7. stjórnarfundur 15.09.23

 

 

 

Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (7/2023)


  1. fundur stjórnar FebSel,

haldinn föstudaginn 015.09.2023 kl. 10:30 í Uppsölum, Grænumörk 5.

 

 

Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður,  Guðrún Guðnadóttir (GG) gjaldkeri Guðrún Þóranna Jónsdóttir (GÞ) ritari, Ólafur Sigurðsson (ÓS) og Valdimar Bragason (VB) varamenn. Ólafur Bachmann veikur.

 

  1. Formaður setti fund 10:30.
  2. Fundargerð síðasta fundar lögð fram og samþykkt samhljóða.
  3. Vetrardagskráin 2023 – 2024. MJM fór yfir dagskrána. Smávægilegar breytingar voru gerðar.
  4. Leirbrennsluofninn – Staða mála. Ofninn mun verða staðsettur í litlu herbergi þar sem glervinnslan hefur haft aðstöðu á austurgangi á 1. hæð. MJM talaði við Óðin K. Andersen hjá Árborg og mun rafvirki koma frá Árvirkjanum og tengja ofninn fljótlega.
  5. Kynningarfundur 21.09.23. MJM mun stýra kynningunni. Námskeiðshaldarar sem verða á staðnum munu segja frá sínum námskeiðum en MJM kynnir önnur. Rætt um að safna skráningalistum vegna námskeiða, leikhúsferða o. fl. í möppu í andyrinu í Grænumörk. MJM mun senda ÓI skráningablöð og mun hún annast það.
  6. Heimasíða FebSel. MJM hefur talað við Alex tölvusérfræðing FebSel og niðurstaðan er að endurgera heimasíðuna. MJM mun uppfæra síðuna smátt og smátt, setja inn stjórn, aðalfundi og fleira sem viðkemur félaginu.
  7. Önnur mál

Frá MJM

  1. Beiðni hefur borist frá Margréti Elísu forstöðumanni til stjórnar um að fá nokkra félagsmenn til aðstoðar við eldra fólk sem er einangrað og fer lítið út. Það væri liður í að vinna gegn félagslegri einangrun. Erindið fékk jákvæðar undirtektir.
  2. Tiltekt á völdum stöðum í Grænumörk – á mánudag 25. sep. kl. 13:00. Þau úr stjórn sem geta mæta.
  3. Bjartur Lífstíll, heilsuefling eldra fólks mun verða með fund á Selfossi okt. kl. 11 – 12. MJM mætir með einhverjum úr stjórn.
  4. Kvenfélag Selfoss sér áfram um kaffið á fimmtudögum. Ákveðið að stjórnin/viðburðastjórnin hætti að stóla upp. Frjálst spil hefur verið á fimmtudögum eftir hádegi. MJM mun tilkynna að spilamennsku þurfi að ljúka 14:30 – vegna undirbúnings Opins húss.
  5. Þorbjörn Guðmundsson, kjaramálasérfræðingur LEB, er tilbúinn að koma á fund með eldri borgurum á Suðurlandi og kynna stöðu mála. Stór fundur landsambandsins verður í Reykjavík 2. okt. Stjórnin samþykkti tillögu MJM um að við myndum halda fund í október hér á Selfossi og bjóða nágrannafélögunum.
  6. Öldungaráð. Fundur verður í lok mánaðarins. Örn Grétarsson fulltrúi FebSel mun mæta. Stjórn getur fengið að senda mál á þann fund. Talið var mikilvægt að fá Öldungaráðið í Opið hús sem fyrst, endurgera starfslýsingu/erindisbréf, ræða hvernig heimaþjónustu er háttað o.fl.
  7. GG sagði frá því að Atli Már frá leikskólanum Álfheimum hefði verið að spyrjast fyrir (sbr. 5. fundargerð). Hann væri spenntur fyrir verkefninu um tengingu leikskólanema við eldra fólk. GG býr til skráningablað og MJM mun kynna verkefnið 21.09 í Opnu húsi.
  8. ÓS fór í Nytjamarkaðinn og ræddi við Aron Hinriksson. Þar gæti orðið  aðstaða fyrir verkefnið Karlar í skúrum. Þar er rými um 100 fm2 sem þarf að laga og breyta. Það getur tekið allnokkurn tíma. Í þróun.

 

 

Næsti fundur verður 6.10 kl. 10:30

 

Fundi slitið. Kl. 12:00

 

 

 

________________________________           ________________________________

                Guðrún Þóranna Jónsdóttir                                     Magnús J. Magnússon

                            ritari                                                                    formaður