17. stjórnarfundur 16.02.24

 

Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (4/2024).    Sautjándi fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn föstudaginn 16.02.2024                                        í Uppsölum í Grænumörk 5.

Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Guðrún Guðnadóttir (GG) gjaldkeri, Guðrún Þóranna Jónsdóttir (GÞ) ritari, Ólafur Bachman (ÓB) meðstjórnandi, Ólafur Sigurðsson (ÓS) og Valdimar Bragason (VB) varamenn. Ólafía Ingólfsdóttir boðaði forföll.

 

  1. Fundur settur 10:30.
  2. Fundargerð síðasta fundar lögð fram, hún var samþykkt samhljóða.
  3. Aðalfundur FebSel02.24

Farið yfir framkvæmd og efni aðalfundar. Fram kom að það vantaði annan fundarritarann. MJM mun leita til Örlygs Karlsssonar og ef hann getur ekki tekið ritarastarfið að sér þá mun hann tala við Pál Skúlason. MJM fór yfir það sem hann leggur fram í skýrslu stjórnar og var stjórnin sátt við hana. Nefndir hafa sent MJM sínar skýrslur þó vantar ennþá nokkrar. Hann sagði hvaða skýrslur hefðu borist og hverjir myndu flytja. Laganefnd skilar af sér, Guðmundur Guðmundsson mun kynna breytingar. Kjörnefnd, formaður Guðfinna Ólafsdóttir leggur fram sínar tillögur. MJM boðar stjórn og starfsmenn fundar í Uppsali kl 12 fimmtudaginn 22. febrúar þar sem verður farið yfir framkvæmdina. Síðan verður salurinn undirbúinn en gert er ráð fyrir að fundarmenn verði í M1 og M2. ÓS telur að þurfi að fá sérfræðing til að tengja annan skjá í M2.  MJM mun tala við Árna Laugdal. Ákveðið var að heiðra fyrir gott og mikið starf, þau Sigríði Guðmundsdóttur og Óskar Ólafsson með því að gera þau að heiðursfélögum. VB mun útbúa heiðursskjöl og tala við Óskar og MJM mun tala við Sigríði.

  1. Önnur mál.
  2. Fram kom að sænskur eldri borgara kór hefur haft samband við Sigríði Guðmundsdóttir um hvort Hörpukórinn væri að huga að utanlandsför, vill gjarnan fá hann í heimsókn. GÞ tók að sér að skoða þetta.
  3. Fyrirspurn frá Hveragerði hvort hægt sé hægt að fá aðstöðu til að brenna í eitt skipti í ofni hér á Selfossi því ofninn þeirra er í ólagi. Það verður rætt við Jónu Guðrúnu sem sér um keramik og postulín varðandi þetta.
  4. Allt öldungaráðið mun mæta á fund í opnu húsi 4. apríl n.k.

 

Fundi slitið 11:30

 

 

Næsti fundur verður boðaður með dagskrá.

 

 

         

         ____________________________      ____________________________

Guðrún Þóranna Jónsdóttir                  Magnús J. Magnússon

                                      ritari                                               formaður