Fundargerð aðalfundar FEB Selfoss 2020

. Published on .

 

Aðalfundur FEB Selfossi haldinn 20.febrúar 2020 í húsakynnum félagsins v/Austurveg.

Fundarsetning.

Formaður Guðfinna Ólafsdóttir setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna og fagnar hversu margir eru mættir.

1. Kosning fundartjóra og fundarritara. Formaður gerði tillögu um Ólafíu Ingólfsdóttur sem fundarstjóra og Esther Óskarsdóttur og Jónu Sigurbjartsdóttur sem fundarritara. Tillagan var samþykkt og tók Ólafía við fundarstjórn.

2. Guðfinna flutti skýrslu stjórnar. Á árinu bættust við 144 nýir félagar , 18 létust á árinu og 22 sögðu sig úr félaginu. Í árslok voru 711 félagsmenn og hafði fjölgað um 86. Farið var yfir markmið félagsins og auknum möguleikum á starfsemi félagsins með nýja húsnæðinu og styrkveitinu frá sveitarfélaginu Árborg. Leitað er eftir einstaklingi sem getur kennt eldri borgurum á tölvur og snjallsíma. Fram kom að fleiri konur sækja viðburði á vegum félagisns en karlar. Fréttabréf eru gefin út og facebook síða þar sem fram koma allar upplýsingar um félagið, dagskrá og viðburði. Formaður fór yfir skipun stjórnar félagsins og þær áskoranir sem fram komu á aðalfundinum annars vegar til Heilbrigðisráðuneytisins og sveitarfélagsins Árborgar um að flýta sem mest byggingu fyrirhugaðs hjúkrunarheimilis á Selfossi og tillaga um að Sveitarfélagið Árborg beiti sér fyrir því að boðið verði uppá heitan mat í hádeginu í Mörk eins og í öðrum bæjarfélögum. Stjórn félagsins leggur áherslu á að bjóða upp á aukna hreyfingu fyrir félaga og úrval námskeiða. Nokkrar nefndir eru starfandi á vegum félagisins þær eru: Árshátíðarnefnd, Viðburðastjórn í Mörk, Ferðanefnd, Spilanefnd, Leikhús- og íþróttanefnd, Fornsögulestur og Öndvegisbókmenntir. Kaffinefnd var lögð niður og nú er keypt kaffi frá veisluþjónustu Suðurlands. Upplýst var að félagið hafi gengið til liðs við Gráa herinn til að berjast fyrir réttindum eldri borgara. Einn stjórnarmaður hefur óskað eftir að hætta í stjórn. Guðfinna þakkar fyrrverandi formanni fyrir góða leiðsögn í starfið og nefndarmönnum, leiðbeinendum og umsjónarmönnum fyrir vel unnin störf.

3. Ársreikningur 2019:
Rekstrarkostnaður er kr. 6.989.242. Restrarhagnaður ársins er kr. 591.087.
Handbært fé kr. 4.684.279. Óráðstafað eigið fé kr. 4.684.279.
Eigið fé og skuldir alls kr. 4.684.279.
Ársreikningurinn samþykktur samhljóða.

