. Ágætir hljóðnemar eru notaðir í Mörk 1 og þarf að endurnýja rafhlöður öðru hverju. Stjórnin telur að eðlilegt að sveitarfélagið sjái um það. MJM mun fylgja því eftir.

 

Fundi slitið 11:50

Næsti fundur 24.05.24 kl. 10.30 verður meðal annars nýttur til að rölta um og skoða aðstöðu og ræða starf næsta vetrar.

 

________________________________           ________________________________

Guðrún Þóranna Jónsdóttir                                  Magnús J. Magnússon

                                      ritari                                                                   formaður