Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (1/2023).
1. fundur nýrrar stjórnar FebSel, haldinn föstudaginn 0203.2023 í sal 2 Grænumörk 5.
Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður, Guðrún Guðnadóttir (GG) gjaldkeri, Guðrún Þóranna Jónsdóttir (GÞ) ritari, Ólafur Bachmann (ÓB) meðstjórnandi, Ólafur Sigurðsson (ÓS) og Valdimar Bragason (VB) varamenn.
Byrjað var á því að borða saman í Mörkinni kl. 11.30.
- Fundur var settur kl. 12:25.
- Fundargerð síðasta fundar var samþykkt samhljóða.
- Verkaskipting stjórnar. Formaður er Magnús J. Magnússon, varaformaður er Ólafía Ingólfsdóttir, gjaldkeri er Guðrún Guðnadóttir, ritari er Guðrún Þóranna Jónsdóttir, meðstjórnandi er Ólafur Bachmann Haraldsson og varamenn eru Valdimar Bragason og Ólafur Sigurðsson.
- Ályktanir af aðalfundi. Formaður las upp tvær ályktanir aðalfundar (sjá fundargerð aðalfundar 23.02). MJM mun að hitta Braga Bjarnason formann bæjarráðs og óska eftir að hitta bæjarráð og fylgja ályktunum eftir.
- Tímasetningar stjórnarfunda. Ákveðinn fundartími kl. 9:00 fyrsta föstudag í mánuði. MJM mun setja upp lokaða facebook-síðu fyrir stjórn FebSel.
- Viðburðir á starfsárinu. MM fór yfir fasta liði ársins og lagði fram tillögur að dagsetningum: Árshátíð verði 09.11.2023. Aðventuhátíð verði 07. 12. 2023. Aðalfundur verði 22.02.2024. Var það samþykkt.
Umræða varð um hvort ætti að taka þátt í Vor í Árborg. Stjórn var sammála um að bjóða þeim leiðbeinendum sem það hentar að taka þátt í sýningu á þeim viðburði. MJM mun hafa samband við Guðmund Brynjólfsson, um áður ákveðin endurminningaskrif, varðandi stað og stund. 13 manns hafa þegar skráð sig á þátttökulista. MM mun hafa samband við Braga Bjarnason um hátíðahöld FebSel í Grænumörk tengd 17. júní, en Árborg hefur óskað eftir samstarfi við félagið undanfarin ár.
- Ferðalög á sumrin – Farið hefur verið í rútuferðir 3 – 4 ferðir. ÓS kom með hugmynd um ferðanefndin skipulagði útilegur fyrir félaga FebSel, margir væru á faraldsfæti á sumrin. Það mætti hittast á húsbílum, með fellihýsi eða „tjald“ til dæmis á Borg í Grímsnesi eða Kiðjabergi. ÓS mun hafa samband við ferðanefndina.
- Undirbúningur næsta hausts: Ákveðið var að boða allar nefndir á fund í apríl til að ræða um endurnýjun nefnda og starfssemi næsta vetrar. Vera vakandi fyrir hugmyndum um ný námskeið.
- Upplýsingadeildin Upplýsingaskjárinn í Grænumörk þarf að vera virkur. MJM mun uppfæra hann daglega.
- Hvað er framundan? Umræður stjórnar um að færa starfsemina fram í september. Það verður skoðað. Rætt um ablerkerfið, MJM mun hafa samband við Viðar Eggertsson varðandi það. GG sagði frá konu sem hafði samband við hana og bauð fram krafta sína í þágu félagsins. Því var vel tekið.
- Önnur mál
- a) ÓS sagði að sumum reyndist erfitt að komast inn á heimasíðuna. Flókið að setja inn efni. MJM mun ræða við Alex Ægisson um heimasíðuna og hvað sé til ráða.
- b) Galleríbrautir í stóru salina í Mörk. ÓS fékk tilboð í brautir, það var 135.500 kr. Þetta er komið til Fjólu Kristinsdóttur bæjarstjóra. Það er til fjármagn í Covid-19 sjóði sem ætlaðir voru til starfssemi eldri borgara. Verkefninu var vísað til Heiðu Aspar sviðsstjóra. Það verður farið í framkvæmdir þegar svar berst. ÓS mun hafa umsjón með þeim þegar þar að kemur.
- c) Sviðspallarnir eru komnir – þó vantar enn varahluti svo hægt sé að setja þá upp.
- d) ÓB óskar eftir að þeir Helgi Hermannsson fái fjárstuðning til að vinna söngbók – Gott að dreifa söngbók á viðburðum þegar þeir félagar skemmta svo að fólk geti tekið undir sönginn. Samband verður haft við prentara varðandi uppsetningu og prentun.
- e) ÓB fer fram á að þeir Helgi fái greitt fyrir söngstund einu sinni í mánuði. Stjórn samþykkti 50.000 kr. fyrir hvert skipti.
- f) GÞ vakti athygli á að Árborg hefði hafnað því að FebSel fengi starfsmann að hluta. Hún telur að FebSel hefði möguleika á að greiða 100.000 kr. á mánuði fyrir starfsmann. Verður skoðað nánar.
- g) MJM kynnti erindi til stjórnar. Hörpukórinn óskar eftir því að árlegur styrkur frá FebSel sem verið hefur 200.000 kr. undanfarin ár verði hækkaður í 300.000 kr. á ári. Einnig óskar kórinn eftir aukastyrk á þessu ári, 200.000 kr. vegna kóramóts fimm kóra eldri borgara sem verður 13. maí n.k. Hörpukórinn mun sjá um kóramórið þetta árið. Samþykkt samhljóða.
Næsti stjórnarfundur var ákveðinn 14. apríl kl. 09.
Fundi slitið 14:05
________________________________ ________________________________
Guðrún Þóranna Jónsdóttir Magnús J. Magnússon
ritari formaður