4. stjórnarfundur 19.04.24

 

Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (7/2024).
Fjórði fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn föstudaginn 19.04.2024 í Uppsölum í Grænumörk 5.

Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður, Elín Jónsdóttir (EJ) gjaldkeri, Guðrún Þóranna Jónsdóttir (GÞ) ritari, , Ólafur Sigurðsson (ÓS) og Valdimar Bragason (VB) varamenn. Ólafur Bachman boðaði forföll.

 

  1. Fundur settur af formanni kl. 9:00.
  2. Fundargerð síðasta fundar lögð fram. Hún var samþykkt samhljóða.
  3. Verkefni öldungaráðs Árborgar og fleira. Bragi Bjarnason og Sigþrúður Birta Jónsdóttir mættu á fundinn. Fram kom hjá Siggu Birtu að fundargerðir öldungarráðs verða framvegis birtar með fundargerðum sveitarfélagsins. Samþykkt fyrir öldungarráðið hefur verið í endurskoðun og verður lögð fyrir næsta fund ráðsins í byrjun maí. Allir nefndarmenn eru nú með varamenn og  eiga að boða þá ef forföll verða. Einnig var rætt um aðgengi að Móbergi og göngustíg sem liggur þaðan. Fram kom að þörf væri á að skoða göngustíga við Smáratún, Þóristún og Selfossbæina. MJM spurði hvort hægt væri hægt að ákveða öldungaráðsfundi fyrir næsta ár því þá gæti FebSel ákveðið dagskrá í opnu húsi þar sem öldungaráð myndi mæta. Bragi og Sigga Birta töldu að ekki væri vandkvæði á því. Rætt var um fyrirlestra sem oft eru í salnum, spurning um að fá tjald til að draga niður í staðinn fyrir skjáinn sem er. Spurning til Siggu Birtu varðandi þá sem fá aðstoð heim, mikilvægt væri að fá afleysingu ef stuðningsaðili er veikur og/eða ef aðstoðin ber upp á rauðan dag að fá þá aðstoð daginn fyrir eða daginn eftir. Þetta verður skoðað. Einnig var rædd sumarlokun í Árblik en hún verður allan júlí. Fram kom hjá Siggu Birtu að þá yrði aukin stuðningsþjónusta. Vinaminni verður áfram opið, og hægt verður að fá þar inni fyrir þá einstaklinga sem eiga mjög erfitt með að vera einir. Fólk sem borðar í Grænumörk og/eða fær heimsendan mat er misánægt eftir að Bjartmar hætti. Fram kom að þjónustuaðilar hafi bætt sig töluvert. Bent var á að tengiráðgjafi sem mun verða eldri borgurum til aðstoðar þarf að kynna sig þannig að fólk viti hvar og hvernig hægt sé að leita til hans. Samningurinn á milli Árborgar og FebSel er tilbúinn og Sigga Birta mun senda hann til stjórnar til umsagnar í næstu viku. ÓS kom á framfæri þökkum til sveitarfélagsins fyrir að heilsueflingin hefur verið framlengd fram í júní. Stjórnin var sammála um að heilsueflingin mun gera þeim sem stunda hana mjög gott og stuðla að betri heilsu.
  4. Vor í Árborg – FebSel hefur báða salina á sumardaginn fyrsta fyrir sýningu. Ákveðið var að hafa sýninguna í ár aðeins einn dag frá kl. 13 – 17:00 og vera með kaffi og vöfflur, kaffihúsastemningu, Hörpukórinn kemur og syngur. Þátttakendum í námskeiðum og hópum á vegum FebSel verður boðið að koma með handverk og muni. MJM mun auglýsa þetta á skjáinn og á face-bók FebSel.
  5. Önnur mál.
  6. Frá EJ. Þarf að skoða heimasíðu félagsins og athuga misræmi í stundaskrá. Spurt um kostnað vegna leigubíla, einnig spurt um kynningar á ferðum ferðanefndar sumarið 2024. Verður þetta skoðað, það verður haft samband við ferðanefnd og athugað hvenær þau hyggjast kynna sumarferðir.
  7. Tillaga frá EJ að gemsi hjá FebSel væri lagður niður og gjaldkeri notaði sinn síma. Var það samþykkt.
  8. Ákveðið að frambjóðendur forsetakosninga fái ekki að mæta í viðburði hjá FebSel en brögð hafa verið að því.
  9. Fram kom hjá ÓS að opið hús verði tvisvar sinnum enn

Einnig kom fram að það vantar þrjá fulltrúa í viðburðastjórn fyrir næsta starfsár.

 

Næsti stjórnarfundur 03.05.24

Fundi slitið 10:30

 

 

 

           

________________________________           ________________________________

Guðrún Þóranna Jónsdóttir                               Magnús J. Magnússon

                            ritari                                                formaður