Fundargerð 26.2.2019


Fyrsti fundur nýrrar stjórnar FEB Selfossi haldinn þriðjudaginn 26. febrúar 2019 kl. 10:00 að Grænumörk 5, Selfossi.
Mætt: Guðfinna Ólafsdóttir formaður, Guðrún Guðnadóttir gjaldkeri, Anna Þóra Einarsdóttir, Gunnþór Gíslason, Þorgrímur Óli Sigurðsson og varamenn Guðrún Þóranna Jónsdóttir og Gunnar E. Þórðarson.
Formaður bauð fundarmenn velkomna til fyrsta stjórnarfundar FEB Selfossi. Áður en gengið var til dagskrár stilltu fundarmenn sér upp í myndatöku hjá Magnúsi Hlyni Hreiðarssyni fjölmiðlamanni. Að því loknu hófst fundurinn sem formaður stýrði.


Fyrsta mál.  Stjórnin skipti með sér verkum. Á aðalfundi FEB Selfossi 2019 var Guðfinna Ólafsdóttir kjörinn formaður og Guðrún Guðnadóttir gjaldkeri. Stjórnin ákvað að Anna Þóra yrði varaformaður og Þorgrímur Óli ritari.


Annað mál.  Anna Þóra las upp fundargerð frá 29.1.2019. Ein athugasemd kom fram er snéri að fjölda látinna félagsmanna árið 2018 sem skráð var í fundargerð að hefðu verið 16 en voru 7. Þetta leiðrétt.


Þriðja mál.  Skipun fulltrúa í nefndir. Farið yfir nefndalista frá 2017. Einhverjir eru að ganga út en samkvæmt listanum eru nefndirnar skipaðar eftirfarandi.
Dagskrár- og fræðslunefnd: Guðrún Guðmundsdóttir, Guðbjörg Sigurðardóttir og Ingimar Pálsson. Ingimar hefur látið af störfum og Guðbjörg hættir. Arndís Gestsdóttir gefur kost á sér.
Kaffinefnd: Þuríður Fjóla Pálmarsdóttir, Sigurbjörg Hermundsdóttir og Sigríður Ólafsdóttir sem hættir. Eftir stendur að finna þriðja aðila í nefndina.
Leikhúsnefnd: Erla Guðmundsdóttir, Sigríður J. Guðmundsdóttir og Svala Halldórsdóttir.
Íþróttanefnd: Heiðar Alexandersson, Álfheiður Einarsdóttir og Gunnar E. Þórðarson.
Árshátíðarnefnd: Ólafur Bachmann Haraldsson, Þóra Grétarsdóttir og Halldór Ingi
Guðmundsson.
Ferðanefnd: Þorgrímur Óli Sigurðsson, Helga Guðrún Guðmundsdóttir og Helgi Hermannsson.
Jósefína Friðriksdóttir gefur kost á sér í nefndina.
Farið verður nánar yfir skipan nefnda á næsta stjórnarfundi þegar frekari upplýsingar liggja fyrir.


Fjórða mál.  Guðfinna kynnir bréf Landssambands eldri borgara dagsettu 20.2.2019 varðandi dreifingu á fyrirhuguðu afmælisblaði LEB. Gert ráð fyrir að semja við íþróttafélag á Selfossi um dreifingu.


Fimmta mál.  Fulltrúar á landsþing LEB í apríl næstkomandi. Guðfinna Ólafsdóttir formaður er sjálfkjörin. Á aðalfundi FEB Selfossi 2019, vour kjörnar sem aðalfulltrúar Anna Þóra Einarsdóttir og Sigríður Guðmundsdóttir og til vara Gunnþór Gíslason og Þorgrímur Óli Sigurðsson.


Sjötta mál.  Fréttabréf FEB Selfossi. Rætt um með hvaða hætti væri árangursríkast að koma fréttabréfi FEB til félagsfólks. Guðfinna kom fram með hugmynd um að dreifa því, ásamt dagskrá starfsseminnar, með afmælisriti LEB. Einnig var rætt um leiðir til að koma upplýsingum til meðlima FEB um þá afþreyingu sem í boði er. Ýmsar leiðir ræddar. Ljóst að netmiðlar duga ekki einir og sér.


Sjöunda mál.  Önnur mál.
a) Anna Þóra minntist á nauðsyn heilsuátaks í sveitarfélaginu og vísaði til starfsemi sem er að fara í gang í Hveragerði. Boðaði að fara betur yfir hugmyndir á næsta fundi. Umræður áttu sér stað um þetta atriði.
b) Guðfinna kynnti bréf til FEB frá Rauða krossinum og Landssambandi eldri borgara þess efnis að hvetja eldri borgara í átaki í eflingu heimsókna- og símavinaverkefnis sem Rauði krossinn og LEB standa að.
c) Formaður bar einnig upp reikninga til samþykktar, vegna kostnaðar í tengslum við aðal- og stjórnarfund. Reikningarnir samþykktir.
d) Gunnþór sagði brýnt að leita til sveitarfélagsins um að koma upp hjartastuðtæki í Grænumörk 5 hið fyrsta. FEB á eitt tæki sem staðsett er í húsinu en er tekið með í ferðir sem farnar eru og á meðan er ekkert tæki í húsinu þar sem margt fólk er oft saman komið. Hann lagði áherslu á að tækinu verði komið upp þar sem það er öllum vel sýnilegt og aðgengilegt þannig að ekki fari óþarfa tími í leit þegar neyðin kallar. Umræður áttu sér stað um nauðsyn á kynningu og fræðslu um meðferð og notkun hjartastuðtækis sem er eðli máls sífelluverkefni.
e) Guðfinna gerði grein fyrir flutningi skrifstofu af annari hæð niður á jarðhæð. Fundarmenn ásáttir á að mæta klukkan 10:00 þriðjudaginn 5. mars nk., og vinna að flutningi.
Fleira ekki tekið fyrir og formaður sleit fundi klukkan 11:50.

__________________________                                                              ___________________________
Guðfinna Ólafsdóttir                                                                                 Þorgrímur Óli Sigurðsson
formaður                                                                                                 ritari