4. Skýrslur nefnda:
Árshátíðarnefnd: Fundarstjóri les skýrsluna vegna fjarveru nefndarfólks, sem voru á spænsku námskeiði.
Ferðanefnd: Þorgrímur Óli fer yfir skýrslu nefndarinnar. Með honum störfuðu Helga Guðmundsdóttir og Sigríður Guðmundsdóttir tók við af Helgu á árinu. Upplýst var um ferðir sem farnar voru á árinu. 325 félagar tóku þátt í ferðunum og mun fleiri konur en karlar. Í lokin var farið í ferð sem Guðmundur Tyrfingsson gaf félaginu og farið var í íslenska erfðagreiningu. Guðmundi Tyrfingssyni er þakkað sérstaklega fyrir höfðinglega gjöf með þessari ferð. Hugmyndin er að fara í vor í ferð í Borgarnes – Söguloftið o.fl. Kostnaður trúlega um 10 þúsund. Fyrirhugað var að fara til Vestmannaeyja en uppselt fyrir rútur og í staðinn verður farin hringur um Ölfusið og Skyrgerðina í Hveragerði.
Fornsöguhópur: Örlygur Karlsson segir frá þeim hópi og forverum sínum í nefndinni. Áður var bara einn að skipuleggja en nú koma fleiri þar að. Þau hafa verið að lesa Fóstbræðrasögu, Hávarðarsögu Ísfirðings og Gísla sögu Súrssonar og í vor verður farin ferð um Vestfirði. Fyrirhugað að lesa Njálu næsta vetur.
Gönguhópar: Þórunn Guðnadóttir talar fyrir þann hóp. Hún lýsir eftir fleiri þátttakendum í gönguhópinn sérstaklega körlum, en aðeins 8 konur hafa stundað þessar göngur. Rúta fylgir hópnum í ferðum, sem eru á mánudögum. Guðmundur Tyrfingsson gefur aksturinn og hefur gert það síðan 1978 og því enginn kostnaður. Aðeins einu sinni varð að hætta við ferð í vetur vegna veðurs.
Íþróttanefnd: Enginn var viðstaddur frá íþróttanefnd
Leikhúsnefnd: Sigríður Guðmundsdóttir talar fyrir nefndinni. Farið var í Borgarleikhúsið á gamanleikinn/farsa „Sex í sveit“. Einnig farið á Vínartónleika í boði sinfóníunnar. 64 fóru þangað en nokkuð margir hættu við vegna veðurs. Einnig var farið að sjá Vanja frænda, eftir Tsjékhov og að sjálfsögðu eru allir hvattir til að sjá Djöflaeyjuna hjá Leikfélagi Selfoss sem verður frumsýnd 6.mars n.k.
Spilanefnd: Hilmar Björnsson talar fyrir þá nefnd en með honum í nefndinni eru Sesselja og Hrefna. Þau byrja að spila spaða! Oftast er spilað á 10-12 borðum.
Viðburðanefnd: Arndís Gestsdóttir, Anna Þóra Einarsdóttir og Diðrik Haraldsson eru í þeirri nefnd. Verkefni nefndarinnar er að sjá um dagskrá á fimmtudögum frá kl. 13 til 16. Helgi Hermanns hefur mætt einu sinni í mánuði og skemmt fólki. Spila á bingó tvisvar á vorönninni 60-80 manns mæta á opið hús. Óskað er eftir einum til viðbótar í nefndina til að fá fleiri hugmyndir og fleiri sjónarhorn.
Öndvegisbókaleshópur: Bryndís Guðbjartsdóttir og Halla Guðmundsdóttir. Hópurinn er að lesa Dalalíf eftir Guðrúnu frá Lundi. Auðvelt væri að gera framhaldsþátt í sjónvarpi svona sápuóperu um bækur Guðrúnar um Dalalíf. Bryndís les brot úr einni bókinni og segir frá Guðrúnu og söguslóðum sögunnar.
Öldungaráðið: Guðrún Þóranna Jónsdóttir formaður félagins er fjarverandi. Guðfinna les skýrsluna. Fer yfir hvað öldunaráð er og hverjir eiga sæti og hvað þau gera. Einnig upplýst um heimsóknir á þeirra vegum.

5. Árgjöld félagsmanna ákveðin: Tillaga liggur fyrir frá stjórn um að hækka gjaldið frá kr. 3.000 í kr. 3.500. Engin tók til máls og hækunin samþykkt samhljóða. Guðrún Guðnadóttir tók til máls og segir að stjórnin hafi ákveðið að félagsgjöldin verði innheimt í gegnum heimabanka. Haft verður samband við þá sem ekki hafa tök á að því fyrirkomulagi.
Kosningar:
Tillaga um Guðrúnu Guðnadóttur sem gjaldkera. Önnu Þóru Einarsdóttur sem meðstjórnanda og varamaður í stjórn Ólafur Sigurðsson. Samþykkt samhljóða.
Tillaga um skoðunarmenn til eins árs þá Einar Jónsson og Helga Helgason og voru þeir endurkjörnir.
Kjörnend var endurkjörin með lófaklappi. Fulltrúi á þing Landssambands eldri borgara auk formanns sem er sjálfkjörinn. Fundurinn samþykkir að stjórn félagsins finni fulltrúa til að mæta á ársþingið.

