Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi.
Sjötti fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn þriðjudaginn 18. maí 2021 kl 13:00 í félagsmiðstöðinni Mörk. Mætt eru: Guðfinna Ólafsdóttir formaður, Anna Þóra Einarsdóttir varaformaður, Guðrún Guðnadóttir gjaldkeri, Þorgrímur Óli Sigurðsson, Guðrún Þóranna Jónsdóttir og Ólafur Sigurðsson varamenn. Gunnþór Gíslason meðstjórnandi fjarverandi. Guðfinna Ólafsdóttir setti fund og bauð stjórnarmenn velkomna til fundar sem hún stjórnar og Þorgrímur Óli ritar fundargerð.
Fyrsta mál. Anna Þóra las upp fundargerð fimmta fundar 2021. Fundargerð samþykkt.
Annað mál. Aðalfundur 2021. Umræður um stöðu fjöldatakmarkanna vegna COVID 19. Ekki hafa orðið þær afléttingar sem vonir stóðu til eins og stjórnvöld höfðu talið að gætu orðið. Samþykkt að fresta aðalfundi til kl. 14:00, 3. júní 2021. Þorgrímur Óli mun koma að tilkynningum um nýjan fundartíma í Mörk, á vefmiðla og í Dagskrána. Guðfinna kemur boðum til þeirra sem tekið höfðu að sér störf á fundinum.
Þriðja mál. Kjörbréf v/landsfundar LEB. Ákveðið að aðalfulltrúar FEB Selfoss á landsfundi LEB, sem haldinn verður á Selfossi, 26. maí 2021 verði: Anna Þóra Einarsdóttir, Guðrún Guðnadóttir, Þorgrímur Óli Sigurðsson og Gunnþór Gíslason. Til vara Guðrún Þóranna Jónsdóttir, Ólafur Sigurðsson, Sigríður Jóhanna Guðmundsdóttir og Valdimar Bragason.
Önnur mál.
- Guðfinna greindi frá því að Díana Gestsdóttir lýðheilsufulltrúi Árborgar bjóði eldri borgurum tíma í íþróttahúsi Vallaskóla í sumar þar sem fólk geti komið saman og æft ýmsar greinar fyrir landsmót UMFÍ. Díana er líka að setja upp dagskár með fjölbreyttum hreyfingum öllum að kostnaðarlausu.
- Guðfinna upplýsti að finna þurfi fólk til að aðstoða við skráningu og fleira á landsfundi LEB. Hún ætlar að vinna í því.
Fundi slitið klukkan 14:30 og boðað til næsta fundar 2. júní 2021 klukkan 13:00 í Mörk.
____________________________ _________________________
Guðfinna Ólafsdóttir Þorgrímur Óli Sigurðsson
Formaður ritari