Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (9/2022).
Níundi fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn mánudaginn 05.09.2022 í sal 1, í Grænumörk 5. Mætt: Þorgrímur Óli Sigurðsson (ÞÓ) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður, Guðrún Guðnadóttir (GG) gjaldkeri, Guðrún Þóranna Jónsdóttir (GÞ) ritari, Gunnþór Gíslason (GuG) meðstjórnandi, Ólafur Sigurðsson (ÓS) og Valdimar Bragason (VB) varamenn.
- Fundarsetning 13:00.
- Fundargerð síðasta fundar stjórnar 04.08.2022 borin upp. Samþykkt samhljóða.
- Vetrarstundaskrá. Gerð var stundarskrá fyrir veturinn 2022 – 2023. Stjórnin fór yfir og skráði allt sem er tilbúið og samþykkt, leiðbeinendur og staðsetning. Það eru hátt í 30 námskeið og viðburðir en nokkur eru ófrágengin ennþá. Kynning á vetrarstarfinu verður þann 22. sept. í opnu húsi. FEBSEL býður í kaffi sem Bjartmar, Veisluþjónustu Suðurlands eða Fannar hjá Kötbúrinu sjá um. ÞÓ mun hafa samband við þá og semja um þjónustu í vetur. Vetrarstundaskráin verður birt með fyrirvara á netinu og á skjá í Grænumörk strax þegar hún er tilbúin. Fullbúin stundaskrá verður birt í Dagskránni og mun formaður senda fréttatilkynningu frá félaginu.
- Önnur mál
- a) ÓI fór á teemsfund 25. ágúst. Var fundurinn boðaður af Ásgerði Guðmundsdóttur og Margréti Regínu Grétarsdóttur, verkefnisstjórum heilsueflingar eldra fólks sem nefndur er Bjartur lífsstíll. Teemsfundurinn var fyrir sveitarfékagið Árborg og félög eldri borgara í Árborg. Á fundinum kynnti ÓI það sem væri í gangi hér hjá félaginu og sveitarfélaginu. Það er komin upp heimasíða fyrir verkefnið, bjarturlifstill.is. Næsti fundur vegna þessa verkefnis hefur verið ákveðinn fimmtudaginn 6. okt. kl. 13:00 hér í Árborg og hvatti ÓI stjórnina til að mæta.
- b) Fram kom hjá ÞÓ að bæjarstjórinn er að athuga með göngustíg að hjúkrunarheimilinu (vísað til fundargerðar 5. ágúst). Hún hefur sent erindið áfram til Atla Vokes og Rúnars Guðmundsonar og beðið er eftir svari. Formaður sendi einnig erindi varðandi öldungaráðið, Bragi Bjarnason þakkar fyrir póst mun fara yfir þessi mál.
- c) ÞÓ hefur skoðað palla með Magnúsi J.M. til að setja upp svið sem til eru á Stokkseyri (vísað til fundargerðar 5. ágúst). Hann hefur verið í sambandi við Margréti varðandi hvort mætti kaupa þá til að hafa hér í salnum.
- d) GG ræddi um bekkina sem búið er að setja víða – fólk hefur verið að kvarta um að sé erfitt að standa upp af þeim. ÓS sagði að sennilega ætti eftir að byggja undir þá svo að þeir yrðu í sömu hæð og stígarnir.
- e) VB afhenti merki félagsins á fundinum, 2000 talsins. Stjórn var sammála um að þau væru falleg og vel lukkuð.
Næsti fundur verður 15. sept. kl. 13:00
Fundi slitið 15:45
________________________________ ________________________________
Guðrún Þóranna Jónsdóttir Þorgrímur Óli Sigurðsson
ritari formaður