Fundargerð 9, 10.8.2021

Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (9/2021).


Níundi  fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn miðvikudaginn 10. ágúst 2021 kl. 13:00 í félagsmiðstöðinni Mörk.

Mætt: Þorgrímur Óli Sigurðsson formaður, Guðrún Guðnadóttir gjaldkeri, Anna Þóra Einarsdóttir varaformaður, Gunnþór Gíslason meðstjórnandi, Guðrún Þóranna Jónsdóttir ritari, Ólafur Sigurðsson og Valdimar Bragason varamenn.

 

Fundarsetning.    Formaður setti fund kl.13:05

 1. Fundargerð lesin. Fundargerð síðasta fundar var lesin og samþykkt samhljóða með smávegis orðalagsbreytingum. Ritari mun senda á stjórn samþykkta fundargerð. Ákveðið að ritari myndi prenta út fundargerðir og sjá um að setja þær í möppu.
 2. Vetrarstarfið. Fyrsta opna hús félagsins myndi verða um 20. sept. ef leyfilegt verður að koma saman. Anna Þóra mun hafa samband við viðburðanefnd sem séð hefur um opið hús. Þá þarf að kynna dagskrá námskeiða á starfsárinu og annað starf félagsins.

Stjórnin fór yfir stundaskrá námskeiða frá hausti 2020 en sú stundaskrá komst varla til framkvæmda á síðasta ári. Stjórnarmenn skiptu á milli sín að hringja í þá sem voru skráðir leiðbeinendur námskeiða en það eru um 25 manns. Hver námskeiðshaldari ákveður verð á sínu námskeiði og rukkar þátttakendur. Stjórnarmaður þarf að ákveða með hverjum og einum hvaða tími henti honum/henni, staðsetning og fjöldi þátttakenda (lágmark og hámark).

Það verður hægt að skrá sig á námskeið á netinu og einnig munu skráningablöð liggja frammi í Grænumörk. Vanti leiðbeinendur þá er opinn möguleiki að auglýsa eftir þeim t.d. í Dagskránni. Mikilvægt er að halda vel utan um skráningar á námskeiðin. 

 1. Málþing

Það verður málþing á vegum félagsþjónustu Árborgar í haust. Er það liður í því að nýta það fjármagn sem Árborg fékk til ráðstöfunar til að koma til móts við eldri borgara frá félagsmálaráðuneytinu vegna kórónaveirunnar. Sigrún Erna Kristinsdóttir (vantar starfsheiti) skipuleggur málþingið sem verður 15. september kl. 13:00 – 16:00 á Hótel Selfossi. Gert er ráð fyrir þjóðfundaformi með leiðbeinanda í hverjum hópi. Á þinginu verður þjónustuaðilum á svæðinu boðið að kynna starf sitt og það sem þeir bjóða upp á. Febsel hefur verið  boðið að vera með kynningu – stjórnarmenn voru sammála um að þiggja það. Spurning um fallegan bækling með upplýsingum um félagið og drög að stundaskrá starfsársins. Valdimar mun hafa umsjón með gerð bæklingsins og stjórnarmenn munu taka saman upplýsingar um félagið.

 1. Húsnæðismál í Grænumörk.

Lítið hefur miðað varðandi lagfæringar á húsnæði því sem Febsel fær að nýta fyrir aðstöðu fyrir skrifstofu stjórnar og námskeið í leir og postulíni. Allt er enn í biðstöðu. Ekki tímalína á verkefninu en er í skoðun. Félagsþjónusta Árborgar hefur fengið það húsnæði sem Febsel hafði til nota í austurálmu. Þorgrímur Óli sendi tölvupóst til Heiðu Aspar Kristjánsdóttur þann 4. ágúst varðandi nýtingu á húsnæði í skólunum fyrir starfsemi eldri borgara – t.d. smíðastofurnar og jafnvel fleira.

Sú hugmynd hefur komið upp að væri möguleiki að fá aðstöðu í stóru húsi/geymslu sem héraðsskjalasafnið hefur umráð yfir sem er niðri á Eyrarbakka. Félagið hefur verið að leita að stað fyrir Karla í skúrum. Einnig mætti hugsa sér að möguleiki sé að fá sjálfboðaliða frá eldri borgurum til að aðstoða við að lagfæra laskaða muni frá Byggðasafni Árnesinga eins gert er víða um land. Formaður sendi Heiðu Ösp spurningu um hvort þetta væri eitthvað sem mætti hugsa um.

 1. Alþingiskosningar, samstarf félaga eldri borgara á Suðurlandi.

Boðað var til fundar félaga eldri borgara á Suðurlandi þann 21. júní á Hellu til að skoða samstarf félaganna í framtíðinni og ræða um almennan fund eldri borgara á Suðurlandi með frambjóðendum til alþingiskosninga í september. Góð mæting var á fundinn um 20 manns frá 8 félögum. Ýmis mál voru rædd sem varða eldri borgara og var samþykkt einróma að félagar mæti á almenna framboðsfundi og kynni ályktun kjaranefndar og stjórnar LEB á landsfundi 2021, Eldra fólk vill hafa áhrif á eigið líf. Fallið var frá þeirri hugmynd að halda sameiginlegan fund með frambjóðendum kjördæmisins.  Valin var 6-manna nefnd til að undirbúa þá sem mæta munu á framboðsfundi listanna fyrir kosningarnar í haust.

 1. Auglýsing í Dagskrá. Ritstjóri Dagskrár, Gunnar Páll býður Febsel að auglýsa í dagskránni vikulega með afslætti. Stjórninni leist vel á það og var Þorgrími Óla og Valdimar falið að semja við þá.

Önnur mál
a) Ólafur sagði að hann hefði tekið að sér að hengja upp skjöldinn fyrir pílukastið.  Hann nefndi að mætti skoða að hengja hann upp í herberginu á 2. hæð.

 1. b) Gunnþór spurði um pláss í íþróttahúsinu fyrir íþróttaiðkun fyrir eldra fólk. Formaðurinn sagði að þar væri búið að tryggja pláss fyrir eldra fólk og einnig er gert ráð fyrir að geta verið úti á vellinum þegar þannig viðrar.
 2. c) Fram kom hjá Ólafi að þeir sem höfðu verið á námskeiði hjá Hafþóri í tálgað í tré væru með sýningu í glugga í bókasafninu. Stöð 2, Magnús Hlynur hefur farið fram á að fá viðtal við þá í sjónvarpinu.
 3. d) Halldór Magnússon lyfjafræðingur hafði samband við Þorgrím Óla og vill koma á framfæri að það þurfi að rýmka umstang í kringum endurnýjun ökuskírteinis fyrir eldra fólk.
 4. e) Guðrún Þóranna vakti máls á því að gott væri að hafa útistóla fyrir sunnan húsið Mörk til að fólkið geti tyllt sér út þegar veðrið er gott. Samþykkt var að nöfnurnar, Guðrúnarnar færu í Rúmfatalagerinn og athuguðu hvort þær finndu eitthvað sem myndi passa að setja út fyrir fólkið. Síðan þarf að setja húsgögnin inn á vetrum.
 5. f) Næsti fundur var ákveðinn 30 ágúst kl. 10:00.

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið 15:20. 

 

________________________________           ________________________________                               

Þorgrímur Óli Sigurðsson                                  Guðrún Þóranna Jónsdóttir           

           formaður                                                                 ritari