Fundargerð 12, 27.9.2021

Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (12/2021).


Tólfti fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn miðvikudaginn 27. september 2021 kl. 11:00 í félagsmiðstöðinni Mörk.

Mætt: Þorgrímur Óli Sigurðsson formaður, Guðrún Guðnadóttir gjaldkeri, Anna Þóra Einarsdóttir varaformaður, Guðrún Þóranna Jónsdóttir ritari, Ólafur Sigurðsson og Valdimar Bragason varamenn. Gunnþór Gíslason er veikur. 

                                                                                            

  1. Formaður setti fund kl.11:00
  2. Fundargerð stjórnarfundar samþykkt og undirrituð.
  3. Breyting í stjórn. Beiðni Gunnþórs Gíslasonar um tímabundið leyfi frá störfum vegna veikinda var tekin fyrir og samþykkt. Formaður gerði tillögu um að 1. varamaður, Ólafur Sigurðsson taki við sem aðalmaður. Var það samþykkt. 
  1. Uppsetning skráningalista á námskeið á vegum FEBSEL.

Farið var yfir  viðburði / námskeið sem verða á vegum FEBSEL í vetur – ekki þarf að skrá sig í alla og verða viðburðir kynntir á opnu húsi þann 30. sept.

Komin verður ný stundaskrá á fimmtudag sem dreift verður á opnu húsi en það þarf að leiðrétta tvo eða þrjá liði. Stjórnarmenn / eða leiðbeinendur munu segja frá viðburðum. 

  1. Greiðslufyrirkomulag v/námskeiða. Hver og einn námskeiðshaldari mun rukka fyrir námskeiðin og heldur utan um mætingu. Valdimar mun koma með skráningablöð til útfyllingar sem munu liggja frammi. 
  1. Félaga og greiðslukerfi LEB. Guðrún Guðnadóttir telur að það sé gott að fá þetta kerfi fyrir félagatalið og uppsetningu námskeiða en ekki varðandi innheimtu því það er tengt við Motus. Þá koma vextir á árgjald eftir eindaga. Guðrún mun leita frekari upplýsinga. 
  1. Afnot af smíðastofum grunnskóla. Ólafur og Valdimar fóru í Vallaskóla og Sunnulækjarskóla og leist vel á báða staði. Þeim fannst betra að stefna á Vallaskóla sem er betur búinn að vélum / tækjum og betur staðsettur. Þar verður hægt að byrja námsskeið rúmlega 14:00. Ákveðið að velja Vallaskóla og Hjálmar frá Hvolsvelli sem tekur námskeiðið að sér mun koma í dag og skoða aðstöðuna.
  1. Hlutverkaskipan stjórnarmanna. Formaður ræddi um að Ólafur Sigurðsson taki að sér umsjón með húsnæðinu hér í Grænumörk og aðrir stjórnarmenn hafi samband við hann ef eitthvað varðar húsnæðið. Valdimar tók að sér að sjá um að senda auglýsingar í Dagskrána.
  2. Önnur mál.
  3. Skipulagning skrifstofunnar á efri hæð – meðal annars vantar stóla og borð. Ólafur hefur gert ráð fyrir að fá borð í M3 og svarta stóla úr stólageymslunni einnig eru hugmyndir um að kaupa stóla, losa sig við gömul húsgögn og hreinsa út gamlar tölvur og prentara. Fá Alex til að fara yfir gamlar tölvur og setja á minnislykla það sem hægt er að nota.
  4. Fyrirspurn kom til gjaldkera frá konu á fimmtugsaldri hvort hún mætti ganga í FEB-SEL. Ákveðið var að halda sig við 60 ára eins og lögin segja.
  5. Opið hús – fyrsti fundur er kynningarfundur sem stjórnin sér um. Þá er kaffi og veitingar í boði félagsins. Stjórn mun mæta kl. 14 og raða upp borðum og stólum.
  6. Rætt um hvernig ganga á frá sölunum eftir notkun – ákveðið að óska eftir fundi viðkomandi aðila. Formaður mun senda fyrirspurn til Margrétar Gunnarssdóttir.
  7. Stjórn Félags eldri borgara bauð öllum stjórnamálaflokkum sem bjóða fram í Suðurkjördæmi að koma í Grænumörk til að kynna stefnumál sín og ræða við fólk síðustu vikur fyrir kosningar. Af 10 flokkum komu 9 í Mörkina og ræddu málin hver í um klukkustund 

Fundi slitið 13:15 

 

________________________________           ________________________________                               

             Guðrún Þóranna Jónsdóttir                           Þorgrímur Óli Sigurðsson                                                                                             ritari                                                          formaður