Fundargerð 1, 5.1.2022

 

 

Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (1/2022).


Fyrsti fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn miðvikudaginn 5. janúar 2022 í sal 1 í Grænumörk 5.

Mætt: Þorgrímur Óli Sigurðsson (ÞÓ) formaður, Guðrún Guðnadóttir (GG) gjaldkeri, Anna Þóra Einarsdóttir (AÞ) varaformaður, Guðrún Þóranna Jónsdóttir (GÞ) ritari, Gunnþór Gíslason (GuG) meðstjórnandi, Ólafur Sigurðsson (ÓS) og Valdimar Bragason (VB) varamenn.

 

  1. Formaður setti stjórnarfund kl. 13.00
  2. Fundargerð síðasta fundar borin upp til afgreiðslu. Samþykkt samhljóða.
  3. Covid 19 og starfsemi FEBSEL í upphafi árs 2022. Mikið smit er í gangi og urðu umræður um

hvort hægt væri að halda einhverri starfsemi í gangi. Stjórn tók þá ákvörðun að enginn starfsemi verði á vegum FEBSEL fyrr en breytingar verða á sóttvarnarreglum til afléttingar. Stjórn skipti á sig að hringja í umsjónarmenn námskeiða/starfsemi félagsins og upplýsa þá um þessa frestun.

  1. Aðalfundur 2022. Aðalfundi sem vera átti 10. febrúar nk. verður frestað um óákveðinn tíma.
  2. Fyrirhuguð kynning á erfða- og fjármálum eldra fólks. Ákveðið hafði verið að Gísli Tryggvason

lögmaður kæmi 27. jan. með þá kynningu. Verður þeirri kynningu frestað og mun formaður hafa samband við Gísla. Sveitarfélagið mun styrkja þennan viðburð þegar hann verður.

  1. Framkvæmdir við eldhúshluta í Mörk. Stjórn fagnar því að framkvæmdir séu hafnar og vonar að

     tíminn til framkvæmda verði vel nýttur á meðan starfsemin liggur niðri sbr. lið 3. Eins og áður hefur

     verið bent á er mikilvægt að fá aðstöðu hér í Mörk til að hægt verði að bjóða upp hádegismat fyrir

     eldra fólk.

  1. Önnur mál.
  2. GG hefur haft samband við Steinunni Valdimarsdóttur verkefnastjóra hjá LEB

vegna vefkerfisins Abler sem er félaga- og greiðslukerfi. Hægt er að nota kerfið til að
innheimta félagsgjöld á einfaldan og þægilegan  hátt. Einnig er hægt að
setja upp námskeið og námskeiðshópa, auk viðburða í kerfinu og innheimta
gjöld þeirra vegna í gegnum kerfið. Fram kom að Landsamband eldri borgara  heldur utan um þetta og greiðir mánaðargjöld fyrir öll félög landsins. Samþykkt var að FEBSEL taki upp kerfið og mun GG ganga frá formlegri umsókn.

  1. GÞJ tekur að sér að prenta út fyrir fundi, dagskrá og efni sem formaður óskar eftir.
  2. GG keypti nýja plöstunarvél en sú gamla var orðin ónothæf.
  3. VB nefndi að gott væri að formaðurinn sendi grein í Dagskrána og inn á netmiðla FEBSEL um það sem félagið stendur fyrir og hvað gæti verið framundan.
  4. Næsti fundur verður 2. febrúar kl. 13:00 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið: kl. 15:20

  

________________________________           ________________________________                               

             Guðrún Þóranna Jónsdóttir                             Þorgrímur Óli Sigurðsson                                              

              ritari                                                                formaður