5. stjórnarfundur 11.08.23

 

 

 

 

Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (5/2023)


 1. fundur stjórnar FebSel, haldinn fimmtudaginn 11.08.2023 í Uppsölum, Grænumörk 5.

 

Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður, Guðrún Guðnadóttir (GG) gjaldkeri, Guðrún Þóranna Jónsdóttir (GÞ) ritari, Ólafur Bachmann (ÓB) meðstjórnandi, Ólafur Sigurðsson (ÓS) og Valdimar Bragason (VB) varamenn.

 

 1. Fundur settur 10:30.
 2. Fundargerð síðasta fundar lögð fram. Var hún samþykkt samhljóða.
 3. Vetrardagskráin 2023 – 2024. MJM dreifði dagskránni eins og hún var á síðasta ári og farið var yfir námskeiðin sem hafa verið í boði.Stjórnin skipti á sig að hafa samband við umsjónarmenn námskeiða til að staðfesta tíma og staðsetningu. Fyrsta opna húsið verður 21.09, árshátíð FebSel verður 09.11, og aðventuhátíðin verður 07.12 og aðalfundur FebSel verður 22.02.2024.
 4. Leirbrennsluofninn hefur verið keyptur og bíður eftir að verða sóttur, 100 lítra leir-, gler- og postulínofn. GG og ÓS funduðu með Margréti Elísu varðandi tengingu ofnsins og er það mál í vinnslu. Ákveðið að ofninn verði sóttur nú í vikunni – GG talar við Glit um að senda ofninn og síðan verður móttökunefnd kölluð til þegar ofninn kemur. Ákveðið að GG og ÓI hitti Svandísi Jónsdóttur til að skoða hvort gamli ofninn sé í lagi en hann kemur trúlega ekki til með að nýtast félaginu héðan af.
 5. Breytingar í Grænumörk. Það verður ein vakt í Grænumörk frá kl. 9:00 – 15:00 frá og með 1. sept. Stjórn er ekki sátt við þá stöðu né að ekki sé húsvörður nema í 50% starfi. MJM mun hafa samband við fulltrúa sveitarfélagsins og kanna hvort stjórn geti fengið fund með bæjarstjórn til að ræða þessa laklegu stöðu.
 6. Fundartímar stjórnar. MJM ræddi þá hugmynd að stjórn héldi tvo fundi í mánuði sem yrðu þá styttri í stað eins fundar. Rætt og ákveðið að fresta ákvörðun til næsta fundar.
 7. Önnur mál.
 8. Bréf frá Álfheimum – óskað eftir sjálfboðaliðum til að taka reglulega á móti börnum, einu sinni í viku eða á tveggja vikna fresti. Lesa með þeim: mála, lita eða spjalla. Ákveðið var að kynna þetta fyrir félagsmönnum í opnu húsi í haust.
 9. Útilegan – „Einu sinni á ágústkveldi“ verður 22.08. Þá verður boðið upp á samveru í Árnesi sem hefst kl. 19:00. Allir félagar eru velkomnir í kvöldverð og samveru hvort sem þeir verða í tjöldum, hýsum eða gista ekki. Kvöldverðurinn kostar 3900 kr.
 10. ÓI fékk erindi frá félagsmanni með ósk um að félagið standi fyrir sundleikfimi. Verður það skoðað.
 11. Samþykkt frá síðasta aðalfundi er um endurskoða lög FebSel. Ákveðið var að ÓI yrði fulltrúi stjórnar og myndi kalla tvo félagsmenn með sér.
 12. Fundi slitið 11:50

 

Næsti fundur verður 8. sept. í Uppsölum kl. 10:30

 

 

________________________________           ________________________________

                Guðrún Þóranna Jónsdóttir                                     Magnús J. Magnússon

                                 ritari                                                                   formaður