11. stjórnarfundur 17.11.23

 

Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (11/2023)


  1. fundur stjórnar FebSel, haldinn föstudaginn 17.11.2023
  2. 10:30 í Uppsölum, Grænumörk 5.

 

Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður, Guðrún Guðnadóttir (GG) gjaldkeri Guðrún Þóranna Jónsdóttir (GÞ) ritari, Ólafur Bachmann (ÓB) meðstjórnandi, Ólafur Sigurðsson (ÓS) og Valdimar Bragason (VB) varamenn.

 

  1. Formaður setti fund 10:30.
  2. Fundargerð síðasta fundar lögð fram og samþykkt samhljóða.
  3. Heimsóknir úr stjórnkerfinu. MJM bauð Braga Bjarnason formann bæjarráðs Árborgar velkominn á fundinn, Sigþrúður Birta Jónsdóttir deildarstjóri velferðarþjónustu hafði einnig verið boðið á fundinn en komst því miður ekki vegna óviðráðanlegra orsaka.

Það urðu miklar umræður um öldungaráð og starfssemi þess.

Helstu niðurstöður voru:

  • það er mikilvægt að vinna nýtt erindisbréf/samþykkt fyrir ráðið þar sem það hefur ekki verið uppfært síðan 2015.
  • að öldungaráð hitti bæjarstjórn einu sinni á ári.
  • að formaður FebSel fái fundarboð öldungaráðs.

Einnig kom fram tillaga um að hafa tvisvar á ári fund með stjórn FebSel og fulltrúum frá bæjarstjórn. Töluvert hefur fjölgað í félaginu á síðustu árum, nú er fjöldi fólks í Árborg eldra en 67 ára 1.666. Mikilvægt er að ná til þeirra sem búa einir og glíma kannski við einsemd. Heilsueflingin sem er í Selfosshöllinni er greinilega komin til að vera, stöðugt fjölgar í hópunum sem koma í leikfimina tvisvar í viku. Lífsgæði aukast í heilsueflingunni, og voru fundarmenn sammála um að þetta væri góð forvörn fyrir elli kerlingu. Rætt hvort möguleiki væri að greiða niður fyrir þá sem ekki treysta sér í heilsueflinguna í Selfosshöllinni en eru í annarri heilsueflingu. Á dagskrá eru bæði stólajóga og stólaleikfimi, einnig hefur stjórn borist beiðni um sundleikfimi frá eldri borgurum. Athugað verður hvort einhverjir lausir tímar eru í kennslulauginni. Það er spurning um útfærslu, hvort félagið eða Árborg sér um að greiða kennara laun. Endurnýjun á samningi milli Árborgar og FebSel var í vinnslu fyrir ca. einu og hálfu ári. Ákveðið var að ljúka þeim samningi. Spurt var hvort hægt væri að fá tvo skjái í salina með tengingu? Bragi vísar því máli til Margrétar Elísu. Einnig bar á góma abler-skráningarkerfið sem lögð hefur verið töluverð vinna í að skoða. Margt er í gangi hjá félaginu og umsvif orðin mikil.

Því næst þakkaði MJM Braga kærlega fyrir komuna og góðar umræður. Því miður sá Margrét Elísa sér ekki fært að mæta á fundinn.

  1. Afgreiðsla mála frá síðasta fundi. Búið er að ganga frá og undirbúa aðventuhátíðina.
  2. Hvað er framundan? Í skoðun hefur verið hvort eldri borgarar væru tilbúnir að taka á móti nokkrum börnum frá Leikskólanum Álfheimum einu sinni í viku og sinna þeim á einhvern máta. Hugmynd hefur komið upp um hvort eldra fólk á Árblik sé tilbúið að taka á móti þeim. GG og GÞ munu kanna það.

 

  1. Önnur mál.
  2. Uppgjör frá árshátíðinni: Miðinn var seldur á 8000 kr. 187 manns keyptu sig inn og 5 fengu frímiða. Hótel Selfoss fékk fyrir matinn og húsið: 1.341.900 kr., Prentmet fyrir auglýsingu: 44.640 kr., Jón Bjarnason veislustjóri: 80.000 kr. og Gísli Einarsson uppistandari: 60.000 kr. Tap á árshátíðinni var 30.540 kr.
  3. Hugmynd var rædd um að félagið greiddi niður kaffið í Opnu húsi. Eftir nokkrar umræður varð niðurstaða varð að stjórn telur affarasælla að bjóða einstöku sinnum í kaffi eða/og greiða fyrir rútuferðir.
  4. Beiðni hefur borist frá Rauða krossinum um að fara og heimsækja mann á Fossheimum sem bundinn er í hjólastól.
  5. Fram kom að allar tengingar hafa verið lagðar að leirbrennslu- og postulínsofninum og er hann tilbúin fyrir notkun.

 

Fundi slitið.

 

Næsti fundur verður 01.12 kl. 10.30 og boðaður með dagskrá.

 

 

           __________________________            __________________________  

                Guðrún Þóranna Jónsdóttir                      Magnús J. Magnússon

                            ritari                                                          formaður