Fundargerð 12.8.2019

Óformlegur fundur á skrifstofu FEB Selfossi í Mörkinni klukkan 10:00 þann 12.8.2019. Mætt Guðfinna Ólafsdóttir formaður, Anna Þóra Einarsdóttir varaformaður, Guðrún Guðnadóttir gjaldkeri og Þorgrímur Óli Sigurðsson ritari.


Fundarfólk skoðaði rými sem notuð verða fyrir tómstundastarf í vetur og Guðfinna greindi frá breytingum sem til stendur að gera á þeim svo þau þjóni starfsemini sem best. Upplýst að nýtt hjartastuðtæki er komið upp í anddyri Grænumarkar 5 og að sjónvarpsskjá í sal verður komið í lag í tíma. Guðfinna sagði að Emil Guðjónsson væri áhugasamur um setu í íþróttanefnd.


Guðrún Guðnadóttir kynnti stöðu fjármála félagsins sem er mjög góð. Félagið er með peninga inni á fimm bankareikningum og nemur samtals upphæð krónur 5.359.663. 00.


Guðfinna hefur sótt um styrk hjá JÁ verktökum ehf,. til uppsetningar útiíþróttatækja.


Stefnt er að fyrsta opnu húsi fimmtudaginn 26., september næstkomandi klukkan 15 til 16 og greina þar frá námskeiðum sem verða í boði í vetur. Gefa þarf út fréttatilkynningu, varðandi skráningar á námskeið, og birta þar sem kostur er svo sem í Dagskránni.
Að sögn Guðfinnu er Sverrir Pálsson að vinna við gerð heimasíðu félagsins en tafir hafa orðið á verkinu vegna anna hjá Sverri.
Rætt um nauðsyn þess að kynna þá þjónustu er í boði fyrir eldri borgara og stefnt á að gera það á fyrsta fundi vetrarins.
Hugmynd varpað fram um að leyta til sveitarfélagsins um að koma að kynningu í tilefni 40 ára afmælis félagsins. Guðfinna mun senda inn grein í Dagskrána um miðjan september.
Fundi lokið kl. 12:10

___________________________                                                                __________________________                  
Guðfinna Ólafsdóttir                                                                                     Þorgrímur Óli Sigurðsson
formaður                                                                                                     ritari