1. stjórnarfundur 01.03.24

 

Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (4/2024).
Fyrsti fundur nýkjörinnar stjórnar Feb Selfossi, haldinn föstudaginn 01.03.2024 í Uppsölum í Grænumörk 5.

Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Elín Jónsdóttir (EJ) gjaldkeri, Guðrún Þóranna Jónsdóttir (GÞ) ritari, Ólafur Bachman (ÓB) meðstjórnandi, Ólafur Sigurðsson (ÓS) og Valdimar Bragason (VB) varamenn. Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður boðaði forföll vegna veikinda.

 

  1. Fundur settur 10:30, Magnús formaður setti fund og bauð Elínu Jónsdóttur nýjan gjaldkera velkomna.
  2. Fundargerð síðasta fundar samþykkt samhljóða.
  3. Aðalfundur FebSel 22.02.24. Fundurinn var fjölsóttur, mæting um 130 manns. Tveir skjáir voru settir upp og setið var í báðum sölum. Nokkrar umræður urðu um framkvæmd fundar en stjórn var sammála um að vel hefði gengið, fundurinn stóð í eina klukkustund og 40 mínútur.
  4. Tímasetningar stjórnarfunda. Ákveðið að hafa stjórnarfundi annan hvorn föstudag kl. 10:30.
  5. Viðburðir á starfsárinu. Félagið hefur síðastliðin ár tekið þátt í Vor í Árborg með sýningu í Mörk og viðburðum. MJM mun hafa samband við forsvarsmenn Árborgar varðandi það. Síðasta Opna húsið verður 16. maí. Gert er ráð fyrir hátíð í Mörk 17. júní. Einar Björnsson hefur séð um hátíðahöldin.

Stjórn mun funda 15. mars með nefndum félagsins og kanna stöðu þeirra.

  1. Önnur mál
  2. MJM upplýsti stjórn um að haldinn yrði fundur í dag kl. 12:30 með formönnum félaga eldri borgara á Suðurlandi (þau eru 12). Formaður LEB, Helgi Pétursson og stjórnarmaður, Þorbjörn Guðmundsson mun einnig mæta. Síðan munu þingmenn Suðurkjördæmis koma á fundinn kl. 13:30.
  3. ÓS keypti deili í Árvirkjanum – til að tengja milli sala í Mörk. Hann er geymdur í Uppsölum.
  4. Er þetta frétt? er þáttur hjá RUV. FebSel var boðið að senda fólk til að vera í sal. Ákveðið að taka ekki þátt í þessu það sem það yrði kosnaðarsamt.
  5. Elín ræddi um skiptin á prókúru – það mun vera sent á stjórn rafrænt að undirrita samþykki um það. Rætt um annað kerfi – sportable. Elín mun skoða það.
  6. Rætt um 1000. félagsmann í FebSel sem er mjög stutt í. Ákveðið var að tekið yrði á móti honum með blómum og mynd með umfjöllum í fjölmiðlum. MJM mun senda grein í Dagskrána um starfsemi félagsins nú eftir aðalfundinn.
  7. Bréf barst til gjaldkera frá Ollý, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.>. Hún spyr hvert eigi að snúa sér til að ákveða hver ræður málum einstaklings þega hann getur það ekki lengur? Það þarf að svara henni varðandi þetta erindi.
  8. Fram hefur komið ósk um að fá að spila bingó. EJ mun athuga verð á bingósetti.
  9. Frá LEB Viðar Eggertsson framkvæmdarstjóri er hættur og var Oddný Árnadóttir ráðin í hans stað.
  10. Næsti stjórnarfundur verður 15.03.24
  11. Fundi slitið kl. 11:30.

 

 

 

 

___________________________           ____________________________

Guðrún Þóranna Jónsdóttir                             Magnús J. Magnússon

                           ritari                                                           formaður