Fundur 12, 18.11.2022

 

 

Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (12/2022).


12. fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn föstudaginn 18.11.2022 í sal 1, í Grænumörk 5.  Mætt: Þorgrímur Óli Sigurðsson (ÞÓ) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður, Guðrún Guðnadóttir (GG) gjaldkeri, Gunnþór Gíslason (GuG) meðstjórnandi, Ólafur Sigurðsson (ÓS) og Valdimar Bragason (VB) varamenn. Guðrún Þóranna Jónsdóttir boðaði forföll vegna veikinda.

Dagskrá:

  1. Fundur settur kl 9:00. 
  1. Fundargerð síðasta fundar borin upp og samþykkt. 
  1. Aðalfundur FEBSEL 2023.

Ákveðið að fundurinn verði fimmtudaginn 23 febrúar 2023 kl 14:00

Kjósa þarf nýjan formann þar sem ÞÓ hættir en hann er að flytja til Reykjavíkur. Einnig þarf að kjósa tvo í aðalstjórn þau GÞ og GuG en GuG hefur lokið sínu kjörtímabili,

einn í varastjórn VB og tvo skoðunarmenn til eins árs.

ÞÓ sendir kjörnefnd formlegt erindi um þessar kosningar. Í kjörnefnd eru Guðfinna Ólafsdóttir, Guðmunda Auðunsdóttir og Helga Guðrún Guðmundsdóttir.

Ákveðið var að biðja Jónu S. Sigurbjartsdóttur um að stjórna fundi og Pál Skúlason/Esther Óskarsdóttur og Eyrúnu Olsen að rita fundargerð.

Ákveða þarf árgjald á næsta stjórnarfundi. 

  1. Aðventuhátíð 2022.

Aðventuhátíðin verður haldin miðvikudaginn 7 desember n.k. kl 14:00 á Hótel Selfoss.

Dagskrá:

Hugvekja sr Dagur Fannar Magnússon.

Barna-og unglingakór Selfosskirkju

Leiklestur frá eldri borgurum.

Hörpukórinn.

Kynnir:  Valdimar Bragason.

Verð kr 3.200 pr mann. Ákveðið að fara í vettvangsferð áður. 

  1. Inn komin erindi.

Erindi frá þremur meistaranemum í sjúkraþjálfun við HÍ sem óska eftir að fá viðmælendur í rannsókn að deila reynslu sinni eftir að hafa dottið og brotnað. Ákveðið að setja þetta erindi inná Feisbók og auglýsa í opnu húsi.

Þrír aðilar bjóða endurgjaldslaust að syngja fyrir eldri borgara einu sinni í viku.

Ákveðið að koma þessu á framfæri við Ljósheima, Fossheima, Móberg, Árblik og Vinaminni.

Í opnu húsi í Grænumörk er allt upp bókað en hugmynd kom um að hægt væri að vera á laugardagsmorgnum með samsöng. 

  1. Stundaskrá vorannar 2023.

Farið var yfir stundaskrána. Postulín kemur í stað keramiks á föstudögum. ÞÓ ætlar að hafa samband við konuna sem var að bjóða stólaleikfimi hvort hægt sé að bæta því á dagskrá.

ÞÓ ætlar að athuga hvort tafl/skák verði ekki á dagskrá.

Að öðru leyti verða öll atriði áfram á vorönn.

Ákveðið að auglýsa betur gönguna hjá Ágústu og rútuna, vekja sérstaka athygli á að fólk með göngugrindur geti líka farið með. 

  1. Önnur mál.

Árshátíðin hjá félaginu tókst í alla staði mjög vel og er nefndinni þökkuð frábær störf. Hagnaður varð af skemmtuninni og var ákveðið að stofna sér bankareikning fyrir árshátíðanefndina sem hún hefði í sinni umsjón.

Rætt um skjöl og myndir í eigu félagsins. Ákveðið að hafa samband við Héraðskjalasafn um varðveislu.

Félagið er að kaupa palla í salinn en vonandi kemur fjármagn á næsta ári frá Árborg.

Félagið hafði forgöngu um að kaupa lóð í Höllina en Árborg fjármagnaði.

Vilji er fyrir því hjá stjórnarmönnum að fá GÞ til að vera áfram í öldungaráði og fá góðan varamann með henni. Samþykkt var að setja inná dagskrá hjá Öldungaráðinu beiðni um starfsmann fyrir FEBSEL og einnig að fara yfir samning félagsins við Árborg.

Fram kom að FEBRANG er búið að auglýsa eftir starfsmanni í 30% starf.  

Ákveðið að halda næsta stjórnarfund miðvikudaginn 30.nóv n.k. kl 9:00 og á fundinn kemur Heiða Ösp. 

Fleira ekki bókað og fundi slitið kl. 12:20. 

 

________________________________           ________________________________

                      Ólafía Ingólfsdóttir, varaformaður                     Þorgrímur Óli Sigurðsson

                                skrifaði fundargerð                                                formaður