Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (3/2024).
- stjórnarfundur föstudaginn 09.02.24 kl. 10.30 í Uppsölum í Grænumörk 5.
Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Guðrún Guðnadóttir (GG) gjaldkeri, Guðrún Þóranna Jónsdóttir (GÞ) ritari, Ólafur Bachman Haraldsson (ÓB) meðstjórnandi, Ólafur Sigurðsson (ÓS) og Valdimar Bragason (VB) varamenn. , Ólafía Ingólfsdóttir varaformaður boðaði forföll.
- Fundur settur af formanni kl. 10:30.
- Fundargerð síðasta fundar lögð fram, hún var samþykkt samhljóða.
- Öldungaráð, haldinn var fundur í ráðinu 02.02.24 kl. 10.00. Sigþrúður Birta Jónsdóttir, deildarstjóri velferðarsviðs kom á fundinn til að ræða um öldungaráð og fleira sem kom upp varðandi tengsl FebSel við sveitarfélagið. Rætt um samþykkt öldungaráðs sem nú er í vinnslu hjá öldungaráði. Sigþrúður Birta hefur gert drög að samþykkt og verða þau tekin fyrir á næsta fundi ráðsins sem verður í mars. Stjórn Febsel fær einnig drögin til umfjöllunar. Verkefnið Gott að eldast er komið af stað hjá Árborg, en það er aðgerðaráætlun um þjónustu fyrir eldra fólk. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur veitt Velferðarþjónustu Árborgar styrk til ráðningar tengiráðgjafa. Styrkurinn er til að koma á móts við lið í aðgerðaráætlun um þjónustu við eldra fólk er fjallar um félagslega einangrun eldra fólks. Finna þá sem glíma við einangrun. Tengiráðgjafinn er með viðtalstíma á þriðjudögum í Grænumörk 5. Rætt um 60+heilsueflingu. Berglind Elíasdóttir er að hverfa til annarra starfa. Mikilvægt að halda áfram með þá þjálfun sem hún og Trausti hafa sinnt. Það er stefnt að því að finna annan þjálfara með Trausta. Rætt var um sumarlokun hjá dagvistuninni Árbliki. Fram kom hjá Sigþrúði Birtu að ekki sé biðlisti í Árbliki. Þörfin verður könnuð hjá þeim sem eru í Árbliki og mótvægisaðgerðir verða gerðar í framhaldinu. 5 millj. kr. sparast með sumarlokuninni. Öldungaráði verður boðið að koma í Opið hús 4. apríl. Sigþrúður þiggur það fyrir þeirra hönd. Það eru að koma inn fjölmennari hópar inn í Opið hús en áður. Það vanta annan skjá í M2 til þess a hægt sé að opna báða sali í Opnu húsi.
Rætt um sportabler og að taka það kerfi upp hjá FebSel. Sigþrúður Birta sagði að hægt myndi vera að fá aðstoð hjá starfsfólki Árborgar til að setja þetta kerfi upp og mun stjórnin stefna að því í haust. Sigrúður Birta þakkaði félaginu fyrir öflugt starf í þágu eldri borgara hér í Árborg. MJM þakkaði Sigþrúði Birtu fyrir komuna og greinargóð svör.
- Aðalfundur FebSel – staða mála. MJM fór yfir samtekt sína á skýrslu stjórnar. Hann leggur til að skýrslur nefnda verði fluttar eftir skýrslu stjórnar. MJM fór yfir dagskrá aðalfundar og síðan var rætt um að auglýsa hann í miðlum. Páll Skúlason mun gera auglýsingu fyrir skjá í Grænumörk, facebook og Dagskrána. ÓS vakti athygli á því að nauðsynlegt sé að setja upp skjá í M2 salnum því búist er við fjölmenni.
- Önnur mál
ÓS fór á fund með vallastjóra í Selfosshöllinni varðandi hljóðnema en það eru ekki notaðir hljóðnemar þar, þannig að við þurfum að leysa þau mál sjálf. Kaupa þarf 2 þráðlausa hljóðnema og hljóðblandara (mixer). Verður áfram í skoðun.
- Fyrirlestur frá Leb – er nú Land næturinnar eftir Vilborgu Davíðsdóttur. MJM getur boðið upp á fyrirlesturinn til 17. febrúar.
- Bjóða má til Þorrasöngstundar þann 24. Febrúar. Ingi Heiðmar mun leiða þá söngstund. Verður auglýst á aðalfundi 22.02.
- Mikilvægt er að halda utan um gögn FebSel það sem gefur sögulegt gildi. Fram kom hjá GG að hún hefði rætt við Þorstein Tryggva Másson héraðsskjalavörð varðandi bókhaldsgögn. Hann taldi að þau og fleiri gögn frá félaginu frá 2012 – 2016 ættu að fara til Héraðsskjalasafnsins.
- Stefna að því að boða nefndir eftir aðalfund
- Huga að þeim félögum sem lagt hafa mikið fram fyrir FebSel – og ætti að heiðra á aðalfundi. Verður skoðað.
Fundi slitið. Kl. 11:45
Næsti fundur verður boðaður með dagskrá 16.02.24 kl. 10.30
________________________________ ________________________________
Guðrún Þóranna Jónsdóttir Magnús J. Magnússon
ritari formaður