Aukafundur 13.04.23

 

 

 

 

Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (aukafundur/2023)
Aukafundur stjórnar FebSel, haldinn fimmtudaginn 1304.2023 í Uppsölum, Grænumörk 5.

 

Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður, Guðrún Guðnadóttir (GG) gjaldkeri, Guðrún Þóranna Jónsdóttir (GÞ) ritari, Ólafur Bachmann (ÓB) meðstjórnandi, Ólafur Sigurðsson (ÓS) og Valdimar Bragason (VB) varamenn.

 

  1. Formaður bauð stjórn velkomna og var fundur var settur kl. 13:00.
  2. Öldungaráð. Borist hefur boð um fund í Öldungaráði 21. apríl kl. 9:00. MJM mun hafa samband við Sigþrúði Birtu Jónsdóttur deildarstjóra félagsþjónustu og ræða skipan Öldungaráðs. Ákveðið hefur verið að Örn Grétarsson verði fulltrúi félagsins í ráðinu og að GÞ fari einnig á þennan fund. Þau muni leggja fram á fundnum formlega tillögu um að FebSel fái tvo fulltrúa í Öldungaráði Árborgar.
  3. Vor í Árborg. Ákveðið hefur verið að FebSel taki þátt í bæjarhátíðinni Vor í Árborg með sýningu á munum sem þátttakendur á námskeiðum velja og vilja sýna. Einnig að selt verði kaffi með vöfflum sýningardagana ásamt skemmtiatriðum. Stjórnin mun sjá um vöfflubakstur og kaffi. Helgi Hermanns. og Ólafur Bach. sjá um gamanmál og söng 20. apríl og Hörpukórinn syngur nokkur lög 22. apríl. ÓS mun stýra uppsetningu listaverka í M2. Fólk mun koma með sýningarmuni kl. 9:00 þann 20. apríl og fá aðstoð við uppsetningu.
  4. Landsfundur LEB. Rætt um landsfundinn sem verður 9. maí og fulltrúa frá FebSel. MJM, ÓB, GG, GÞ munu verða fulltrúar. Fundurinn verður í Borgarnesi og stendur í einn dag.
  5. Önnur mál
  6. Spurt var um pallana sem komið hafði verið fyrir í M1. Fram kom að þeir væru í kjallara þar sem salurinn hafði verið leigður til veisluhalda.
  7. Spurt var um hlutverk húsvarðar sem ráðinn er tvo dagsparta og hvað mætti fara fram á við hann. Fram kom að Margrét Elísa Gunnarsdóttir myndi geta svarað því.
  8. Bent var á að þar sem niðurskurður væri fyrirhugaður í sveitarfélaginu væri nauðsynlegt að verja leikfimina í Selfosshöllinni sem hefur mikið forvarnargildi, sem og hádegismatinn í M1. MJM mun hafa samband við bæjaryfirvöld ásamt því að skrifa bréf til áréttingar.

Fundi slitið 13:50.

Næsti stjórnarfundur var ákveðinn 21. apríl kl. 11.

 

 

 

________________________________           ________________________________

Guðrún Þóranna Jónsdóttir                              Magnús J. Magnússon

ritari                                                       formaður