Fundargerð 2, 2.2.2022

 

 

Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (2/2022).


Annar fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn miðvikudaginn 2.02.2022 kl. 13:00 í sal 1, í Grænumörk 5.

Mætt: Þorgrímur Óli Sigurðsson (ÞÓ) formaður, Anna Þóra Einarsdóttir (AÞ) varaformaður, Guðrún Guðnadóttir (GG) gjaldkeri, Guðrún Þóranna Jónsdóttir (GÞ) ritari, Gunnþór Gíslason (GuG) meðstjórnandi, Ólafur Sigurðsson (ÓS) og Valdimar Bragason (VB) varamenn.

 

  1. Formaður setti fund kl. 13:00. 
  1. Fundargerð síðasta fundar borin upp. Samþykkt samhljóða. 
  1. Aðalfundur FEBSEL 2022. Samkvæmt lögum FEBSEL á að halda aðalfund í febrúar. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu og samkomutakmarkana er tillaga um að halda aðalfundinn fimmtudaginn 17. mars. Það verður stefnt að því. Undirbúningur aðalfundar ræddur. Ársreikningur er tilbúinn. Stjórn þarf að panta veitingar sem verða í boði félagsins. ÓS spurði hvort stjórn muni leggja fram ályktun á aðalfundinum. Formaður bað fundarmenn að hugsa það fram að næsta stjórnarfundi, það má benda á það sem vel hefur verið gert og koma fram með tillögu um eitthvað sem betur má fara. 
  1. ABLER félags- og innheimtukerfi í boði LEB. GG og ÞÓ voru á kynningu um þetta kerfi og leist þeim vel á það. Félag eldriborgara í Garðabæ hefur tekið kerfið í notkun og sveitarfélagið aðstoðaði við það og fram kom að þetta væri mikil vinna í upphafi en svo auðveldaði það mjög vinnu við ýmsar aðgerðir. Nefna má: Að rukka félagsgjöld, skrá sig á námskeið, að skrá sig í ferðir og greiða og fleira. ÞÓ mun senda Heiðu Ösp tölvupóst og spyrja hvort hægt væri að fá liðsinni og aðstoð frá sveitarfélaginu við að koma þessu kerfi í gagnið. 
  1. Tillaga kjörnefndar um kjör til stjórnar FEBSEL á aðalfundi.  Gestir undir þessum dagskrárlið voru þau Guðfinna Ólafsdóttir formaður kjörnefndar og Guðmundur Guðmundsson fyrrverandi formaður. ÞÓ bauð gestina velkomna og ræddi um kosningu á aðalfundi. Hann las upp tillögur kjörnefndar,  Guðfinna sagði frá starfi nefndarinnar. Guðmundur fór yfir texta í lögum varðandi kosningar og nefndi að e.t.v. væri tími kominn til að endurskoða lögin þá væri hægt að skipa nefnd sem skilaði tillögum fyrir aðalfund 2023. Einnig fór Guðmundur yfir reglur varðandi nefndaskipan sem lagfærðar voru 2015.

ÞÓ þakkaði gestunum fyrir sitt innlegg. 

  1. Félagsstarf eftir síðustu afléttingar. Samkomutakmarkanir voru rýmkaðar þannig nú geta

      50 manns komið saman. Búið er að gefa það út á síðu félagsins á facebók að félagsstarf

      geti hafist og einnig hefur það verið auglýst í Dagskránni. Ýmislegt er að fara af stað þar

      sem fjöldinn er innan við 50.  Rætt um námskeiðin, athugað verður með

      postulínsmálun sem ekki gat farið af stað í haust. AÞ og ÓS tóku að sér að skoða

      staðsetningu og glerbrennsluofn með væntanlegum leiðbeinenda. 

  1. Sveitarstjórnarkosningar, áherslumál. ÞÓ bað stjórn að velta fyrir sér hvort það væri

      eitthvað sem mætti bæta eða laga fyrir eldra fólk í sveitarfélaginu.

      Eftirfarandi hugmyndir komu fram:

  1. a) Hvort hægt er að finna einhvers konar millistig á milli þess að vera á eigin heimili og á hjúkrunarheimili.
  2. b) Félagsþjónustan og heilsugæslan starfi meira saman. Sveitarfélagið gæti haft frumkvæði að því.
  3. c) Að boðið verði upp á hádegismat fyrir eldra fólk í Grænumörk
  4. d) Sveitarfélagið komi meira að starfi FEBSEL, t.d. með því að ráða mann til að halda utan um starfið.
  5. e) Lýðheilsa fyrir eldri borgara – hrósa sveitarfélaginu. 
  1. Framkvæmdir við eldhúsinnréttingu í Mörk. ÞÓ sendi fyrirspurn til Margrétar

um framkvæmdir – og fékk það svar að það myndi tefjast um einhverjar vikur   og yrði    tilbúið um miðjan febrúar. Óðinn Sigurðsson umsjónamaður eigna og viðhalds sagði aðspurður að ýmislegt hefði tafið en nú væri þetta allt að koma, gæti orðið ca. vika. 

  1. Önnur mál.
  2. a) Þar sem sveitastjórnarkosningar eru framundan 14. maí þá kom fram hugmynd um að halda fund í Mörk með frambjóðendum í Árborg - Að bjóða þeim í Opið hús.
  3. b) AÞ spurði hvernig væri með þá sem áttu að vera í opnu húsi í janúar eins og Gísla Tryggvason og Öldungaráð. ÞÓ hefur verið í sambandi við Gísla og verður það áfram. GÞ mun vera í sambandi við Öldungaráð.
  4. c) Ákveðið að verði frítt kaffi og veitingar á fyrsta opna húsi.
  5. d) Að lokum var minnt á að stjórnin ætti að fara saman og fari út að borða.

 

Næsti stjórnarfundur var ákveðinn 9. mars kl. 13:00. 

16:05 fundi slitið.

 

________________________________           ________________________________                               

          Guðrún Þóranna Jónsdóttir                                 Þorgrímur Óli Sigurðsson                               

           ritari                                                                formaður