Fundur 13, 30.11.2022

 

Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (13/2022).  13. fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn miðvikudaginn 30.11.2022 í sal 1

í Grænumörk 5.

 Mætt: Þorgrímur Óli Sigurðsson (ÞÓ) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður, Guðrún Guðnadóttir (GG) gjaldkeri, Guðrún Þóranna Jónsdóttir (GÞ) ritari, Gunnþór Gíslason (GuG) meðstjórnandi, Ólafur Sigurðsson (ÓS) og Valdimar Bragason (VB) varamenn.

 1. Fundarsetning kl. 9:00
 2. Heiða Ösp Kristjánsdóttir deildarstjóri félagsþjónustu Árborgar sem ætlaði að funda með stjórn boðar forföll vegna óviðráðanlegra ástæðna – Hún getur komið á fund 12. desember kl. 9. ÞÓ fór yfir þau mál sem við viljum ræða við Heiðu Ösp. M.a. hefur stjórnin óskað eftir að fá starfsmann að hluta sem væri á vegum sveitarfélagins.
 3. Fundargerð síðasta fundar11. 2022 borin upp. Samþykkt samhljóða.
 4. Önnur mál
 5. Aðventuhátíð 7. des. Farin verður vettvangsferð á Hótel Selfoss. ÓS, VB og Magnús J. fara og skoða aðstæður, hljóðkerfi o.fl. Mikilvægt að ítreka í Opnu húsi á morgun að síðasta Opna hús fyrir jól verði á miðvikudegi þann 7. desember.
 6. Rætt um dagskrá – ath. hvort Guðmundur Brynjólfsson vildi taka að sér námskeið um endurminningaskrif, ÞÓ mun hafa samband við hann. ÞÓ hafi samband við Sigríður Þ. Sigurðardóttir um stólaleikfimi, hún hafði samband í haust og bauð fram krafta sína. ÓI hefur samband við Bryndísi hvort hún verði áfram með stólajóga. Rætt verður við Þórnýju með áframhald á dansi fyrir fólk hér í Grænumörk. Gert er ráð fyrir að skák-klúbbur byrji eftir áramót.
 7. Rætt um hvað á að gera við peninga sem koma inn hjá klúbbum sem starfa í félaginu. Fram kom að best væri að hver klúbbur sjái um sína fjármuni. Noti þá í eitthvað skemmtilegt.
 8. Gunnþór sagði frá því að Hörpukórinn hélt kökubasar og bingó – gekk mjög vel. Góð innkoma. Fram kom hugmynd um að félagið keypti bingóspjöld til eignar, það myndi nýtast bæði fyrir félagið og Hörpukórinn. Það verður skoðað.

 Fleira var ekki tekið fyrir og fundi frestað til 12. desember kl. 09:00

Framhaldsfundur 12. desember kl. 9:00

 Mætt:  Þorgrímur Óli Sigurðsson (ÞÓ) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður, Guðrún Guðnadóttir (GG) gjaldkeri, Guðrún Þóranna Jónsdóttir (GÞ) ritari, Ólafur Sigurðsson (ÓS) og Valdimar Bragason (VB) varamenn. Gunnþór Gíslason boðaði forföll.

Gestir: Heiða Ösp Kristjánsdóttir, deildarstjóri  félagsþjónustu og Margrét Blöndal deildarstjóri.

 Þorgrímur Óli Sigurðsson formaður bauð stjórnarmenn og gesti velkomna.

 Staða verkefna. Heiða Ösp fór yfir stöðu verkefna sem sveitarfélagið hefur tekið þátt í og fjármagnað sum þeirra. Aðstoð var veitt frá félagsmálaráðuneytinu vegna Covid19 og eftir er ein og hálf milljón sem verður flutt á milli ára. Hún ræddi um að gera samninga til lengri tíma vegna lýðheisluverkefna. Styrktarleikfimin í Selfosshöllinni gengur vel og eldra fólk mætir ágætlega.

Fram kom hjá Heiðu og Margréti að hugmyndir væru uppi um að breyta hluta Bókasafnsins á Selfossi – í menningarsetur. Vísir að því er þegar komin. Huga þarf að erlendum nýbúum - nú eru töluð 30 tungumál á Selfossi.

 1. Karlar í skúrum. Í umræðum var endurvakin upp hugmynd um karla í skúrum – jafnvel væri hægt að vera í Alpan-húsinu á Eyrarbakka, menn gætu komið og gert við hluti sem eru þarna í hillum og fengið að vera með sín áhugamál. Héraðsnefnd rekur þetta húsnæði og munu þær Heiða og Margrét hitta hlutaðeigandi og kanna möguleika. Fram kom að í Félagi eldri borgara á Eyrarbakka er um 50 manns.
 2. Starfsmaður FEBSEL. Hugmynd frá stjórn að fá starfsmann í ca 25% í verkefni hjá félaginu en fjöldi félagsmanna er um 900. Ýmislegt er það sem væri gott að fá aðstoð við, má nefna mætingar á viðburði, abler, heimasíðu og fundarboðun. Heiða sagði að það mætti hugsa sér fleiri tengiliði við félagið – menningar-, íþróttafulltrúa og jafnvel fleiri. Rætt um hvernig starfsmaður geti nýst best. Stjórn taldi að hann þyrfti að vera með aðsetur í Grænumörk, kannski tvisvar í viku tvo tíma í senn. Heiða og Margrét munu skoða þetta og ræða við fleiri innan ráðhúsins.
 3. Framkvæmdir Ýmislegt af því sem félagið hefur lagt áherslu á hefur komist til framkvæmda. Matur í hádeginu – fólk er ánægt með hann. Lýðheilsan í góðu lagi. Einnig hefur verið bætt götulýsing.

Búsetuúrræði – það vantar leiguhúsnæði. Það þarf að tryggja aðgang fólks að dagvistun – veita meiri þjónustu heim. Mjög mikilvægt að samþætta þjónustu. Húsvörður – starfssvið hans? Heiða mun senda okkur starfslýsingu.

 1. Næstu skref. Heiða Ösp fór yfir verkefnin eftir þennan fund. Einnig mun hún endurskoða með stjórn FEBSEL samninginn um félags- og tómstundastarf frá 2014.
 2. Öldungaráð – þarf að fullskipa og stefnt verður að fundi í janúar.

 Önnur mál

 1. Opið hús. Fram kom að gestir í Opnu húsi hafa kvartað um að kaffimeðlætið sé stundum ekki gott. Samningur við Kjötbúrið var til áramóta og mun ÞÓ ræða við forsvarsmann þar og kanna stöðuna. Annars væri möguleiki að skoða með eitthvað léttara með kaffinu, eins og vöfflur. Verður þetta skoðað með viðburðastjórn og hvað þau telji rétt að gera.

Fundi slitið 10:50.

Næsti fundur verður boðaður með dagskrá á nýju ári.

 

________________________________           ________________________________

Guðrún Þóranna Jónsdóttir                               Þorgrímur Óli Sigurðsson

ritari                                                       formaður