Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (8/2023).
Áttundi fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn föstudaginn 06.10.2023 í Uppsölum
í Grænumörk 5.
Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður, Guðrún Þóranna Jónsdóttir (GÞ) ritari, Ólafur Bachmann (ÓB) meðstjórnandi, Ólafur Sigurðsson (ÓS) og Valdimar Bragason (VB) varamenn. Guðrún Guðnadóttir boðaði forföll.
- Fundur settur 10:35 af formanni félagsins.
- Fundargerð síðasta fundar lögð fram. Samþykkt samhljóða.
- Kynningarfundurinn og vetrardagskráin. Kynningarfundurinn gekk vel, það mættu um 200 manns og meðtóku vetrardagskrána. Nú er dagskráin á Opnu húsi tilbúin fram að jólum. Námskeiðin og önnur starfsemi fer vel af stað. MJM hefur talað við Þórnýju sem hefur kennt dans og beðið hana að skoða hvort hún geti verið með línudans. Athugað verður hvort hægt er að vera í sal 3 í Grænumörk. MJM mun vera í sambandi við Margréti Elísu varðandi tíma á námskeiðinu.
- Leirbrennsluofninn. Rafvirki mun koma frá Árvirkjanum og færa kapalinn fyrir ofninn um miðja næstu viku. MJM mun fylgjast með því. Einnig var rætt um að fjarlægja stóra glerofninn sem er í skrifstofurými Árborgar á austurgangi í Grænumörk. Ákveðið var að auglýsa hann á hagstæðu verði.
- Heimildarmyndin. Bréf hefur borist frá Önnu Dalmay til félagsins. Anna hefur gert heimildarmynd um starfsemi eldra fólks á Selfossi og vill sýna hana hér í Grænumörk. ÓS benti á að tala mætti við Selfossbíó og athuga hvort hægt væri hægt að sýna myndina þar. Hún sést mun betur á stóru tjaldi. MJM mun tala við Önnu og ræða þessar hugmyndir við hana.
- Önnur mál
Frá MJM
- Hugmynd hefur komið til stjórnar að efna til dagskrár 1. des. og hafa þjóðlegt þema. MJM mun heyra í hugmyndasmiðnum og ræða þetta. Ákvörðun verður tekin í framhaldi af því.
- Öldungaráð. Haldinn var fundur 3.okt. Þar kom fram m.a. að Sveitarfélagið Árborg og HSU sóttu um og hafa fengið að vera innleiðingarsveitarfélag í verkefninu Gott
að eldast ásamt Hafnarfirði og Akranesi. Markmiðið er m.a. að koma á samþættri þjónustu við aldraða. Einnig kom fram á öldungarráðsfundinum að í lok október er áformað að vera með fræðslustund um þarfir eldri borgara. Þar verða m.a. flutt fræðsluerindi um næringu og alzheimer. Bjartur lífstíll, sem er samstarfsverkefni LEB og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands boðar til fundar þann 12. okt. kl. 11 – 12 í Grænumörk og er Öldungaráðið boðað á þann fund.
- Málþing LEB var á mánudag 2. okt. – „Við bíðum ekki lengur.“ MJM fór á þingið og einnig var hægt að hlusta á það í streymi. Það var mjög vel heppnað það voru góðir fyrirlesarar og góð stjórnun hjá Björgu Magnúsdóttir. Fljótlega verður haldinn fundur hér á Suðurlandi um kjaramál aldraðra og mun Þorbjörn Guðmundsson mæta á þann fund til að upplýsa frekar um þá stöðu sem eldra fólk er í.
- Menningarstyrkur – hugmynd hefur borist til stjórnar að sækja um styrk til SASS. Umsóknarfrestur er til 9. okt. Annars er ýmislegt í gangi hjá félaginu sem horfir til menningar.
Frá GÞJ
- FebSel á tvö hjartastuðtæki sem mikilvægt er að taka með í ferðir á vegum félagsins en annað er þá í Grænumörk. Þörf er á kynna tækin fyrir þeim sem sjá um ferðir félagsins. Stjórn sammála því.
- Mikil umferð um Austurveg. Erfitt að komast yfir götu, matvöruverslun hinu megin, mikil mengun og hávaði sem fylgir umferðinni. Æskilegt er að fá samtal við umhverfissvið Árborgar og vegagerðina og fara yfir þessi mál sem félagið hefur áður rætt við þessa aðila.
- Endurnýja þarf nefndarskjal nefnda í FebSel. GÞ bauðst til að vinna það.
Fundi slitið.
Næsti fundur 20.10 kl.10.30
Tiltektarskoðunarferð var frestað.
Næsti fundur verður boðaður með dagskrá.
Fundi slitið kl. 11:50
________________________________ ________________________________
Guðrún Þóranna Jónsdóttir Magnús J. Magnússon
ritari formaður