6. stjórnarfundur 01.09.23

 

 

 

Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (6/2023)


 1. fundur stjórnar FebSel,

haldinn föstudaginn 01.09.2023 kl. 10:30 í Uppsölum, Grænumörk 5.

 

 

Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður,  Guðrún Guðnadóttir (GG) gjaldkeri Guðrún Þóranna Jónsdóttir (GÞ) ritari, Ólafur Bachmann (ÓB) meðstjórnandi, Ólafur Sigurðsson (ÓS) og Valdimar Bragason (VB) varamenn.

 

 1. Formaður setti fund 10:30.
 2. Fundargerð síðasta fundar lögð fram og samþykkt samhljóða.
 3. Vetrardagskráin 2023 – 2024. Farið yfir stöðu dagskrár. Einar Sumarliðason sem hefur verið með glerið er veikur. GG mun athuga hvort möguleiki er að fá staðgengil. Að öðru leyti eru leiðbeinendur og umsjónarmenn klárir. VB mun setja upp dagskrána og hún verður tilbúin fyrir kynningarfundinn 21.09.
 4. Leirbrennslu- postulíns- glerofninn. Ofninn er kominn og það þarf að tengja hann með þriggja fasa rafmagni. Kapall er til staðar en það þarf að færa hann til. Ofninn hitar svolítið útfrá sér og alltaf þarf að hafa opna hurð þar sem hann er.
 5. Breytingar í Grænumörk. Staða mála. MJM var á fundi með Braga Bjarnasyni formanni bæjarráðs 22.08. Þar kom m.a. fram að allir íbúar í Grænumörk 5 fengu bréf um þá breytingu sem verður 1. sept. Grænamörk 5 er skilgreind sem félagsmiðstöð en ekki sem þjónustustofnun. Bjartmar Pálmason verður áfram með matinn í hádeginu. Einn starfsmaður verður í húsinu frá 8:30 til kl. 16:00 alla daga nema á föstudögum til kl. 15:00. Ef félagsstarfssemi verður í húsinu eftir kl. 16:00 verður einhver úr hópnum að vera ábyrgur fyrir að læsa og ganga frá.
 6. Fundartímar stjórnar. Að loknum umræðum um hvort vera ættu einn eða tveir fundir í mánuði var ákveðið að hafa tvo klukkutíma langa fundi kl. 10:30 – 11:30.
 7. Heimasíða FebSel. Alex tölvusérfræðingur leggur til að heimasíðan verði endurskoðuð frá grunni. Stjórnin ræddi um facebókarsíðuna sem mest virðist notuð af félögum FebSel – spurning hvort skoða megi að landssambandið gæti verið með á heimasíðu sinni hlekk þar sem aðildarfélög eru með upplýsingar.Verður áfram í skoðun, MJM mun verða í sambandi við Alex.
 8. „Einu sinni á ágústkvöldi“ Frá ferðanefndinni – Útilega var í Árnesi 22.08 sem gekk vel, nokkrir komu um kvöldið án þess að gista. Um 70 manns mættu. Góð skemmtun, frábær matur, dansað og sungið.

 

 

 

 1. Önnur mál
 2. MJM mun halda áfram tengslum við félagið á Eyrarbakka og eldra fólk á Stokkeyri. Hann mun einnig fara til Þorlákshafnar og ræða við félaga í eldri borgara félaginu þar.
 3. MJM var á stjórnarfundi LEB. Þar var kynnt að 2. okt. yrði stór kjaramálaráðstefna í Reykjavík. Þorbjörn Guðmundsson stjórnarmaður í LEB hefur tekið vel í að koma hingað og kynna stöðu í kjaramálum eldra fólks. MJM mun hafa samband við Þorbjörn til að kanna hvenær þetta gæti orðið. MJM hvatti stjórnina til að fara á kjaramálaráðstefnuna 2. okt.
 4. Farið verður yfir breytingar hjá nefndum félagsins og fullskipa í þær nefndir sem þar sem þarf.
 5. Bréf barst frá viðburðarstjóra Árborgar þar sem FebSel var boðið að leggja til efni í október, menningarmánuð Árborgar. MJM mun vísa þessu til viðburðastjórnarinnar.
 6. Fyrirspurn kom frá Sigrúnu Huld Þorgrímsdóttur sem vill koma aftur með bókina sína – Ný menning í öldrunarþjónustu. Stjórn sammála um að bókin væri mjög áhugaverð. Verður skoðað á vorönn.
 7. Einar Eiðsson hafði samband við MJM og hefur hug á að stofna ljósmyndaklúbb og að kenna fólki að taka myndir á síma og koma inn þeim í tölvu. Áhugavert að mati stjórnar. Samþykkt var að bjóða honum að koma inn með þennan klúbb.
 8. Ákveðið var að halda fund með nefndum og þeim sem eru með námskeið. Fundurinn yrði 21. sept. á fyrir Opna húsið í M2.
 9. Hörpukórinn hefur hug á að kaupa rafmagnspíanó – stjórn kórsins spyr hvort félagið vilji kosta það til helminga á móti Hörpukórnum gegn því að fá afnot af píanóinu? Það var samþykkt. Píanóið verði alltaf geymt hér í húsinu.
 10. Laganefndin sem endurskoðar lög FebSel verði ÓI, Þorgrímur Óli Sigurðsson og Guðfinna Ólafsdóttir.

 

 1. Fundi var slitið kl. 12:00

Eftir fund gekk stjórnin og skoðaði aðstöðuna á austurgangi á 1. hæð. Hugmyndin var að koma nýja ofninum fyrir í góðu rými og það virðist að gott pláss sé þar sem glerið er á austurganginum. Einnig var athugað rými fyrir bókahillur því mikið er til af bókum sem vantar pláss.

 

 

 

________________________________           ________________________________

                Guðrún Þóranna Jónsdóttir                                     Magnús J. Magnússon

                            ritari                                                                    formaður