Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (4/2022).
Fjórði fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn fimmtudaginn 24.03.2022 kl. 13:00 í sal 1, í Grænumörk 5.
Mætt: Þorgrímur Óli Sigurðsson (ÞÓ) formaður, Anna Þóra Einarsdóttir (AÞ) varaformaður, Guðrún Guðnadóttir (GG) gjaldkeri, Guðrún Þóranna Jónsdóttir (GÞ) ritari, Gunnþór Gíslason (GuG) meðstjórnandi, Ólafur Sigurðsson (ÓS) og Valdimar Bragason (VB) varamenn.
- Formaður setti fund kl. 13:00.
- Fundargerð stjórnarfundar 9. mars borin upp. Samþykkt samhljóða.
- Tillaga að árgjaldi FEBSEL til að leggja fyrir aðalfund 2022. GG lagði fram tillögu um að árgjaldið verði 3.500 kr. Stjórn samþykkti það samhljóða.
- Tillaga um ályktun til að leggja fyrir aðalfund 2022. Tillagan hafði áður verið send á milli stjórnarmanna í netpósti. VB las upp ályktunina og var hún samþykkt samhljóða.
- Önnur mál.
- a) Kjósa þarf fulltrúa á landsfund. Formaður gerir tillögu um að aðalfundur feli stjórn að velja fulltrúa og varafulltrúa. Samþykkt samhljóða.
- b) Öldungungaráð kynnir starf sitt og svarar fyrirspurnum í Opnu húsi 31. mars n.k. Auglýsa þarf fundinn.
- c) Nauðsynlegt er að upplýsa eldri borgara í Árborg um hádegismat í Mörk. Hvenær þetta hefst og hvernig fyrirkomulagið verði?
- d) GÞJ tók að sér að finna dagsetningu nú á vordögum þar sem fyrrverandi og núverandi stjórn fer saman út að borða á Hótel Selfoss.
- e) Anna Þóra þakkaði stjórn fyrir gott samstarf undanfarin ár. Þorgrímur Óli þakkaði einnig Önnu Þóru fyrir gott og farsælt starf í stjórn FEBSEL og sleit fundi 13:35.
Boðað verður til næsta stjórnarfundar með tölvupósti.
________________________________ ________________________________
Guðrún Þóranna Jónsdóttir Þorgrímur Óli Sigurðsson
ritari formaður