Fundur 8, 4.8.2022

 

 

Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (8/2022).


Áttundi fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn fimmtudaginn 04.08.2022 í sal 1, í Grænumörk 5.  Mætt: Þorgrímur Óli Sigurðsson (ÞÓ) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður, Guðrún Guðnadóttir (GG) gjaldkeri, Guðrún Þóranna Jónsdóttir (GÞ) ritari, Gunnþór Gíslason (GuG) meðstjórnandi, Ólafur Sigurðsson (ÓS) og Valdimar Bragason (VB) varamenn. 

  1. Fundarsetning kl. 9:00. 
  1. Fundargerð síðasta fundar stjórnar 01.06.2022 borin upp. Samþykkt samhljóða. 
  1. Starfsemi leiklestrarhóps. Magnús J. Magnússon og Sigríður Karlsdóttir aðstandendur hópsins voru gestir fundarins. Þau höfðu óskað eftir að koma og hitta stjórnina. Magnús og Sigríður telja grundvöll fyrir áframhaldandi starfi hópsins. Þau  óska eftir sama tíma fyrir leikhópinn, kl. 13:00 á mánudegi. Hentugur tími til að byrja í haust er 26. september.Þau telja að mögulega þurfi að vera tveir hópar, en hámark er 15 í hóp. Gott væri að skipuleggja starf leikhópsins miðað við hvort óskað væri eftir atriðum frá hópnum á viðburðum vetrardagskrárinnar. Stjórn var sammála um að gott væri að fá atriði á aðventuhátíð FEBSEL. Einnig kom fram að æskilegt væri að keyptir verði sviðspallar. Magnús bauðst til að athuga verð. Þau Sigríður þökkuðu fyrir og yfirgáfu fundinn 10:30. Stjórn ræddi þessa beiðni og var sammála um að sviðspallar myndi nýtast fleirum en leiklestrarhópnum. ÓS vakti athygli á því að það væri mjög þröngt í geymslum við salinn og það þyrfti að skoða hvar pallar kæmust fyrir áður en ákvörðun væri tekin. ÞÓ mun ræða við Margréti Elísu Gunnarsdóttur forstöðumann varðandi kaup á sviðspöllum. 
  1. Vetrardagskrá veturinn 2022 til 2023. Ákveðið var að þann 22. september yrði Opið hús í umsjón stjórnar og vetrardagskrá kynnt. ÞÓ fór yfir stundaskrá síðasta vetrar og fór fundurinn yfir hvaða námskeið væri hægt að halda áfram með og hvort hentaði að bæta við nokkrum nýjum námskeiðum. Eftir er að tala við nokkra aðila sem hafa verið með námskeið og þá sem verður leitað til að halda ný námskeið. Stjórnin hefur skipt þessu á sig og mun ganga frá því. Á næsta stjórnarfundi verður lögð lokahönd á vetrardagskrána og gengið frá auglýsingu. 
  1. Önnur mál.
  2. a) Sigríður Svavarsdóttir sem er formaður hagsmunahópsins „Landsbyggðin lifi“ sendi erindi til ÞÓ og óskar eftir aðstoð til að fá tengiliði í Árborg til að samstarfs. Félagsskapur þessi er hreyfing fólks á Íslandi sem vill örva og efla byggð um land allt. Ákveðið að bjóða þeim að koma í opið hús einhvern fimmtudag í vetur í samráði við viðburðastjórn. 
  1. b) Hver er staðan á barmmerkjunum sem ákveðið var að panta í vor? VB sagði að búið væri að panta og trúlega verða þau komin fyrir haustið. 
  1. c) Ekki hefur fengist svar frá bæjarstjórn varðandi gangbraut frá slökkvistöðinni að Hjúkrunarheimilinu. ÞÓ mun fylgja því enn frekar eftir með bréfi. 
  1. d) Rætt um skipan nýs Öldungaráðs eftir sveitastjórnarkosningarnar.   ÞÓ mun senda Braga fyrirspurn varðandi það. 
  1. e) Fram hefur komið ósk um aukið framlag til Hörpukórsins frá stjórn kórsins. ÞÓ hefur óskað eftir formlegri beiðni frá kórnum um hækkun á styrk sem kórinn hefur fengið síðustu ár. 

Næsti fundur verður 5. september kl. 9:00. 

Fundi slitið 11:10 

           

________________________________           ________________________________

           Guðrún Þóranna Jónsdóttir                                Þorgrímur Óli Sigurðsson

                       ritari                                                              formaður