12. stjórnarfundur 01.12.23

 

Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (12/2023)

  1. fundur stjórnar FebSel, haldinn föstudaginn 01.12.202310:30 í Uppsölum, Grænumörk 5.

 

Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður, Guðrún Guðnadóttir (GG) gjaldkeri Guðrún Þóranna Jónsdóttir (GÞ) ritari, Ólafur Bachmann (ÓB) meðstjórnandi, Ólafur Sigurðsson (ÓS) og Valdimar Bragason (VB) varamenn.

 

  1. Fundur settur10:30
  2. Fundargerð síðasta fundar lögð fram og samþykkt samhljóða
  3. Afgreiðsla mála frá síðasta fundi. Nokkur börn frá Leikskólanum Álfheimum munu koma í Dagdvölina Árblik á miðvikudögum. (sbr. 5. og 7. fundargerð). FebSel mun útvega gögn ef þarf vegna þessara heimsókna.
  4. Hvað er framundan?
  5. Aðventuhátíð FebSel var flutt frá 7.12 til miðvikudagsins 6.12. Kaffiveitingar verða í lok dagskrár sem samkvæmt tilboði kosta 3.500 kr., greitt verður á staðnum. MJM mun stýra hátíðinni. Dagskráin hefst með hugvekju kl. 14:15 flutt af sr. Ásu Björk Ólafsdóttur, Hörpukórinn flytur nokkur jólalög og Leiklestrarhópur FebSel mun skemmta.
  6. Opin æfing Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands verður 4. janúar. Febsel fékk 50 miða.
  7. Beiðni hefur komið til félagsins um að kaupa þráðlausan hljóðnema fyrir íþróttakennslu eldra fólks í Höllinni. Þetta var rætt, stjórn taldi það jákvætt og kannað verður hvers sé að fjármagna það – MJM mun kanna þetta mál.
  8. Önnur mál.
  9. Heimildamyndin um starf eldri borgara á Selfossi verður á dagskrá eftir áramót. MJM mun hitta Önnu Dalmay og ræða um framkvæmd viðburðarins.
  10. Í maí 2024 munu danskir eldri borgarar koma í heimsókn og sýna eldri borgurum hér í Árborg fimleika. MJM verður í sambandi við tengilið þeirra.
  11. MJM setur dagskrá dagsins í upphafi hvers dags inn á face-bókarsíðu félagsins. Eru félagar mjög ánægðir með þá tilhögun. Nú er framundan að búa til hóp á face-bókinni með leiðbeinendum námskeiða til að hægt sé að koma skilaboðum til allra, mikilvægt að láta vita eins fljótt og hægt er ef námskeið fellur niður.
  12. Nýtt píanó er komið í sal M2. ÓS mun kaupa hljólabretti undir það svo ekki þurfi að ýta því eftir gólfinu.
  13. Mikilvægt er að ganga frá samningi á milli FebSel og Sveitarfélagsins Árborgar sem fyrst.
  14. Sundnámskeið fyrir eldri borgara. Það eru lausir tímar í sundlauginni á þriðjudögum og föstudögum. Næsta skref er að kanna hvort við getum fengið kennara – athuga með kennara til að taka að sér námskeiðin. ÓI mun skoða þetta.
  15. Fatamarkaður var í Grænumörk 23. nóvember. Stjórn var sammála um að láta það koma skýrt fram að fatamarkaðurinn væri ekki að vegum félagsins.
  16. GG ræddi um þóknun til stjórnar fyrir störf á vegum félagsins. Ekki hefur sú þóknun breyst á síðustu 10 árum. Frá því í september hafa verið tveir stjórnarfundir í mánuði. Ýmsar hugmyndir ræddar, lokaákvörðun verður tekin á næsta fundi.

 

Næsti fundur 15.12 kl. 10.30 (jólafundur) og boðaður með dagskrá

 

Fundi slitið

 

 

           __________________________            __________________________  

                Guðrún Þóranna Jónsdóttir                      Magnús J. Magnússon

                            ritari                                                          formaður