Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (3/2022).
Þriðji fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn miðvikudaginn 9.03.2022 kl. 13:00 í sal 2, í Grænumörk 5. Mætt: Þorgrímur Óli Sigurðsson (ÞÓ) formaður, Anna Þóra Einarsdóttir (AÞ) varaformaður, , Guðrún Þóranna Jónsdóttir (GÞ) ritari, Gunnþór Gíslason (GuG) meðstjórnandi, Ólafur Sigurðsson (ÓS) og Valdimar Bragason (VB) varamenn. Guðrún Guðnadóttir (GG) gjaldkeri boðaði forföll.
- Formaður setti fund kl. 13:00.
- Fundargerð síðasta fundar borin upp. Samþykkt samhljóða.
- Aðalfundur FEBSEL 2022.
ÞÓ gerir tillögu um að hafa aðalfundinn 24. mars. Var það samþykkt. Athuga með að fá fólk sem stýrir fundi og ritar fundargerð og skiptu stjórnarmenn því á milli sín að hafa samband við vænlega aðila. Fundurinn mun byrja kl. 14:00. Kaffiveitingar á aðalfundi verða í boði FEBSEL. Ákveðið var að gera ályktun og þakka sveitarfélaginu fyrir að bjóða eldra fólki upp á heilsueflingu. Rætt um ályktun varðandi heilsustíg sem lögð var fram fyrir nokkrum árum. Ákveðið var að finna þá ályktun og skoða hvort hægt væri að minna á hana.
- Viðræður við Heiðu Ösp deildastjóra um málefni FEBSEL. Heiða er tilbúin að hitta okkur í lok mars eða byrjun apríl. Það þarf að finna dagsetningu fyrir þann fund. Ræða þarf samning FEBSEL og Árborgar frá 2014, framhald á heilsueflingaræfingum í Höllinni, innleiðingu abler-kerfisins, umgengni við Grænumörk og jafnvel fleira.
- Starfsemi á vegum FEBSEL á vorönn. Á Opnu húsi 17. mars verður Gísli Tryggvason lögfræðingur sem talar um erfðamál og 31. mars verður Öldungaráð með kynningu og umræður. Rætt um að námskeiðin verði fram á vorið eftir því sem hver og einn hópur ákveður í samráði við sinn leiðbeinanda. Tillaga er um að lokahátíð FEBSEL verði þann 19. maí. Þá verði Opið hús með veglegri dagskrá – FEBSEL myndi sjá um kostnað fyrir þann viðburð.
- Afsláttarbók FEB. ÞÓ ræddi um afsláttarbók LEB og sagði að haft hefði verið samband við félagið til að kynna kosti þess fyrir fyrirtæki að vera með línur og/eða auglýsingar. Starfmaður frá LEB hefur verið að safna línum og auglýsingum. Verður tekin ákvörðun um hvort félagið tekur þátt í söfnuninni fyrir næstu áramót.
- Sveitarstjórnarkosningar, áherslumál. LEB hefur sett saman áhersluatriði eldra fólks í komandi sveitarstjórnarkosningum sem ættu að geta nýst á landsvísu. Við þurfum að taka afstöðu hvort við látum eitthvað frá okkur fara í aðdraganda kosninganna í vor. Tillaga um að fá frambjóðendur fyrir sveitastjórnarkosningar í vor á fund með eldra fólki þann 28. apríl. Formaðurinn mun einnig fara inn á þá fundi sem boðaðir verða fyrir sveitarstjórnakosningarnar og segja frá helstu áherslumálum eldra fólks hér í sveitarfélaginu.
- Önnur mál.
- a) ÓS sagði að nú með byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusá sem verður með göngubrú mætti huga að gönguleiðum að brúnni. Til dæmis mættu hugsa sér leið yfir í Hellisskóg.
- b) Hjörtur Þórarinsson gefur félaginu ljóðakver um starfssemi félagsins og býður því að gefa það út. Stjórnin samþykkti það og fól Valdimar að skoða með útgáfu á kverinu.
- c) Beiðni frá Sigríði Guðmundsdóttir um að FEBSEL greiði fyrir ljósritun á lögum/textum sem Helgi Hermannsson hefur tekið saman og sungin eru stundum í Opnu húsi og/eða í ferðum félagsins.
- d) Anna Þóra Einarsdóttir þakkaði fyrir gott samstarf á undanförnum árum en hún er að hætta í stjórninni eftir sex ára starf. AÞ taldi mikilvægt að það væri einhver úr stjórn í viðburðastjórn Opins húss.
- e) Minnt var á að stjórn og fyrri stjórn fari saman út að borða í vor. Þá verði myndataka á þeim stjórnum sem ekki hafa þegar verið myndaðar saman og samvera.
Formaður þakkaði Önnu Þóru Einarsdóttur fyrir gott og farsælt starf í stjórn FEBSEL og sleit fundi 15:40. Boðað verður til næsta stjórnarfundar með tölvupósti.
________________________________ ________________________________
Guðrún Þóranna Jónsdóttir Þorgrímur Óli Sigurðsson
ritari formaður