4. stjórnarfundur 06.06.23

 

 

 

Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (4/2023)


  1. fundur stjórnar FebSel, haldinn föstudaginn 06.06.2023 í Uppsölum, Grænumörk 5.

 

 

Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Guðrún Guðnadóttir (GG) gjaldkeri, Guðrún Þóranna Jónsdóttir (GÞ) ritari, Ólafur Bachmann (ÓB) meðstjórnandi, Ólafur Sigurðsson (ÓS) og Valdimar Bragason (VB) varamenn. Ólafía Ingólfsdóttir boðaði forföll.

 

  1. Fundur settur 11:00

 

  1. Fundargerð síðasta fundar lögð fram. Hún var samþykkt samhljóða
  2. Fundur Öldungaráðs Fundur var í ráðinu 26. maí. Fulltrúi FebSel, Örn Grétarsson mætti á fundinn. Örn gerði athugasemd við að fundur Öldungaráðs væri ekki boðaður með dagskrá. Formaður sagði að bætt yrði úr því framvegis. Fram kom að ekki er vilji fyrir fjölgun fulltrúa í Öldungaráði nú en verður e.t.v. skoðað síðar.

Sveitarfélagið Árborg hefur ákveðið að sækja um þátttöku í þróunarverkefni á vegum heilbrigðis- og félagsmálaráðaneyta, aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk, Það er gott að eldast. Áætluninni er skipt í fimm þætti: Samþættingu þjónustu, virkni, upplýsingu, þróun og heimili.

Á fundinum var farið yfir erindi sem stjórn og fulltrúi FebSel höfðu sent til Öldungaráðs.  Samþykkt var að gefa út erindisbréf fyrir Öldungaráð, að lágmarki verði haldnir 4 fundir á ári og að úthlutunarreglur vegna félagslegra íbúða verði skoðaðar. Fullur vilji er hjá bæjarfélaginu að Öldungaráðið sé virkt og starfi samkvæmt lögum.

Stjórn FebSel áréttaði mikilvægi þess að fulltrúar eldri borgara í Öldungaráði í Árborg starfi saman t.d. með því að hittast á milli funda.

  1. júni // skipulag. Einar Björnsson hafði samband við VB og bað hann að stýra samkomu í Mörk að kvöldi 17. júní. Einar sér um að fá skemmtiatriði en stjórn sér um veitingar og að setja upp salinn. Ákveðið að þeir stjórnarmenn sem geta mæti 16.06 kl. 14:00 til undirbúnings.
  2. Námskeið og nefndir haust 2023. Stjórnarmenn höfðu talað við þá námskeiðshaldara sem náðist í og gefa flestir kost á sér áfram. Dagskráin verður sett upp í haust.
  3. Frá ferðanefnd – MJM fékk upplýsingar frá nefndinni um ferðir sumarsins og verða upplýsingar settar á heimasíðuna og facebókina auk þess sem þær verða auglýstar í Dagskránni.
  4. Önnur mál.
  5. Fótaaðgerðakona er komin í Grænumörk sem tekið hefur við af Hildi Jakopsdóttur fótaaðgerðarfræðingi.
  6. Búið að panta ofninn hjá Glit 100 l ofn sem kostar um 830 hundruð kr.
  7. Aðalfundargerð frá 2023 mun verða sett inn á heimasíðu FebSel.
  8. Skipuð verður laganefnd í haust sem mun endurskoða lög félagsins fyrir næsta aðalfund.
  9. Næsti stjórnarfundur í byrjun september 2023.
  10. Fleira ekki bókað og fundi slitið 12:10.

 

 

 

________________________________           ________________________________

                Guðrún Þóranna Jónsdóttir                                     Magnús J. Magnússon

                                 ritari                                                                   formaður