Fundur 11,

 

 

Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (11/2022).


11. fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn mánudaginn 21.10.2022 í sal 1, í Grænumörk 5.  Mætt: Þorgrímur Óli Sigurðsson (ÞÓ) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður, Guðrún Guðnadóttir (GG) gjaldkeri, Guðrún Þóranna Jónsdóttir (GÞ) ritari, Gunnþór Gíslason (GuG) meðstjórnandi, Ólafur Sigurðsson (ÓS) og Valdimar Bragason (VB) varamenn.

 

  1. Fundarsetning 9:05. 
  1. Fundargerð síðasta fundar09.2022 borin upp. Samþykkt samhljóða. 
  1. Sviðspallar.

Í skoðun hefur verið hvort kaupa ætti sviðspalla. ÞÓ sýndi mynd af palli – hægt er að skipta um fætur á pallinum eftir því hvað fólk vill hafa hann háan. Fram kom að pallarnir gætu nýst vel, jafnvel að þeir myndu vera til staðar í salnum fyrir fundi og fleiri viðburði. Hver pallur er          1m x 2m og rætt um að fá fjóra palla. Tillaga var um að kaupa hjól undir pallana til að þægilegt sé að flytja þá á milli staða í húsinu . Samþykkt var að félagið kaupi þessa palla en sótt var um styrk til bæjarfélagsins og verður það skoðað í fjárhagsáætlun fyrir 2023. ÓS verður fulltrúi stjórnar við þessar framkvæmdir. 

  1. Aðventuhátíð 2022.

Búið er að taka frá sal í Hótel Selfoss miðvikudaginn 7. des. kl. 14:00 – 16:00 og að panta veitingar. Stjórnin ræddi um dagskrá. Samþykkt var að fá prestlærðan til að vera með hugvekju, Barnakór kirkjunnar og Hörpukórinn til að syngja nokkur jólalög og Magnús J. til að koma með leikhópinn sinn. Stjórnin skipti á sig að tala við þessa aðila. 

  1. Innkomin erindi: 
  2. a) Margrét Sæberg spyr hvort hún megi koma í Grænumörk til að selja fatnað fyrir karla og konur. Ákveðið að vísa Margréti með þetta erindi til sveitarfélagsins.
  3. b) Verslunin Motivo býður félagi eldri borgara að fá 20% afslátt á mánudögum á milli 11 og 14:00, sýna þarf félagsskírteini. ÞÓ setur það á heimasíðuna og hengir upp auglýsingu frá þeim.
  4. c) ÞÓ ræddi við Erlu Sigurjóns. um símavini en ekkert slíkt er í gangi hjá Rauða krossinum hér. Hann mun hafa samband við Karen verkefnastjóra og fá frekari upplýsingar en húnvildi fá að halda kynningu á vinaverkefninu símavinir fyrir FEBSEL. 
  1. Önnur mál.
  2. a) Í menningarmánuðinum október hefur heimildamynd Gunnars Sigurgeirssonar um Selfoss verið sýnd í Bíóhúsinu. Einstaklingar höfðu samband við félagið og óskuðu eftir að fá sýningu í Mörk þar sem aðgengi væri slæmt að Bíóhúsinu. Það mun ekki vera hægt. ÞÓ hafði samband við Heiðu Ösp sem tók jákvætt í beiðni um að vera með sérsýningu fyrir eldri borgara í Bíóhúsinu, þá yrði notaður styrkur frá félagsmálaráðuneytinu sem veittur var sveitarfélaginu vegna Covid-19.

Heiða Ösp vill gjarnan koma á stjórnarfundi hjá FEBSEL en eftir október.  

  1. b) Ekki hefur komið formlegt erindi frá bæjarstjórn – varðandi skipun fulltrúa í öldungarráð. ÞÓ mun senda aftur póst til Braga Bjarnasonar formanns Öldungarráðs.  
  1. c) Farið var yfir vetrardagskrána og gerðar leiðréttingar. Munu þær verða settar strax inn á skjáinn í Grænumörk og heimasíðuna. Ný dagskrá verður ekki prentuð fyrr en eftir áramót. 
  1. d) Það þarf að taka til í kompu í sal 1. Ákveðið að hitta Gunni, sem kennir myndlist á miðvikudögum, þann 26. okt. kl. 13:00 og fara yfir gögn í kompunni. Síðan munu þeir stjórnarmenn sem geta hist á fimmtudag eða föstudag gera það og ljúka við tiltekt. 
  1. e) Óskað hefur verið eftir námskeiði í snjalltækjum. Námskeið eru í boði endurgjaldslaust , það þarf að hafa samband við Fræðslunetið til að panta pláss. 
  2. f) Heilsuefling 60+ Bjartur lífstíll verður með fund í Tíbrá 26. okt. kl. 13 – 14. Stjórnarmenn sem geta munu mæta. 

 

Næsti fundur verður boðaður með dagskrá um mánaðarmótin nóv. og des. 

Fundi slitið 11:15.

 

________________________________           ________________________________

Guðrún Þóranna Jónsdóttir                               Þorgrímur Óli Sigurðsson

               ritari                                                            formaður