6. Afgreiðsla ályktana:
Áskorun til bæjarstjórnar Árborgar um bætt umferðaröryggi gangangi vegfarenda á Austurvegi á Selfossi.
Stjórn Félags eldri borgara á Selfossi skorar á bæjarstjórn Árborgar að hlutast til að bæta úr og auka öryggi gangangi vegfarenda á Austurvegi, frá því sem nú er, á vegarkafla á milli Rauðholts og Hörðuvalla. Fjöldi eldri bogara býr nú á þessu svæði og eðli málsins samkvæmt sækja þeir þjónustu yfir Austurveg. Auk þess sem aðrir sem búa á öðrum svæðum fara gangandi heiman frá sér til að sækja afþreyingu í félagsmiðstöðina Mörk.
Sem kunnugt er, eru gangbrautir við:
. Gatnamótin við Reynivelli. Þar eru gangbrautarljós.
. Á móts við KFC og Fossnesti. Lýsing ófullnægjandi.
. Við gatnamót austan við Rauðholt. Lýsing ófullnægjandi.
Það er ekki hægt að segja að það vanti gangbrautir en þær eru ekki rétt staðsettar. Fólk á til að stytta sér leið og fara yfir Austurveg á milli gangbrauta. Langt er síðan þessar gangbrautir voru lagðar og umferðarþungi aukist mikið síðan. Með tilkomu, svo nefndu, Pálmatrés- og Leósblokka má benda á að þar koma þrjár nýjar inn- og útkeyrslur á Austurveg sem óneitanlega eykur slysahættu. Öldruðum einstaklingum hættir til að vanmeta gönguhraða sinn og eru ekki í sömu stöðu og þeir sem yngri eru að leggja mat á fjarlæg og hraða aðvífandi ökutækja.
Lagt er til að sveitarfélagið leiti til skipulags- og umferðarfræðings og fái fram hugmyndir um úrbætur sem best geta tryggt öryggi gangandi vegfaranda og sjái til að veghaldari ráðist sem allra fyrst í aðkallandi lagfræingar. Hafa þarf í huga staðsetningu gangbrauta, vandaða lýsingu og hraðatakmarkaðra aðgera.
Stjórn FEB á Selfossi vill koma á framfæri þakklæti til bæjarstjórnar fyrir að hafa bætt við setbekkjum á Selfossi s.b. áskorun frá 10. maí 2019 með hvatningu um að bæta enn frekar í á þessu umrædda svæði sem og annars staðar.
F.h. stjórnar FEB á Selfossi
Guðfinna Ólafsdóttir, formaður.
Ályktunin samþykkt samhljóða.

Önnur mál:
Jósefína segir frá verkefni sem verið er að vinna að „Lærum saman“ – námsaðstoð fyrir börn af erlendum uppruna - einu sinni í viku eftir skóla hjá nemendunum. Verið er að þróa verkefnið áfram. Níu félagar í félaginu skiptast á að aðstoða nemendur við heimanám, spjall og spila við krakkana.


Gunnþór Gíslason segir frá Höpukórnum. Kórinn verður 30 ára í ár og félagar eru nálægt 50 og stjórnandi er Guðmundur Eiríksson. Þau hafa sungið víða, í kirkjum og við ýmis tækifæri m.a. í Hörpunni í vetur ásamt fleiri kórum eldri borgara. Í ár verða tónleikar 5 eldri borgara kóra 9. maí í FSU. Einnig fyrirhugað að halda bingó.


Fundarstjóri þakkar fyrir sig og þakkar fundarriturum fyrir sín störf. Guðfinna þakkar einnig starfsmönnum fundarins og meðstjórnendum fyrir samstarfið. Gunnar sem gengur úr stjórn var afhentur blómvöndur frá stjórninni og honum eru þökkuð góð störf.


Riturum og fundarstjóra færð blóm.

Fundi slitið kl. 16:10.
Fundarritarar:
Esther Óskarsdóttir og Jóna S. Sigurbjartsdóttir