Fundur 2 - 3.2.2023

 

Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (2/2023).
2. fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn föstudaginn 3.02.2023 í sal 1 í Grænumörk 5. 

 

Mætt: Þorgrímur Óli Sigurðsson (ÞÓ) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður, Guðrún Guðnadóttir (GG) gjaldkeri, Guðrún Þóranna Jónsdóttir (GÞ) ritari, Gunnþór Gíslason (GuG) meðstjórnandi, Ólafur Sigurðsson (ÓS) og Valdimar Bragason (VB) varamenn.  

  1. Fundarsetning 9:00
  2. Fundargerð samþykkt samhljóða.
  3. Aðalfundur. Starfsmenn fundar verða: Jóna Sigurbjartsdóttir, Páll Skúlason, Ester Óskarsdóttir og Eyrún Ólsen. Fundurinn verður kynntur í Dagskránni næstu viku og auglýstur með dagskrá 16. febrúar. Ársreikningar eru í endurskoðun. Lagðar verða fram tillögur vegna: hækkunar árgjalds og kjörnefndar. Stjórn ræddi hugmynd að ályktun um búsetu eldri borgara sem ÞÓ hefur gert drög að, allir sammála um að sú tillaga verði fullunnin og lögð fram.
  4. Öldungaráð. ÞÓ kom með drög að tillögu um starf Öldungaráð sem lögð verði fyrir aðalfund. Nokkrar umræður og ákveðið að ÞÓ panti tíma hjá Braga Bjarnasyni til að ræða um Öldungarráð og fulltrúar frá stjórn færu á þann fund. Í framhaldi af þeim fundi verði ákveðið hvort ályktun verði lögð fyrir aðalfund.
  5. Brennsluofn fyrir postulín. Ofn stendur félaginu til boða. Jóna Guðrún Ívarsdóttir leiðbeinandi mun skoða ofninn og meta notagildi hans. Verður ákveðið að kaupa hann ef hann telst góður. Kominn langur listi af áhugasömum til að mála á postulín.
  6. Tilnefning fulltrúa á aðalfund LEB. Vísa til aðalfundar um að fá heimild til að skipa fulltrúa á aðalfund.
  7. Afsláttarbók og afsláttarapp LEB. Taka afstöðu til aðkomu FEBSEL að því verkefni. Tekið til umræðu en enginn afstaða tekin. 
  1. Önnur mál
  2. Bréf frá Heiðu Ösp. Heiða mun hætta sem deildarstjóri og tekur við sviðstjórn fjölskyldusviðs Árborgar, Sigþrúður Birta Jónsdóttir mun taka við deildarstjórn fjölskyldusviðs. Heiða Ösp tilkynnti að ekki væri hægt að gefa kost á starfsmanni til FEBSEL en hægt að fá aðstoð frá sveitarfélaginu til að mæta þörf við „sportabler“ og þjónustu frá þjónustuverinu. Heiða Ösp vill ljúka við samning við FEBSEL áður en hún hættir.
  3. Minningarskrif byrja eftir miðjan febrúar. Leiðbeinandi verður Guðmundur Brynjólfsson. Lágmarksfjöldi er átta manns en hámark 16 manns, 90 mín. í fimm skipti, verð til leiðbeinanda er 100.000 kr. FEBSEL mun sjá um greiðslu til hans og innheimta gjald þátttakenda.
  4. Kvenfélag Selfoss hefur séð um kaffi og veitingar í Opnu húsi frá 19. janúar. Rætt um kaffiveitingar 23. 02 á aðalfundi. Óskað er eftir þjóðlegu meðlæti.
  5. GuG lagði fram ósk um 100.000 kr. styrk fyrir Hörpukórinn. Kórinn stendur fyrir 5-kóramóti á Selfossi í vor. Tekið var jákvætt í erindið en óskað eftir formlegri beiðni frá stjórn kórsins. 

Fundi slitið 11:54   

  

________________________________           ________________________________

Guðrún Þóranna Jónsdóttir                               Þorgrímur Óli Sigurðsson

ritari                                                       formaður