Fundargerð 8, 9.6.2021

Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (8/2021).

 

Áttundi fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn miðvikudaginn 9. júní 2021 kl. 11:00 í félagsmiðstöðinni Mörk. Var það fyrsti fundur nýkjörinnar stjórnar FEB á Selfossi. 

Mætt: Þorgrímur Óli Sigurðsson formaður, Guðrún Guðnadóttir gjaldkeri, Anna Þóra Einarsdóttir, Gunnþór Gíslason, Guðrún Þóranna Jónsdóttir og varamenn eru Ólafur Sigurðsson og Valdimar Bragason. 

Formaður setti fund kl. 11:15 og bauð stjórn velkomna til fundar og óskaði eftir að gera þá breytingu á dagskrá að taka fyrir í upphafi 2. dagskrármál sem er verkaskipting stjórnar. Var það samþykkt. 

Þorgrímur Óli gerði tillögu um Önnu Þóru sem varaformann og Guðrúnu Þórönnu sem ritara. Var það samþykkt. 

  1. Lesin fundargerð síðasta fundar. Þorgímur Óli las fundargerð 7. fundar starfsársins sem var samþykkt athugasemdalaust. 
  1. Verkaskipting stjórnar, varaformaður og ritari. 
  1. júní, kvöldvaka. Verkefni stjórnarinnar fyrir kvöldvökuna voru að skipuleggja uppröðun í Mörk og að nægilegt væri af stólum. Óli sagði að 200 stólar væru til staðar í Mörkinni. Síðan hafði hann samband við menn í áhaldahúsi bæjarins sem töldu að þeir hefðu ekki neina stóla að lána. Ákveðið var að Óli hefði samband við Einar Björnsson og kynnti honum stöðu máls, hann tæki þá ákvörðun um framhald málsins. Einnig sér stjórn um veitingar. Ákveðið var að það yrðu í boði tvær tegundir af gosi, sítrónu-kristall og appelsín í tveggja lítra flöskum og 2 – 3 tegundir af sætu kexi. Guðrún Guðnadóttir mun annast þau innkaup. 
  1. Útburður LEB-blaðsins. Nokkrar umræður urðu um hvernig best væri að haga útburði blaðsins en landssambandið mun greiða fyrir hann. Niðurstaðan var að gjaldkeri mun kanna hvað myndi kosta að fá Póstinn til að annast útburð – það væri öruggast og auðveldast fyrir stjórnina. Einnig væri möguleiki á að semja við ungmennafélagið ef það fyrrnefnda kostar of mikið. Ákveðið var að þeir stjórnarmenn sem gætu myndu mæta kl. 8 á föstudagsmorguninn 11. júní til að setja límmiða á LEB-blaðið með nöfnum félagsmanna Febsel sem Guðrún Guðnadóttir hefur útbúið. 
  1. Sameiginlegur fundur félaga eldri borgara í Árnes- og Rangárvallasýslu.

Jón Ragnar Björnsson formaður eldri borgara í Rangárþingi sendi boð til allra félaga eldri borgara á Suðurlandi til að kanna áhuga á að standa fyrir sameiginlegum fundi með frambjóðendum Suðurkjördæmis. Þar yrði m.a. rædd samþykkt landsfundar LEB „Áhersluatriði eldra fólks í komandi alþingiskosningum.“ Jón Ragnar boðar til undirbúningsfundar með formönnum/stjórnum félaganna mánudaginn 21. júní kl. 13:00 í menningarsalnum á Hellu. Erindið fékk góðar undirtektir stjórnarmanna og ákveðið að Þorgrímur Óli og Gunnþór mæti á undirbúningsfund á Hellu. 

  1. Skipun fulltrúa í nefndir. Farið var yfir þær nefndir sem eru á vegum félagsins. Stjórnarmenn skiptu því á sig að hafa samband við þá fulltrúa sem í þeim hafa starfað og fá upplýsingar hvort þeir vilja starfa áfram en um er að ræða sjö nefndir. Árshátíðarnefnd, viðburðastjórn í Mörk, ferðanefnd, félagsvistanefnd, leikhúsnefnd (tillaga um að nefna hana menningarnefnd), íþróttanefnd (tillaga um að nefna hana lýðheilsunefnd. 
  1. Erindi Jóns Hjartarsonar um hjólreiðaferð um Flóa. Þorgrímur Óli sagði frá hugmyndum Jóns um hjólaferð þann 28. ágúst. Stjórnarmenn voru sammála um að þetta væri góð hugmynd en ferðin væri nokkuð löng fyrir þá sem ekki hefðu þjálfað hjólreiðar mikið og betra væri að byrja með styttri ferð. Búa mætti til hóp með eldra fólki sem hefði áhuga á hjólreiðum. Formaður mun hafa samband við Jón og kynna honum álit stjórnar. 
  1. Önnur mál
  2. Gunnþór spurði hvenær frístundir á vegum Árborgar færu fram. Honum var bent á að fara inn á Árborgarvefinn arborg.is og finna frístundir til að sjá það sem í boði er í sumar. Fram kom að útileikfimin sem fram fer á íþróttavellinum fer vel af stað, 25 manns mættu á mánudag og þriðjudag. Anna Dalmay sem vinnur að mynd um eldri borgara kom í dag og tók upp í útileikfiminni í dag.
  3. Guðrún gjaldkeri sagði að félaginu hefði áskotnast gatari Egils Thorarensen fv. kaupfélagsstjóra KÁ og lagði hún fyrir fundinn þá hugmynd að láta setja plötu með áletrun á gatarann, hjá Karli Guðmundssyni úrsmið. Var það samþykkt.
  4. Anna Þóra ræddi um ipadinn sem Landsbankinn gaf félaginu í desember sl. og hvar hann væri best geymdur? Stjórn var sammála um að geyma hann á skrifstofu Febsel.
  5. Einnig kom fram hjá Önnu Þóru að stjórn og makar hefðu oft farið saman út að borða á vorin á eigin kostnað. Hvort áhugi væri fyrir því? Samþykkt var að geyma það til haustsins.
  6. Guðrún Þóranna nefndi að þar sem nýting húsnæðis í Grænumörk hefði verið töluvert í umræðunni að það mætti huga að því að auka þjónustustig fyrir eldra fólk á svæðinu og nýta húsnæði fyrir sjúkraþjálfara, nuddara og/eða snyrtifræðing. 

 

______________________________                                                       ___________________________

        Guðrún Þóranna Jónsdóttir                                                                Þorgrímur Óli Sigurðsson     

        ritari                                                                                                formaður