Fundargerð 7, 1.6.2022.

 

 

Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (7/2022).


Sjöundi fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn miðvikudaginn 01.06.2022 í sal 1, í Grænumörk 5.  Mætt: Þorgrímur Óli Sigurðsson (ÞÓ) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður, Guðrún Guðnadóttir (GG) gjaldkeri, Guðrún Þóranna Jónsdóttir (GÞ) ritari, Gunnþór Gíslason (GuG) meðstjórnandi, Ólafur Sigurðsson (ÓS) og Valdimar Bragason (VB) varamenn.

  1. Fundarsetning kl. 09:00.
  2. Fundargerð síðasta fundar, 06.05, borin upp og samþykkt samhljóða.
  3. Stundaskrá veturinn 2022 – 2023. Farið var yfir stundatöflu frá síðasta ári og skipti stjórn á sig að hafa samband við leiðbeinendur til að kanna hvort þeir vilji halda áfram. Kanna þarf hvaða vikudag það hentar að halda námskeiðið og kostnað fyrir hvern þátttakanda.  Rætt um að fjölga í viðburðastjórn. Nú eru þrír í þeirri stjórn. Skoða þarf hvort að hækka þurfi veitingar í Opnu húsi en þær hafa kostað 1.000 kr. Það verður skoðað fyrir haustið í samráði við viðburðastjórn.  Þrjár konur úr stjórn fóru austur á Hellu og skoðuðu það sem verið er að gera í félagsstarfi þar. Var það aðallega postulínsmálun, og keramik. ÓI mun tala við Þórunni Sigurðardóttur um hvort hún vill koma og kenna postulínsmálun. GÞ mun tala við Fríðu frá Þorlákshöfn um hvort hún getur komið og leiðbeint í keramik. ÓS mun skoða hvort hægt er að koma aftur af stað útskurðinn sem Blaka var með, en ýmislegt hefur þegar verið skoðað.  Rætt um sumarferðirnar. Fyrsta ferðin verður farin 14. júní. Undanfarið hefur verið upp á eina rútu, 50 manna. Rætt hvort bjóða ætti upp á sömu ferð oftar en einu sinni.
  1. LEB-blaðið Stjórn mun hittast þriðjudaginn 7. júní kl. 9 til að merkja blöð og að bera út til félagsmanna.
  2. Erindi vegna námskeiðs „Framúrskarandi konur 65 plús.“ Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Katrín G. Alfreðsdóttir leiðbeinendur sendu formanni erindið. Þær óska eftir að halda 7. skipta námskeið fyrir 8 konur í senn um úrvinnslu úr erfiðleikum sem þær hafa reynt. Kostnaður á konu 49.000 kr. Umræður. Formaður mun svara erindinu þannig að hægt sé að útvega aðstöðu fyrir þetta námskeið.
  3. VB athugaði með framleiðslu á merkjum í Ísspor. Kostnaður á merki er160 - 200 kr. miðað við 1500 merki. Breyta þarf merkinu aðeins – stækka orðið Selfoss og sleppa Félag eldri borgara sem er efst á merkinu. Ákveðið var að VB héldi áfram með þetta, lagaði til merkið og pantaði 2.000 merki.
  4. Önnur mál
  5. a) ÓS hefur haft samband við smið, Guðmund Árnason, til að fá hólk sem hægt er að setja á belti til að auðveldara verði að bera fána eldri borgara.
  6. b) ÓS spurði hvort ætti að vera hér hátíð á 17. júní? Undanfarin tvö ár hefur verið skemmtun í Mörk fyrir eldra fólk í Árborg. Formaður mun hafa samband Ólaf Rafnar hjá Árborg vegna þessa.
  7. c) Fyrir Opna húsið 19. maí var ákveðið í tölvupóstsamskiptum stjórnar að fresta til hausts að veita þeim viðurkenningu sem leitt hafa nefndir farsællega til fjölda ára.
  8. d) Félaginu hafa borist gjafir. Félag eldri borgara á Húsavík gaf útsaumaða mynd með texta: “Drottinn blessi heimilið” Myndin er innrömmuð. Félag eldri borgara í Garðabæ gaf spilastokk þar sem hvert spil er með hnitnum texta. Félag eldri borgara Snæfellsbæ gaf fundarhamar gerðan úr gullregni ættuðu frá Selfossi.

Næsti fundur verður boðaður með dagskrá í ágúst.

Fundi slitið kl. 11:45   

           

________________________________           ________________________________

Guðrún Þóranna Jónsdóttir                                  Þorgrímur Óli Sigurðsson

           ritari                                                                   formaður