Fundargerð 11, 10.9.2021

Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (11/2021)

 

Ellefti fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn föstudaginn 10. sept. 2021 kl 12:30 í félagsmiðstöðinni Mörk. Mætt eru: Þorgrímur Óli Sigurðsson formaður, Guðrún Guðnadóttir gjaldkeri, Anna Þóra Einarsdóttir varaformaður,  Gunnþór Gíslason meðstjórnandi,  Ólafur Sigurðsson og Valdimar Bragason varamenn. Guðrún Þóranna Jónsdóttir ritari boðar forföll.

  1. Formaður setti fund kl 12:30. Anna Þóra Einarsdóttir ritar fundargerð í forföllum ritara.
  2. Fundargerð síðasta fundar var send út í pósti. Formaður bar hana upp og var hún samþykkt.
  3. Stundaskrá. Valdimar lagði fram drög að stundaskrá fyrir hauststarf FEB 2021. Stundaskráin rædd, yfirfarin og breytt  samkvæmt nýjustu upplýsingum. Kynning á vetrarstarfinu verður fimmtudaginn 30. sept. í fyrsta opna húsi vetrarins.
  4. Díana Gestsdóttir lýðheilsufulltrúi Árborgar var gestur fundarins og fór yfir nokkur mál varðandi starf vetrarins. Mikil ánægja er með styrktarleikfimina hjá Berglindi Elíasdóttur sem Árborg býður eldri borgurum endurgjaldslaust eins og er. Um 80 manns mæta í leikfimina. Díana upplýsir að verið sé að leggja drög að fjölgun tíma. Rætt um íþróttaiðkun eldri borgara almennt og forvarnargildi þess að stunda íþróttir. Ýmsar íþróttir verða í boði á vegum FEB á starfsárinu ef næg þátttaka verður. Má þar nefna stólaleikfimi,  stólajóga, Qigong og fleira. Boccía getur verið í íþróttasal í Mörk,  þar er búið að merkja völl. Málþing fyrir eldri borgara verður á vegum Árborgar 27. október n.k. í Hótel Selfossi kl 13-16. Díana greindi frá fyrirkomulagi ráðstefnunnar en þar verða fyrirlestrar, kynningar og málstofa um málefni eldri borgara. Díana sagði frá að komið væri grænt ljós á að FEB geti fengið afnot af smíðastofum Vallaskóla og Sunnulækjarskóla. Félagið hafi samband við stjórnendur skólanna til að skipuleggja það.  Díana óskaði eftir að endurhæfingarhópur krabbameinsfélagsins fái aðgang að æfingabúnaði FEB einu sinni í viku og var það samþykkt samhljóða. Díana segir að hún vinni náið með Heiðu Ösp og FEB getur haft samband við hana um ýmis mál eftir þörfum. Stjórnin kemur á framfæri almennri ánægju með menningargöngur og ennfremur ánægju og þakklæti til Árborgar fyrir góðan aðbúnað og stuðning við starf FEB. 

Önnur mál

  1. Gunnþór þakkar fyrir aðgerðir á aðstöðu Hörpukórsins sem er að verða mun betri.
  2. Guðrún Guðnadóttir sagði frá heimsókn eldri borgara á Reykjanesi sem hún og Gunnþór sáu um. Reyknesingar afar hrifnir af aðstöðu okkar. Guðrún er að vinna í sambandi við LEB varðandi félaga og greiðslukerfi sem LEB býður aðildarfélögum.
  3. Anna Þóra sagði að árshátíðarnefnd væri að taka til starfa. Árshátíð félagsins er venjulega í byrjun nóvember.
  4. Rætt um auglýsingar í næstu Dagskrá. Valdimar sér um þær.
  5. Ólafur og Valdimar taka að sér að hafa samband við skólastjórnendur varðandi afnot af smíðastofum.
  6. Þorgrímur Óli sagði frá erindi Ólafs Rafnar varðandi myndgreiningu í október í tengslum við menningarmánuð Árborgar og óskaði eftir að Guðrún Þóranna og Anna Þóra mundu sjá um að hafa samband við Guðmundu hjá skjalasafni Árborgar.

Fundi slitið kl 14:45.

 

___________________________________                ____________________________________

Þorgrímur Óli Sigurðsson                                                             Anna þóra Einarsdóttir

Formaður                                                                                          ritar fundargerð