Fundargerð 10, 30.8.2021

Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (10/2021).


Tíundi fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn mánudaginn 30. ágúst 2021 kl. 10:00 í félagsmiðstöðinni Mörk.

Mætt: Þorgrímur Óli Sigurðsson formaður, Guðrún Guðnadóttir gjaldkeri, Anna Þóra Einarsdóttir varaformaður, Gunnþór Gíslason meðstjórnandi, Guðrún Þóranna Jónsdóttir ritari, Ólafur Sigurðsson og Valdimar Bragason varamenn. 

 

  1. Formaður setti fund kl.10:03
  2. Fundargerð síðasta fundar. Fundargerð 9. fundar hafði verið send út til stjórnarmanna með fundarboði – formaður bar hana upp og var hún samþykkt samhljóða. 
  1. Stundaskrá – Valdimar mun sjá um að undirbúa stundaskrá. Farið yfir þau námskeið sem voru rædd á síðasta fundi og stjórnarmenn höfðu haft samband við námskeiðshaldara og kannað vilja þeirra til að taka að sér námskeið í vetur. Flestir þeirra voru tilbúnir að sjá um námskeið og mun Valdimar fá niðurstöður frá stjórnarmönnum sendar í tölvupósti. Kynna þarf kostnað vegna námskeiða þannig að fólk fái að vita þegar það skráir sig hvað kostar að taka þátt í hverju námskeiði. Námskeiðin verða auglýst í dagskránni, þau verða kynnt á opnu húsi, á skjánum í Grænumörk og skráningablöð munu liggja þar frammi.
  2. Frá LEB. Komið hefur boð frá LEB um aðgang að félaga- og greiðslukerfi fyrir aðildarfélögin. Kerfi sem sér um alla innheimtu og app sem gefur möguleika á að skráningakerfi námskeiða og greiðslu fyrir þau. Í umræðu kom fram að formaður hefur farið fram á við sveitarfélagið Árborg að við fengum aðstoð frá þeim til að halda utan um ákveðin verkefni. Gjaldkeri mun hafa samband við LEB og fá nánari skýringar á því hvað þessi aðgangur felur í sér.
  3. Staða framkvæmda í Grænumörk Ólafur Sigurðsson fór yfir stöðuna. Í síðustu viku funduðu þeir Þorgrímur Óli með félagsþjónustunni, Þorsteini Hjartarsyni sviðsstjóra fjölskyldusviðs og fl. frá Árborg. Þar kom m.a. fram að það myndi kosta 1,8 millj. kr. að flytja eldri borgara upp og Félagsþjónustuna niður. Farið var á leit við Febsel að þau námskeið þar sem þyrfti að nýta vatn og vaska færu fram í sal 1. á jarðhæð. Ólafur og Þorgrímur Óli samþykktu það. Fram kom að fljótlega verður farið í verklegar framkvæmdir á efri hæðinni.
  4. Auglýsingar í Dagskránni – Valdimar og Þorgrímur Óli ræddu við ritstjóra Dagskrárinnar og prentsmiðjustjóra Prentmet Odda um að setja inn auglýsingar frá FEBSEL í Dagskrána. Auglýsingin yrði í einum dálki - má vera með mynd. Greitt verður sama gjald 3.500 kr. fyrir stærð 5 til 8 dálksentimetrar. Rætt um að auglýsa yfir vetrartímann í hverri viku. Stjórnin samþykkti tilöguna samhljóða.
  5. Önnur mál.
  6. september koma eldri borgarar frá Suðurnesjum á Selfoss – um 40 manna hópur sem hefur áhuga á að skoða aðstöðu eldri borgara í Árborg. Guðrún Guðnadóttir mun taka á móti fólkinu á milli 14 og 16 og veita leiðsögn . Anna Þóra og Gunnþór munu verða til taks ef þörf er á.
  7. Rætt um að hafa opið hús í byrjun október.

 

Fundi slitið 12:00 

 

________________________________           ________________________________                               

          Þorgrímur Óli Sigurðsson                                    Guðrún Þóranna Jónsdóttir           

                      formaður                                                                 ritari