13. stjórnarfundur 15.12.23

 

Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (13/2023)

  1. fundur stjórnar FebSel, haldinn föstudaginn 15.12.202310:30 í Miðtúni 9a.

 

Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður, Guðrún Guðnadóttir (GG) gjaldkeri, Guðrún Þóranna Jónsdóttir (GÞ) ritari, Ólafur Bachmann (ÓB) meðstjórnandi, Ólafur Sigurðsson (ÓS) og Valdimar Bragason (VB) varamenn.

  1. Fundur settur10:30.
  2. Fundargerð síðasta fundar lögð fram og samþykkt samhljóða.
  3. Næsta ár. janúar verður næsti stjórnarfundur. Almennar umræður urðu um starf stjórnar. Þóknun til stjórnarmanna í FebSel hefur verið greidd síðustu áratugi. Stjórn ákvað breytingu á því fyrirkomulagi þar sem fundum hefur verið fjölgað nú frá hausti. Breytingin gildi frá 1. september 2023. Formaður og gjaldkeri fái mánaðarlega greiðslu 30 þúsund kr. og aðrir stjórnarmenn 15 þúsund krónur.
  4. Önnur mál
  5. Formannafundur var hjá Landsambandi eldri borgara. Þar mættu 40 formenn af öllu landinu. MJM er í kjaramálanefnd LEB. Haldinn verður fundur um kjaramál á Suðurlandi fljótlega á nýju ári, Þorbjörn Guðmundsson hefur samþykkt að mæta á þann fund.
  6. GG sagði að fasti síminn hafi verið lagður niður og að hún hafi verið með farsíma og svarað síma á öllum tímum dagsins. Stjórn taldi það fullmikla þjónustu.
  7. Nýi brennsluofninn er kominn í gang og búið er að prufa hann – virkar vel.
  8. MJM gerir tillögu um að FebSel sendi jólakveðju í útvarpið – Samþykkt.
  9. Sett hafa verið upp málverk á veggi í sal 1 og 2. Einnig er komin önnur kaffivél í eldhúsaðstöðu í sal 1.
  10. Þráðlausu hljóðnemarnir eru farnir að virka svo að fólk getur nýtt sér þá í sal 1 og sal 2 í stað hljóðnemans sem stendur í ræðupúltinu.
  11. MJM er búin að fá tilboð í þráðlausa hljóðnema vegna heilsuræktarinnar í Selfosshöllinni.
  12. Sundleikfimi, tímar lausir í sundlaug á þriðjudögum og föstudögum. ÓI mun halda áfram að kanna með sundkennara.
  13. Samningur milli Árborgar og FebSel verður skoðaður eftir áramót.
  14. Hugmynd hefur komið upp um að söngstundir verði einu sinni í mánuði. Verður skoðað á nýju ári.
  15. Fundi slitið 11:15 – því næst var sest að glæsilegu veisluborði í boði formanns.

 

Næsti fundur 12.01.24 kl. 10.30

 

 

 

 

           __________________________            __________________________  

                Guðrún Þóranna Jónsdóttir                      Magnús J. Magnússon

                            ritari                                                          formaður