Fundur 1 - 3.1.2023

 

Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (1/2023).
1. fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn þriðjudaginn 3.01.2023 í sal 1 Grænumörk 5. 

 

Mætt: Þorgrímur Óli Sigurðsson (ÞÓ) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður, Guðrún Guðnadóttir (GG) gjaldkeri, Guðrún Þóranna Jónsdóttir (GÞ) ritari, Gunnþór Gíslason (GuG) meðstjórnandi, Ólafur Sigurðsson (ÓS) og Valdimar Bragason (VB) varamenn.

  1. Fundarsetning kl. 9:00 
  1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar, 13/2022, samþykkt samhljóða. 
  1. Dagskrá FEBSEL á vorönn 2023. ÞÓ hefur haft samband við leiðbeinendur vegna tímasetninga viðburða/námskeiða. Hann fór yfir stundaskrá með stjórn og verður hún því næst uppfærð. VB mun sjá um þá vinnu og verður stundaskráin síðan prentuð og auglýst. Farið yfir nefndir FEBSEL og gerðar þær leiðréttingar sem kunnar eru. Skipan nefnda verður endurskoðuð eftir aðalfund. 
  1. Aðalfundur verður 23. febrúar. 2023. Starfsmenn fundarins fundarstjóri og ritarar voru tilnefndir, sbr. 12. fundargerð. ÞÓ mun hafa samband við þau sem áætlað er að fá sem ritara og GÞ hefur samband við fundarstjóra. GG upplýsti að ársreikningar væru tilbúnir og fari í endurskoðun. Einnig rætt um að leggja fram ályktun frá félaginu. Nokkrar hugmyndir ræddar, ÞÓ mun vinna út frá þeim í samráði við stjórn. Tillaga er frá stjórn um að hækka árgjald í 4.000 kr. Kjósa þarf formann og tvo í aðalstjórn, einn varamann og tvo skoðunarmenn. Kjörnefnd fær erindi þess efnis. Haft verður samband við Kjötbúrið til að sjá um veitingar á aðalfundi í boði félagsins. 
  1. Önnur mál
  2. a) Endurskoðun laga FEBSEL Stjórn mun skipa nefnd eftir aðalfundinn til að endurskoða lög félagsins fyrir aðalfund 2024. Lög félagsins voru yfirfarin 2016. 
  1. b) Veitingar ÞÓ hafði samband við Kjötbúrið varðandi veitingar í Opnu húsi. Þau eru tilbúin að halda áfram, sögðu þó að efni og fleira tengt hefði hækkað nú síðustu mánuði. Nokkrar umræður urðu um veitingar og verð. Málinu verður vísað til viðburðastjórnarinnar.
  2. c) Heilsuefling 60+ fékk hvatningarverðlaun Árborgar fyrir árið 2022. Fram kom að stjórn félagsins hafi haft frumkvæði að heilsueflingu fyrir eldra fólk fyrir 3 – 4 árum.
  3. d) Ljóðabók Hjartar Þórarinssonar. VB er búin að koma bókinni í A4-blöðung og leiðrétta og Hjörtur hefur lesið yfir. Ákveðið að ljúka umbroti og prenta bókina í 250 eintökum. Hún verði tilbúin fyrir aðalfund. 

Fundi slitið 12:20.

Næsti fundur verður 3. febrúar kl. 9:00

.

________________________________           ________________________________

Guðrún Þóranna Jónsdóttir                               Þorgrímur Óli Sigurðsson

ritari                                                                formaður