Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (14/2021).
Fjórtándi fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn mánudaginn 14. desember 2021 kl. 12:00 í sal 1 í Grænumörk 5. Kl. 13 var gert fundarhlé og boðið upp á veitingar í umsjón Guðrúnar gjaldkera – þar eftir var fundurinn fluttur í Uppsali sem er nýtt fundarherbergi á efri hæð.
Mætt: Þorgrímur Óli Sigurðsson (ÞÓ) formaður, Guðrún Guðnadóttir (GG) gjaldkeri, Anna Þóra Einarsdóttir (AÞ) varaformaður, Guðrún Þóranna Jónsdóttir (GÞ) ritari, Gunnþór Gíslason (GuG) meðstjórnandi, Ólafur Sigurðsson (ÓS) og Valdimar Bragason (VB) varamenn.
- Fundarsetning Fundur var settur af formanni kl. 12:00
- Fundargerð Fundargerð 13. stjórnarfundar var samþykkt einróma.
- Aðalfundur 2022 – Samkvæmt lögum Félags eldri borgara á Selfossi á að halda aðalfund fyrir febrúarlok ár hvert. Ákveðið var að halda fundinn 10. febrúar. ÞÓ mun upplýsa kjörnefnd um það. Kjörtímabil stjórnar er tvö ár, hámark sex ár. Guðrún gjaldkeri gengur frá reikningum til endurskoðanda sem verða síðan tilbúnir fyrir aðalfund. Rætt um hækkun á árgjaldi, tillaga til aðalfundar verður gerð á næsta stjórnarfundi. Stjórn mun gera tillögu til aðalfundar um kjörnefnd á aðalfundi. Kjósa þarf fulltrúa á þing Landssamband eldri borgara. Endanlegur undirbúningur aðalfundar verður unnin á næsta stjórnarfundi.
- Öldungaráð Árborgar. Haldinn var fundur í ráðinu 29. nóvember og þar var farið yfir breytingar á starfsreglum fyrir Öldungaráð. Heiða Ösp Kristjánsdóttir starfsmaður ráðsins mun leggja þær fyrir félagsmálanefnd eftir samráð við lögmann sveitarfélagsins. Á fundinum voru niðurstöður frá málþingi eldri borgara í október kynntar, einnig bæklingur um þjónustu við aldraðra í Árborg. Á fundinum lagði GÞJ fram ályktun og áskorun til sveitarfélagsins um áframhaldandi heilsueflingu fyrir eldra fólk sem búsett er í sveitarfélaginu. Öldungaráð samþykkti það ásamt því að leggja áherslu á mikilvægi þess að tryggt verði fjármagn til verkefnisins. Heiða Ösp mun fylgja því eftir. Samkvæmt nýjum starfsreglum verða fundir Öldungaráðs með bæjarstjórn og félögum eldri borgara í sveitarfélaginu einu sinni á ári. Ákveðið var að fundur Öldungarráðs verði með Félagi eldri borgara á Selfossi 20. janúar 2022. Hugmynd kom frá VB að senda greinarkorn í Dagskrána í janúar um öldungarráð og mikilvægi lýðheilsuhreyfingar. Stjórn þakkar GÞJ fyrir hennar framlag til Öldungarráðs
- Námskeið og viðburðir á seinni önn vetrar 2021 – 2022
Starfsemi FEB SEL mun byrja aftur 10. janúar.
Ekki var nægileg aðsókn að tréskurðarnámskeiðinu og féll það niður. Verður það skoðað næsta haust. Stjórn mun hafa samband við þá sem þau töluðu við í haust og fregna hvað framundan er á næstu önn. Endurnýja þarf stundaskrána fyrir vorönn – VB beðinn að sjá um það. Ný námskeið munu verða í boði postulínsmálun, endurminningaskrif (ritlist) og handavinnuaðstoð. Snjalltækanámskeið var haldið á haustönn og gekk vel. ÞÓ kom með tillögu um að gera könnun á því hvort fólk vilji halda áfram að læra og/eða nýtt fólk komi á námskeiðið.
Rætt um Karla í skúrum – talið að það geti orðið nokkuð dýrt úrræði. Fram kom að víða komi Rauði krossinn að verkefninu. ÓS sagði að hægt væri að fá mann af höfuðborgarsvæðinu, Hörð Sturluson til að kynna Karlar í skúrum, t.d. í Opnu húsi.
Opið hús verður 13. janúar. Þá mun stjórn bjóða í kaffi og með‘í og farið verður yfir námskeiðin og ný námskeið kynnt.
Kaffi og veitingar í Opnu húsi – Bjartmar er tilbúin að vera áfram með kaffiveitingar en honum finnst of mikið að vera í hverri viku. Rætt um að tala við Kjötbúrið og fleiri. ÞÓ þakkaði ÓS fyrir hversu vel hann sjái um húsnæði félagsins í Grænumörk og eftirfylgni með framkvæmdum. ÓS þurfti að yfirgefa fundinn.
- Kynning á erfða- og fjármálum. Gísli Tryggvason lögmaður hafði samband við ÞÓ og bauð kynningu á erfða- og fjármálum eldra fólks. Möguleiki er að hann fái pláss í Opnu húsi 27. janúar, Gísli myndi vera með erindi og svara spurningum. ÞÓ mun hafa samband við Gísla og bjóða honum þetta.
- Önnur mál
- AÞ leggur til að stjórn finni tíma til að fara saman út að borða – GuG kemur með tillögu um fara á Hótel Geysi. Vel tekið í þessar hugmyndir.
- Fram kom hjá gjaldkera að 13 hefðu ekki greitt árgjald 2021 – hún mun hafa samband við þetta fólk með símaskilaboðum. GG upplýsti stjórnina um að ógreidd árgjöld um áramót 2020 – 2021 hefðu verið felld niður þannig að allir byrjuðu með hreint borð á nýju ári.
- ÞÓ sagðist hafa verið í sambandi við Alex Ægisson, sem setti upp heimasíðuna og hefur óskað eftir frekari leiðbeiningum varðandi að setja inn efni, deilingar o.fl. Gott að fá fleiri úr stjórn til að setja inn efni og vinnu við síðuna og nefndi við VB hvort hann væri til í að koma í þá vinnu. VB tók vel í það.
- Einnig sagði ÞÓ frá beiðni sem hefur komið frá félögunum í landinu að þau gætu komist inn í LEB-síðuna þar sem þau gætu sett inn efni og upplýsingar. Ákveðið kerfi er fyrir LEB, ABLER þar sem félagatal félaga gæti verið inni. Þar gætu félagar úr félögum víðs vegar að m.a. séð um að skrá sig á námskeið, leikhús. Verður skoðað.
- Rædd hugmynd um að fá hlutastarf fyrir FEBSEL frá sveitarfélaginu. Það eru 800 félagar í félaginu og spurning hvort ekki þarf að fá meiri þjónustu fyrir fólkið en hægt er að veita í dag?
- Stjórn var minnt á myndatöku á næsta fundi
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið: kl. 15:00
Næsti fundur 5. janúar kl. 13:00
________________________________ ________________________________
Guðrún Þóranna Jónsdóttir Þorgrímur Óli Sigurðsson
ritari formaður