10. stjórnarfundur 03.11.23

 

Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (10/2023).
Tíundi fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn föstudaginn 03.11.2023 í Uppsölum

í Grænumörk 5.

Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður, Guðrún Guðnadóttir (GG) gjaldkeri, Guðrún Þóranna Jónsdóttir (GÞ) ritari, Ólafur Sigurðsson (ÓS) og Valdimar Bragason (VB) varamenn. Fjarverandi var Ólafur Bachmann (ÓB) meðstjórnandi

  1. Fundur settur 10:30 af formanni félagsins.
  2. Fundargerð síðasta fundar lögð fram. Samþykkt samhljóða.
  3. Margrét Elísa Gunnarsdóttir boðaði forföll. Hún stefnir á að koma og hitta stjórn FebSel 17.11.23.
  4. Árshátíð FebSel verður 09.11.23. Dagskrá er tillbúin – Jón Bjarnason Skeiðungur verður kynnir og skemmtanastjóri..
  5. Afgreiðsla mála frá síðasta fundi. Farið yfir skjal um nefndir félagsins og uppfært, GÞ mun ganga frá því og senda til stjórnar. Aðventuhátíðin verður 7. des. 14 – 16. Leikhúsferð verður 9. des. og aftur verður farið á Deleríum búbónis og eru 30 manns á lista. Línudans verður settur af stað. GG mun fylgja því eftir.
  6. Hvað er framundan í Opnu húsi?
  7. nóvember - Árshátíð á Hótel Selfossi
  8. nóvember - Sigþrúður Birta, forst.m. Velferðarsviðs Árborgar kynnir þjónustu sveitarfélagsins fyrir eldri borgara.
  9. nóvember - Kynning á Sigurhæðum, sem veita konum sem hafa orðið fyrir ofbeldi, stuðning og meðferð.
  10. nóvember - Jólamarkaður, fullveldisþema, söngur og tónlist.
  11. desember - Aðventuhátíð á Hótel Selfossi
  12. desember - Litlu jól FebSel. Bókakynning
  13. Önnur mál
  14. MJM sagði frá fundi sem haldinn var hér á Selfossi 23. okt. Það var um verkefni sem nefnt hefur verðið Bjartur Lífstíll. Á fundinn voru m.a. boðaðir fulltrúar frá HSU, sveitarfélögunum hér í Flóanum, Öldungarráð Árborgar Það var Bjartur Lífstíll . Starfsmenn verkefnisins eru á vegum ÍSÍ og LEB, Þær eru Margrét Regína Grétarsdóttir íþróttafræðingur, og Ásgerður Guðmundsdóttir sjúkraþjálfari og íþróttakennari.

Markmið verkefnisins er m.a. að stuðla að betri lýðheilsu eldra fólks á landsvísu með því að auka heilsulæsi í gegnum hreyfingu og fræðslu. Störf verkefnastjóra eru að aðstoða sveitarfélög um land allt við að innleiða heilsueflingu til framtíðar.

  1. Skyrland í Miðbænum býður eldri borgurum að skoða safnið fyrir 750 kr.
  2. Tímasetning á kjaramálafundi sem hugmyndin er að halda hér á Suðurlandi verður ákveðinn um miðjan nóvember.
  3. MJM sendi stjórn fundargerð LEB frá 9. okt. Fundarmenn lýstu ánægju yfir að fá að fylgjast með því sem er í gangi hjá LEB.
  4. Fyrirspurn frá Vallaskóla hvort að 10. bekkur fái að koma og skera út laufabrauð með eldri borgurum. Stjórn telur það jákvætt að skera út með þessum hópi í Grænumörk en ekki er möguleiki að steikja laufabrauðið þar. MJM mun svara þessari beiðni jákvætt.
  5. Hugmynd kom fram um að skipa afmælisnefnd Febsel. Félagið var 40 ára 2020 en möguleiki væri að halda upp á afmælið 2025 þegar félagið verður 45. Verður skoðað.

 

Fundi slitið 11:45

Næsti fundur verður 17:11 kl. 10:30 og boðaður með dagskrá.

           

 

________________________________           ________________________________

Guðrún Þóranna Jónsdóttir                              Magnús J. Magnússon

ritari                                                               formaður